Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 46

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 46
Texti: Þorgrímur Þráinsson Birna M. Björnsdóttir, lengst til hægri, eftir bikarúrslitaleikinn gegn KR. Guðrún Sæmundsdóttir, fyrirliði, er fyrir miðju og Rósa Júlía Steinþórsdóttir til vinstri. Dætur Önnu Vignir, formanns meistaraílokksráðs, eru einnig á myndinni, t.v. Karítas Anna og Hafdís Tinna. ÓTRÚLEGA FRAMSÆKINN MARKVÖRÐUR? ? ? Landsliðsmarkvörðurframtíðarinnar, Birna Margrét Björnsdóttir ræðir um sumarið, sjálfa sig og léttleikann í meistaraflokki. Hún var valinn Leikmaður ársins íflokknum. Birna M. Björnsdóttir er ein af fjölmörgum stelpum í meistaraflokki Vals í knattspymu sem á framtíðina fyrir sér. Hún lék feiknavel síðastliðið sumar, ekki síst þegar liðið varð Mjólkurbikarmeistari eftir 1:0 sigur á KR. Bima var, af öðrum ólöstuðum, besti leikmaður vallarins og sýndi ótrúlega yfirvegun, inngrip og öryggi. Valsliðið var spútnikklið sumarsins, var ekki langt frá þvi að verða Islands- meistari eftir mikla baráttu við Breiðablik um titilinn. Þeim, sem fylgjast grannt með kvennaknattspym- unni, er ljóst að Valur er lið fram- tíðarinnar svo fremi sem liðið heldur þeim mannskap sem er til staðar. Valur fékk góðan liðsstyrk á dögunum þegar hinn reyndi landsliðsleikmaður Ragna Lóa Stefánsdóttir skipti í Val úr Stjömunni. Helsta breytingin á liðinu er sú að Ragnheiður Víkings- dóttir lét af þjálfun sökum þess að hún flutti af landi brott en Helgi Þórðarsson tók við liðinu. Hann þjálf- aði Val með góðum árangri sumarið 1994. Bima Margrét, sem er 21 árs og ólofuð, er alin upp í Víkingshverfinu og sólaði stráka og stelpur þar upp úr skónum fram að 14 ára aldri. „Kvennaboltinn var lagður niður í Víkingi á þessum tíma þannig að sumar okkar fóm í Val en aðrar í KR. Ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun því ég er orðinn rosalegur Valsari. Ég sé mig ekki fyrir mér í öðru liði." - Hvers vegna fórstu í markið? „Ég byrjaði snemma í marki en ég er búin að komast að því að ég er hörkusenter." - Flestir markmenn, sem ég hef kynnst, eru með sömu grillur um sjálfa sig - að þeir séu rosalegir senterar. Ert þú ekki bara haldin sömu ímyndunarveiki? „Alls ekki. Ég hef verið að gera ótrúlegustu hluti á æfingum (hún brosir út að eyrum) og myndi alveg treysta mér til að komast í liðið sem senter, held ég. Ég er ótrúlega fram- sækinn markmaður. Það er svo góð tilbreyting í þvi að skora í stað þess að 46

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.