Valsblaðið - 01.05.2000, Side 25

Valsblaðið - 01.05.2000, Side 25
Ungir Valsarar Dansað Elísabet Anna Kristjánsdóttir 4. Ylokki í knattspyrnu Elísabet Anna er á öðru ári í 4. flokki en hún varð 12 ára þann 11. desember síð- astliðinn og fékk m.a. peysu og geisla- diska í afmælisgjöf. Hún byrjaði að æfa með Val á yngra ári í 6. flokki en Val- gerður, systir hennar, leikur með 2. flokki og faðir hennar, Kristján Snorri Baldursson er Víkingur. „Nei, honum er alveg sama þótt ég sé í Val,“ segir Elísa- bet Anna en móðir hennar heitir Soffía Unnur Bjömsdóttir „Mamma og pabbi hafa bæði áhuga á fótbolta og okkur langar öll að fara á leik í Englandi. Manchester United er liðið mitt.“ Elísabet Anna hefur leikið í vöminni og fremstu víglínu en hún er þó oftast á kantinum. „Okkur gekk mjög vel í sumar en við urðum þó yfirleitt í næsta sæti fyrir neðan verðlaunasætið. Við urðum í 4. sæti á Gull- og silfurmótinu, 4. sæti á Pæjumótinu í Eyjum en í 3. sæti á Is- landsmótinu. Núna erum við margar á eldra ári og ætlum því að gera enn betur næsta sumar.“ Heiðar Bimir er nýr þjálfari 4. flokks og er Elísabet Anna mjög ánægð með hann. „Mér fannst þjálfarinn síðastliðið sumar ekki góður. Hann var ekki nógu vel undirbúinn og lét okkur nánast bara spila.“ Elísabet Anna setur markið hátt nœsta sumar. Hvað er eftirminnilegast frá ferlinum? „Þegar ég skoraði sjálfsmark í 6. flokki í leiknum um 3. sætið á íslandsmótinu. Það varð til þess að við lentum í 4. sæti.“ Hvað skiptir mestu máli ef þú ætlar að ná langt? „Stunda æfingamar vel og ekki gera neina vitleysu eins og að reykja og svo- leiðis bull. Annars er stefnan sú að kom- ast í meistaraflokk seinna og vonandi líka í landsliðið.“ Elísabet Anna segist helst þurfa að æfa skotin en hún stundar jazzballett sam- hliða knattspymunni tvisvar í viku og ætti því að geta dansað í gegnum varnir andstæðinganna. „Þetta fer mjög vel saman. Ég styrki vöðvana í fótbolta og liðka mig vel í jazzballett. Það ætti að vera góð blanda. Svo þykir mér líka gaman á skautum þótt ég æfi þá íþrótt ekki.“ Veistu hvenær félagið okkar var stofn- að og hver gerði það? „Það var 11. maí 1911 en ég man ekki hvað maðurinn heitir." Munið getraunanúmer Vals Valsblaðið 2000 25

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.