Valsblaðið - 01.05.2000, Qupperneq 11
Starfið er margt
Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði 2.flokks, og Asgeir Pálsson, þjálfari, geta ekki leynt
gleði sinni með að Islandsmeistarabikarinn í knattspyrnu var í höfn annað árið í röð.
Mynd: Þ.Ó.
gjafaloforði frá árinu 1981 og ekki var
þetta væntanlega viðbótarsvæði fyrir fé-
lagið staðfest á þessu ári. Umsóknir um
styrki á næsta ári til framkvæmda snúast
því enn að miklu leyti um landssvæðin
vestur af núverandi grassvæði og áhuga
félagsins á að gera stórátak í því að auka
og stækka grassvæðin og bæta þannig
æfingaaðstöðu fyrir knattspymuiðkend-
ur. Einnig hefur félagið ítrekað óskað
eftir því að fá úthlutað styrkjum til þess
að gera ítarlega hagkvæmnisathugun á
svæðinu og könnun á því hvemig best
megi nýta svæðið. Kemur það meðal
annars til vegna þess að öllum er ljóst að
íþróttahús félagsins em orðin gömul og
þurfa mikið og stöðugt viðhald þannig
að ein lausnin gæti verið að rífa annað
þeirra eða bæði og byggja nýtt.
Undir lok ársins 2000 voru síðan
kynntar, af hálfu borgarinnar, teikningar
af umferðaræðum í kringum Hlíðarenda-
svæðið þar sem meðal annars kom fram
að svokallaður Hlíðarfótur verður lagður
þó ekki sé tímasett hvenær. Þar með er
loksins komið fram skipulag sem félagið
getur unnið út frá og þegar hefur verið
óskað eftir viðræðum við borgaryfirvöld
vegna sameiginlegra hagsmuna á svæð-
inu. Vel hefur verið tekið í þá málaleitan
og stjóm Vals er bjartsýn á að gott sam-
starf takist við borgaryfirvöld á næstu
Þessar föngulegu Valsstúlkur létu sig
ekki vanta á diskótekið á Valshátíðinni
enda eru þœr snillingar í fótafuni og
taktföstum hreyftngum.
vikum og að sameiginlega verði ráðist í
verulegar framkvæmdir á og við Hlíðar-
endasvæðið á næsta ári.
Starísmenn, skipulag félagsins
og upplýsingatæknimál
Stjómskipulag félagsins hefur verið
óbreytt í aðalatriðum á árinu. Nokkurt
rót var þó á starfsmannahaldi félagsins
eftir að framkvæmdastjóri þess hætti s.l.
vetur og á tímabili var þeirri spumingu
velt upp hvort hverfa ætti aftur til þess
að hafa starfsmenn fyrir einstakar deild-
ir. Var því látið bíða að ráða nýjan fram-
kvæmdastjóra yfir sumartímann en menn
ráðnir til einstakra verkefna í staðinn. f
haust var hins vegar ákveðið að hvika
ekki frá samþykktu stjómskipulagi og í
október kom Sveinn Birkir Bjömsson til
starfa sem framkvæmdastjóri Vals og
bættist félaginu þar öflugur liðsmaður.
Einnig hefur verið nokkur hreyfing á
þeim sem gegna störfum yfirþjálfara
deildanna.
í lok ársins eru fastráðnir starfsmenn
félagsins eftirtaldir: Sveinn Birkir Bjöms-
son, framkvæmdastjóri, Brynja Hilmars-
dóttir, skrifstofustjóri, Sverrir Trausta-
son, forstöðumaður mannvirkja og Elín
Elísabet Baldursdóttir og Baldur Þ.
Bjamason eru húsverðir.
Talsvert hefur verið lagt upp úr því að
bæta upplýsingastreymi frá félaginu til
félagsmanna um það sem er um að vera
hverju sinni. Á það jafnt við um keppni,
æfingatíma, félagsstarf og ýmis dægur-
mál. Komið hefur verið upp glæsilegri
heimasíðu og undir góðri stjóm Áma
Gunnars Ragnarssonar, sem stýrir tækni-
legu hliðinni, hafa nokkrir aðilar aðgang
að síðunni til að koma þar á framfæri
nýju efni eins og fljótt og kostur er.
Greinilegt er af viðtökum að þetta hefur
heppnast vel og mjög margar heimsóknir
eru á heimasíðuna á hverjum einasta
degi. Ljóst er að Valsmenn eru fljótirað
tileinka sér þessa tækni og nýjung á upp-
lýsingamarkaðnum og er það vel. Haldið
verður áfram á sömu braut á þessu ári.
Nýskipan fjármálastjórnar
Fjármál félagsins þurfa að vera í
stöðugri skoðun og stjórnin hefur í haust
fjallað nokkuð um fjármál og hvort tími
væri kominn til að stokka upp stjómun
þeirra. Sú skuldbreyting, sem gerð var
fyrir nokkmm ámm, þegar allar þáver-
andi veðskuldir voru greiddar upp með
nýjum lánum til mjög langs tíma, skap-
aði félaginu ákveðið svigrúm en það hef-
ur minnkað einkum vegna tapreksturs
deilda undanfarin ár.
Því var ákveðið nýverið að frá og með
næstu áramótum verði þeirri skipan
komið á að gjaldkeri félagsins og fram-
kvæmdastjóri stýri nýrri nefnd sem hafi
yfirumsjón með öllum fjármálum félags-
ins. Auk þeirra eiga fulltrúar boltagreina
sæti í nefndinni. Nefndin á að skipta upp
tekjustofnum félagsins eftir starfseminni
hverju sinni og hafa eftirlit og aðhald
Valsblaðiö 2000
11