Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 12

Valsblaðið - 01.05.1995, Blaðsíða 12
STARFIÐ ER MARGT Bikarmeistarar Vals 1995. Aftasta röð frá vinstri: Andrés Andrésson (mfl.ráði), Kristín Arnþórsdóttir (mfl.ráði), Halldór Grönvaldt (mfl.ráði), Margrét Bragadóttir (mfl.ráði), Hera Ármannsdóttir, Bryndís Valsdóttir (mfl.ráði), Anna R. Vignir (form. mfl.ráðs), Ásgrímur H. Einarsson liðsstjóri, Ragnheiður Víkingsdóttir þjálfari, Gunnhildur H. Gunnarsdóttir, Rcynir Vignir form. Vals, Kjartan G. Gunnarsson varaform. knd. Vals. Miðröð frá vinstri: Hjördís S. Símonardóttir, Helga Jónsdóttir, Margrét S. Sigurðardóttir, Eva Halldórsdóttir, íris Eysteinsdóttir, Hclga Rut Sigurðardóttir, Iris Andrésdóttir, Olöf Helga Helgadóttir, Bergþóra Laxdal. Fremsta röð frá vinstri: Sirrý Hrönn Haraldsdóttir, Rósa. J. Steinþórsdóttir, Guðrún Sæmundsdóttir fyrirliði, Birna M Björnsdóttir, Soffia Ámundadóttir, Ásgerður H. Ingibergsdóttir, Erla Sigurbjartsdóttir, Kristbjörg H. Ingadóttir. Litlu stúlkurnar eru dætur Önnu Vignir og heita Karítas Anna (tv) og Hafdís Tinna. ÁRSSKÝRSLA KNATTSPYRNUDEILDAR 1995. Fáir titlar Meistaraflokkur karla tók að venju þátt í íslandsmótinu, Mjólkurbikar- keppni KSI og Reykjavíkurmótinu. Fyrir keppnistímabilið var gengið frá ráðningu nýs þjálfara, Harðar Hilmarssonar, sem hafði náð góðum árangri með FH liðið tvö ár í röð. Hörður tók við liðinu af Kristni Björnssyni sem stýrt hafði Valsliðinu næstu tvö ár á undan en hafði verið ráðinn sem þjálfari A-landsliðs kven- na. Töluverðar breytingar urðu á leik- mannahópi Vals um þessar mundir. Nokkrir leikmenn skiptu í önnur félög og nýjir leikmenn bættust í hópinn. Þrír leikmenn fóru í atvinnumennsku, Guðni Bergsson til Bolton, Eiður Smári Guðjohnsen til PSV Eindhoven og Ágúst Gylfason til Brann. Keppnistímabilið hófst með íslands- mótinu innanhúss og hafnaði liðið í 3.-4. sæti. Reykjavíkurmótið tók næst við og þurfti Valur að spila í B-deild vegna þess að liðið dró sig út úr Reykja- víkurmótinu árið áður. Það er skemmst frá því að segja að Valur sigraði í þessarri deild og mun spila í A-deild næsta vor. Til að undirbúa liðið enn betur fyrir Islandsmótið var farið á sterkt æfinga- mót á Kýpur, í mars síðastliðnum. Þar spilaði Valur þrjá leiki, gegn færeyska landsliðinu, Lilleström frá Noregi og Stjórn knattspyrnudeildar Vals fyrir starfsárið 1995 var þannig skipuð: Formaður: Theódór S. Halldórsson Varaformaður: Kjartan Georg Gunnarsson Gjaldkeri: Viöar G. Elísson Ritari og form.kvennaráðs: Anna Ragnheiður Vignir Formaður mfl.ráðs karla: Guðmundur Þorbjörnsson Fulltrúi Vals hjá KRR: Lárus Valberg Formaður unglingaráðs: Þórarinn Gunnarsson Meðstjómandi: Bjarni Jóhannesson Meðstjómandi: Sigurður Haraldsson F ramkvæmdastjóri: Helgi Kristjánsson Guðmundur Þorbjömsson hætti störfum í ágúst og tók Þorsteinn Ólafs við formennsku í mfl. ráði. Unglingaráð knattspymudeildar Vals var þannig skipað: Formaður: Þórarinn Gunnarsson Varaformaður: Þorsteinn Sæberg Ritari: Jóhanna Smith Sverrir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Höskuldur Sveinsson Lára Árnadóttir Guðmundur Árnason Guðrún Árnadóttir Sævar Gunnleifsson Á miðju starfsári lést Jóhanna Smith og var það unglingaráði mikill missir þar sem Jóhanna hafði starfað af miklum dugnaði og áhuga íýrir ráðið. Jóhanna var frábær félagi sem alltaf var hægt að treysta á. Það var unglingaráði mikið gleðiefni þegar Guðjón Magnússon, eiginmaður Jóhönnu, ákvað að taka sæti hennar í unglingaráði Vals og gerast tengiliður ráðsins við 2. og 3.flokk kvenna eins og Jóhanna hafði verið.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.