Valsblaðið - 01.05.2000, Side 33
lOáraílandsliðinuM
Þór Steinar Ólafs, sem æfir fótbolta með 3.
flokki, er mjög ánægður í Val. Hann segir að
hópurinn sé sterkur og stefni að því að gera
vel næsta sumar. „Þór Hinriks þjálfari er góð-
ur og með skemmtilegar æfingar. Andrés, sem
þjálfaði mig sl. sumar, var líka með góðar æf-
ingar þótt árangurinn okkar hafi ekki verið
neitt sérstakur."
Þór Steinar segist eiga sér það markmið,
eins og margir ungir strákar, að komast í at-
vinnumennsku í fótbolta þegar fram í sækir.
„Það verður bara að koma í Ijós hvort það
rætist." Honum fannst Shellmótin í Eyjum
skemmtileg og eftirminnilegast var þegar
hann var valinn í landslið mótsins árið 1995,
þá 10 ára gamall.
Þór Steinar er United maður eins og meira
en hálf þjóðin en hann heldur líka með öðru f’ór Steinar í landsliðsbúningi
liði. „Já, ég held líka með Ipswich Town eins Shellmótsins í Vestmannaeyjum
og Helgi frændi." fyrir 5 árum. Mynd: Þ.Ó.
maður sem lék sem hægri bakvörður.
Flesta hina þekkja allir Valsmenn vel.
Arangurinn hjá Val á þessum árum var
slíkur að við vorum t.d. að vinna IR á
Reykjavíkurmótinu ’71 18-0. í þeim leik
skoraði Karl 11 mörk. Það er samt rétt að
geta þess að ÍR var þama að stíga sín
fyrstu skref í knattspymunni. Því miður
hafa Valsstrákar í dag verið einstaka
sinnum að tapa fyrir IR með stórum
mun. Þetta eru því breyttir tímar. Ég er
þeirrar skoðunar að Valur eigi að geta
náð sér á strik í yngri flokkunum með
öflugra starfi. í því sambandi þurfum við
meðal annars að sækja markvissar í skól-
ana í hverfi okkar Valsmanna og fjölga
með því iðkendum.
Hvað hefur verið mest ábótavant í
yngri flokka starfi knattspyrnunnar
síðasta áratuginn?
„Þjálfunin hefði oft mátt vera í betri far-
vegi og ég nefni sem dæmi að Þór Stein-
ar, eldri strákurinn minn, hefur lent í því
að vera alltaf með nýjan þjálfara á hverju
ári og oft hefur verið skipt um þjálfara
hjá hans flokki á miðju tímabili. Slíkt er
ekki vænlegt til árangurs. En mér sýnist
að við séum að taka okkur mikið á núna.
Ný stjóm ætlaði að taka á þessu máli í
fyrra en það virðist vera að skila sér
núna. Valur er með góða þjálfara í dag
og horfir til framtíðar. Ráðning tækni-
þjálfarans Zeljko er stórt skref, hvað
varðar uppbyggingu og tækniæfingar.
Fjöldi iðkenda í Val er að aukast en slíkt
gerist að hluta að sjálfu sér með hæfum
þjálfurum. Nú eru komin drög að fram-
tíðarskipulagi svæðisins að Hlíðarenda
sem mun skipta sköpum ef það nær fram
að ganga.
Lára, er tenging þín við Val eingöngu í
tengslum við börnin?
„Nei, ég myndi segja að fyrir mig, sem
er fædd og uppalin úti á landi, þá er Val-
ur einn af föstu punktunum í tilverunni.
Ég tala nú ekki um þar sem ég er ekki úti
á vinnumarkaðnum. Hjá Val hefur maður
kynnst fjöldanum öllum af góðu fólki.
Ég hef starfað í foreldraráðum og sem
íslandsmeistarar Vals í 2.flokki árið 1976: Efri röðfrá vinstri: Þórhallur Stígsson þjálfari, Guðmundur Kjartansson, Magni Blöndal
Pétursson, Þorsteinn Ólafs, Friðrik Egilsson, Hilmar Hilmarsson, Sœvar Jónsson, Arnar Hilmarsson, Óttar Sveinsson, Arnar Frið-
riksson. Neðri röð frá vinstri: Hilmar Sighvatsson, Asmundur Páll Asmundsson, Jón Einarsson, Ólafur K. Ólafs, Ulfar Hróarsson,
Júlíus Júlíusson og Aðalsteinn Elíasson.
Valsblaðið 2000
33