Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 11

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 11
Hvernig skvldi handknattleiksmönnum í Val lítast á það að flvtja frá Hlíðarenda í Laugardalshöllina. Á að skipta á Hlíðarenda jyrir Laugardalinn? Gerum stórveldi í Getur Valur orðið stórveldi í knatt- spymu, handknattleik og köfuknattleik með tilliti til aðstöðu og íþróttaleikja að Hlíðarenda? Mín skoðun er sú að þegar til lengri tíma er litið sé Hlíðar- endi ekki besti kosturinn fyrir Val í framtíðinni. Okkur vantar til dæmis stærra íþróttahús sem rúmar fleiri áhorfendur. Okkur vantar bílastæði, fleiri iðkendur og knattspymuvöll sem hægt væri að leika á í Evrópukeppni. Þetta eru dæmi um aðstöðuleysið að Hlíðar- enda. Eitt af helstu verkefnum Vals er að ijölga iðkendum og stuðnings- mönnum félagsins. Við þurfum að ná til unga fólksins í úthverfum borgar- innar en því miður er Hlíðarendi ekki beint vel í sveit settur hvað það varðar. Staðurinn er of langt frá nýjum hverfiim borgarinnar. Við höfum notið þess hve íþróttastarfið hefiir verið lélegt í úthverfunum síðustu árin. Þess vegna hafa iðkendur þaðan komið til Vals. Nú er að verða breyting þar á og Val að íþróttum! þá er ekki hægt að treysta á að unga fólkið komi til okkar. Skoðum þróun knattspyrnunnar í löndunum í kringum okkur. Þar eru sömu liðin að komast í Evrópukeppni ár eftir ár. Eitt eða tvö lið eru með yfirburðastöðu í hverju landi. Ykkur finnst kannski kjánalegt að bera okkur saman við þessi lönd en ég held að við getum lært af þróun mála hjá þeim. Eru KR og Akranes að verða stórveldi í íslenskri knattspymu? Það vona ég ekki. Ég vona frekar að Valur muni bera höfuð og herðar yfir önnur knattspymulið á íslandi í framtíðinni. Hvað á Valur að gera til að ná yfir- burðastöðu? Hugmyndin, sem ég varpa hér fram, finnst mér vera tímabær. Við Valsmenn eigum að hugleiða það vel hvort Valur eigi hreinlega framtíð fyrir sér að Hlíðar- enda. Mín hugmynd er sú að við eigum að flytja starfsemi félagsins í Laugardalinn. Við eigum að skipta á Hlíðarenda fyrir Laugardalsvöllinn, Kannski fer betur um Valsmenn í Laugardalshöllinni. Laugardalshöllina, gervigrasvöllinn og húsnæði fyrir félagsstarfsemi okkar. Við fengjum þessi mannvirki til af- nota, okkur að kostnaðarlausu, næstu 25 árin. Viðhaldskostnaður yrði samn- ingsatriði. Valur sæi þar með um alla starfsemi sem færi fram í Laugar- dalnum að meðtöldum landsleikjum í handknattleik og knattspymu. Ég gæti hugsað mér Val í Laugar- dalnum sem félag margra íþrótta- greina. Og jafnvel að önnur minni félög í nágrenni við Laugardalinn myndu sameinast Val eða rynnu inn í starfsemi þess. Valur yrði stórveldi á íslandi ef við fengjum aðstöðuna í Laugardalnum. Mörg félög í Reykja- vík hafa flutt starfsemi sína milli hverfa, t.d. Þróttur, IR, Fram og Víkingur. En ekkert félag hefur verið nógu stórhuga og stefnt á Laugar- dalinn. Góðir Valsmenn! Þetta er hugmynd sem er sett fram til umhugsunar fyrir okkur um betri framtíð fyrir Val. Auðvitað er Hlíðarendi okkar svæði í dag og þar erum við kannski best geymd í nánustu framtíð. Ef Valur færi í Laugardalinn tækjum við stytt- una af séra Friðrik og Kapelluna að sjálfsögðu með okkur. Góðir Valsmenn! Auðvitað veit ég að mörgum finnast hugmyndir mínar fráleiddar. Gott og vel! Við eigum að koma með hugmyndir inn í félagið, ræða þær og fá umræðu meðal okkar um framtíð félagsins. Valsmönnum óska ég gleðilegra jóla og góðs og árangursríks árs íyrir Val 1996. Áfram Valur! Garðar Kjartansson Hugleiðingar Garðars Kjartanssonar 11

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.