Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 15

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 15
Landsbankamót Fylkis: A-liðið varð í 2.-3. sæti og B-liðið í 4. sæti. Allir drengir flokksins fengu að spila með í mótum sumarsins. Besti leikmaður: Ari Freyr Skúlason Besta ástundun: Sveinn Skorri Höskuldsson Mestu framfarir: Orri Freyr Gíslason Þjálfari flokksins var Helgi Loftsson 2 FLOKKUR KVENNA Flokkurinn varð í 2. sæti í Reykjavíkurmótinu innanhúss og í 3. sæti á Islandsmótinu innanhúss. Leikimir í Reykjavíkurmótinu utan- húss unnust allir nokkuð örugglega og Islandsmótið byrjaði vel. Árangur flokksins dalaði svo er líða tók á sumarið, á sama tíma og áhugi stelpn- anna minnkaði og æfingasókn varð lélegri. Hver leikur í íslandsmóti skipti miklu máli. Riðillinn var það jafn að við gátum bæði fallið og komist í úrslit fram í síðasta leik. Lokastaða okkar varð þó sú að við héldum sæti okkar í A-riðli en komust ekki í úrslit. í haustmótinu urðum við í 2. sæti. Flokkurinn spilaði 15 leiki í opin- berum mótum í sumar, það er í Reykjavíkur-, íslands- og haustmóti. 7 leikir unnust, 2 leikir enduðu með jafntefli og 6 leikir töpuðust. Besti leikmaður: Eva Halldórsdóttir Besta ástundun: íris Andrésdóttir Mestu framfarir: Drífa Hrönn Stefánsdóttir Þjálfari flokksins var Ragnhildur Skúladóttir 3. FLOKKUR KVENNA Á síðasta ársþingi KSÍ var samþykkt að 3. flokkur kvenna skyldi spila á stórum velli og að þær stúlkur sem hefðu átt að færast upp í 2. flokk skyldu vera eitt ár enn í 3. flokk. Þetta voru mikil viðbrigði fyrir stúlkumar í flokknum. Flokkurinn varð íyrir nokkurri blóðtöku íyrir sumarið því nokkrar stúlkur skiptu yfir í önnur félög eða hættu knattspymuiðkun. En þær sem eítir voru tóku að sjálf- sögðu þátt í þeim mótum sem buðust. íslandsmót innanhúss: 2. sæti Reykjavíkurmót innanhúss: 2. sæti Reykjavíkurmót utanhúss: 2. sæti Haustmót KRR 2. sæti íslandsmót: 3. sæti í riðlinum. 3. flokkur lék til úrslita um bikarinn: Aftari röð frá vinstri: Þórarinn Gunnarsson liðsstjóri, Þorlákur Arnason þjálfari, Stefán Helgi Jónsson, Ágúst Þór Benediktsson, Kristinn Geir Guðmundsson, Kristinn Svanur Jónsson, Gísli Þór Guðmundsson, Kristján Oddur Sæbjörnsson, Auðunn Jóhannsson, Guðmar Gíslason, Jóhann Hreiðarsson. Fremri röð frá vinstri: EgilI Skúlason, Ágúst Guðmundsson, Sigurður Sæberg, Grímur Garðarsson, Mattías Guðmundsson, Agúst Karl Guðmundsson, Henrý Þór Reynisson og Árni Viðar Þórarinsson. Komst ekki í úrslit Besti leikmaður: Laufey Ólafsdóttir Besta ástundun: Rakel Logadóttir Mestu framfarir: Katrín Þórarinsdóttir Þjálfari flokksins var Jónas Guðmundsson 4. FLOKKUR KVENNA Um 14 stúlkur stunduðu æflngar að jafnaði hjá flokknum. Greina mátti miklar framfarir hjá þeim stúlkum sem skipuðu B-lið flokksins og er það mjög ánægjulegt. Flokkurinn tók þátt í nokkrum mótum og var árangurinn eftirfarandi: Reykjavíkurmót: A-liðið: 2. sæti B-liðið: 3. sæti Haustmót KRR: A-liðið Sigurvegari B-liðið: 3. sæti íslandsmót: A-liðið: 3. sæti í riðlinum. Komst ekki í úrslit B-liðið: 4. sæti Gull & Silfurmótið: A-liðið: Sigurvegari B-liðið: 3. sæti Pæjumótið: Bæði liðin stóðu sig þokkalega á mótinu. Besti leikmaður: Hildur Guðjónsdóttir Besta ástundun: Guðbjörg Sigurðardóttir Mestu framfarir: Rakel Þormarsdóttir Þjálfari flokksins var Jónas Guðmundsson 5. FLOKKUR KVENNA í upphafi hófu 12-15 stelpur æfíngar og nú í september fjölgaði til muna í flokknum því undanfarið hafa 20-25 stelpur stundað æfingar. Flokkurinn tók þátt í ijórum mótum í sumar, þ.e. Pæjumótinu í Vestmanna- eyjum, Gull & Silfurmótinu, íslands- mótinu og Nóatúnsmótinu. Árangur hefúr verið ágætur þó svo að ekki hafi náðst að vera meðal þeirra bestu. Besti leikmaður: Dóra Stefánsdóttir Besta ástundun: Málfríður E. Sigurðardóttir Mestu ffamfarir: Valgerður Stella Kristjánsdóttir Þjálfari flokksins var Ingibjörg Jónsdóttir Sigurður Grétarsson, fyrrum lands- liðs- og atvinnumaður sem hér skorar gegn Sovétríkjunum, hefur verið ráðinn þjálfari Vals fyrir sumarið 1996. 15

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.