Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 24

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 24
hún af þeim sínar ályktanir og býr til jafnharðan áform sín og ráð. Viljinn æfist í því að setja þessi áform og ráð í framkvæmd, sendir boð til fótarins hvernig hann eigi að sparka og hvaða kraft þurfí með til þess að framkvæma fyrirætlunina og sendir boð til augans að mæla rétt úr hom og boga og línu- lengdir og svo vinna vöðvar og taugar fótanna í samræmi við það. Þannig æfist eftirtektin svo að hún getur gefið hugsun og vilja „produktið” af mörg- um „faktorum”. Meðan eftirtekin er lítt æfð þá sér hún ekki nema einn eða tvo atburði í senn og meðan hún meðtekur og er að fást við þennan eina eða þessa örfáu, fara frarn ótal aðrar hreyfmgar án þess hún verði vör við og er hún hefur loks myndað sér álykt- un og áform, þá er það eftir tímanum og hún missir marks. En hin skarpa og æfða eftirtekt tekur inn í einu margar hreyfmgar og fylgist þess vegna með. Þannig æfist sálin og getur nú notað hina æfðu vöðva til þess er hún vill. Hún fær stærra vald yfir líkamanum og líkaminn verður betra verkfæri sálarinnar. En um leið, æfist andinn ef rétt er farið. Þannig að eiginleikar andans fá meira gildi. Skapsmunir verða að haldast í skefjum. Andinn stjómar geðinu og fær það undir sín yfirráð. Fegurðin, tilfinning andans æfist og fær smekk fyrir samræmi og samhljóðan, fær skyn á fogrum hreyfmgum og fallegum limaburði. Sómatilfmning andans vex svo að hann æfist í að haga sér rétt að lögum listarinnar, nær taumhaldi á tungunni og tilfinningum sálarlífsins. Við það skapast það sem Englendingurinn kallar FAIR PLAY. Snyrtimennska, göfgi og prúðmennska er því samfara. Ekkert sem er ljótt eða ófagurt, eða ruddalegt eða rangt, fær að þróast hjá þeim sem nota leikinn rétt til þess að æfa bæði líkama, sál og anda. Enn er ótalin ein æfmg og er hún ekki hvað lítilijörlegust. Það er æfing í að bæla niður eigingimi og sjálfselsku og sér- drægni. Sumir fótboltamenn finna það fljótt að ekkert óprýðir og skemmir leikinn meira en sjálfselskan í fram- komunni. Það er eins og J.F. Robertson, einn hinn frægasti miðvörður sem uppi hefur verið, segir; „Ekkert getur verið skaðlegra fyrir kapplið en sjálfselska og síngimi ein- hvers af meðlimunum. Sjálfsálit fæðir af sér sjálfselsku og ég hef séð nóg af því tjóni sem þetta tvennt hefur komið til leiðar, til þess að knýja mig til að vara við þessum tveim höfuðsyndum bæði í leik og lífi.” Fótboltaleikurinn er því eitt hið besta meðal til þess að æfa sig í sjálfs- afneitun og sjálfstamningu. En svo gjörir hann meira: Hann æfir menn í sjálfstjóm yfirhöfuð. En það að stjóma sjálfum sér, geðshræringum, hvötum og tilfinningum er hin stærsta íþrótt sem til er. Sá sem stjómar geði sínu er meiri en sá sem yfirvinnur borgir, segir Salomon. Ennfremur er fótbolta- leikurinn hin besta æfing í samstarfi og samvinnu. Liðið er eins og líkami og hver einstaklingur eins og limur í líkamanum. Og eins og allir kraftar sálar og líkama verða að vinna í sam- ræmi hjá þeim, sem vill vera sannur fótboltamaður, eins verður eitt kapplið að vinna allt saman í samræmi til þess að það verði gott kapplið. Hver og einn verður að hugsa um að 10 aðrir fyrir utan hann séu með í leiknum í hans liði og að þeir vinni allir saman er meira skilyrði en ágætis hæfileikar hjá einhverjum einum ef hann gleymir öllum hinum. En þetta, sem ég hef nú sagt, sannar mér það að þessi leikur er hið besta uppeldismeðal og að þeir, sem iðka hann á réttan hátt og æfa bæði líkama, sál og anda í samstarfi við liðið í sjálfsafneitun og sjálfs- tamningu, hann æfir sig um leið til þess að vera góður liðsmaður hvar sem er í lífinu, bæði lífi einstakl- ingsins, lífi heimilisins og lífi þjóðarinnar.” Að sögðum þessum orðum minntist séra Friðrik á það að innan skamms myndum vér Islendingar endurheimta sjálfstæði vort og verða fullvalda ríki og á þá vaxandi ábyrgð sem oss yrði á herðar lögð. Hann spyr: Hvað varð hinu fullvalda íslenska ríki að íjörtjóni? Var það ekki einmitt vöntun þessara drenglyndiskosta, sem lýst hefúr verið? Það vantaði samspilið, að einstaklingarnir kynnu að stjóma sjálf- um sér. Það vantaði „fair play” og sjálfsafneitun. Þá voru uppi margir miklir menn en hver vildi halda boltanum fyrir sig. Goðamir, sem vom framherjar, búendur þeirra sem vom Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, og herra Ólafur Skúlason, biskup, voru viðstödd vígslu Friðrikskapellu. 24

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.