Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 33

Valsblaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 33
lOáraílandsliðinuM Þór Steinar Ólafs, sem æfir fótbolta með 3. flokki, er mjög ánægður í Val. Hann segir að hópurinn sé sterkur og stefni að því að gera vel næsta sumar. „Þór Hinriks þjálfari er góð- ur og með skemmtilegar æfingar. Andrés, sem þjálfaði mig sl. sumar, var líka með góðar æf- ingar þótt árangurinn okkar hafi ekki verið neitt sérstakur." Þór Steinar segist eiga sér það markmið, eins og margir ungir strákar, að komast í at- vinnumennsku í fótbolta þegar fram í sækir. „Það verður bara að koma í Ijós hvort það rætist." Honum fannst Shellmótin í Eyjum skemmtileg og eftirminnilegast var þegar hann var valinn í landslið mótsins árið 1995, þá 10 ára gamall. Þór Steinar er United maður eins og meira en hálf þjóðin en hann heldur líka með öðru f’ór Steinar í landsliðsbúningi liði. „Já, ég held líka með Ipswich Town eins Shellmótsins í Vestmannaeyjum og Helgi frændi." fyrir 5 árum. Mynd: Þ.Ó. maður sem lék sem hægri bakvörður. Flesta hina þekkja allir Valsmenn vel. Arangurinn hjá Val á þessum árum var slíkur að við vorum t.d. að vinna IR á Reykjavíkurmótinu ’71 18-0. í þeim leik skoraði Karl 11 mörk. Það er samt rétt að geta þess að ÍR var þama að stíga sín fyrstu skref í knattspymunni. Því miður hafa Valsstrákar í dag verið einstaka sinnum að tapa fyrir IR með stórum mun. Þetta eru því breyttir tímar. Ég er þeirrar skoðunar að Valur eigi að geta náð sér á strik í yngri flokkunum með öflugra starfi. í því sambandi þurfum við meðal annars að sækja markvissar í skól- ana í hverfi okkar Valsmanna og fjölga með því iðkendum. Hvað hefur verið mest ábótavant í yngri flokka starfi knattspyrnunnar síðasta áratuginn? „Þjálfunin hefði oft mátt vera í betri far- vegi og ég nefni sem dæmi að Þór Stein- ar, eldri strákurinn minn, hefur lent í því að vera alltaf með nýjan þjálfara á hverju ári og oft hefur verið skipt um þjálfara hjá hans flokki á miðju tímabili. Slíkt er ekki vænlegt til árangurs. En mér sýnist að við séum að taka okkur mikið á núna. Ný stjóm ætlaði að taka á þessu máli í fyrra en það virðist vera að skila sér núna. Valur er með góða þjálfara í dag og horfir til framtíðar. Ráðning tækni- þjálfarans Zeljko er stórt skref, hvað varðar uppbyggingu og tækniæfingar. Fjöldi iðkenda í Val er að aukast en slíkt gerist að hluta að sjálfu sér með hæfum þjálfurum. Nú eru komin drög að fram- tíðarskipulagi svæðisins að Hlíðarenda sem mun skipta sköpum ef það nær fram að ganga. Lára, er tenging þín við Val eingöngu í tengslum við börnin? „Nei, ég myndi segja að fyrir mig, sem er fædd og uppalin úti á landi, þá er Val- ur einn af föstu punktunum í tilverunni. Ég tala nú ekki um þar sem ég er ekki úti á vinnumarkaðnum. Hjá Val hefur maður kynnst fjöldanum öllum af góðu fólki. Ég hef starfað í foreldraráðum og sem íslandsmeistarar Vals í 2.flokki árið 1976: Efri röðfrá vinstri: Þórhallur Stígsson þjálfari, Guðmundur Kjartansson, Magni Blöndal Pétursson, Þorsteinn Ólafs, Friðrik Egilsson, Hilmar Hilmarsson, Sœvar Jónsson, Arnar Hilmarsson, Óttar Sveinsson, Arnar Frið- riksson. Neðri röð frá vinstri: Hilmar Sighvatsson, Asmundur Páll Asmundsson, Jón Einarsson, Ólafur K. Ólafs, Ulfar Hróarsson, Júlíus Júlíusson og Aðalsteinn Elíasson. Valsblaðið 2000 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.