Valsblaðið - 01.05.2000, Side 34
fararstjóri með flokkum bama okkar til
Akureyrar og Vestmannaeyja. Mér finnst
ég alltaf mæta miklum hlýhug þegar ég
kem niður í Valsheimili og mér hlýnar
um hjartarætur að koma inn á svæðið.
Eg vonast til að geta starfað fyrir félagið
næstu árin. Aður en ég flutti til Reykja-
víkur starfaði ég að félagsmálum og það
liggur í hlutarins eðli að svona félög
ganga ekki nema fólk komi til starfa. Ef
4. flokkur kvenna, A-lið, á Pœjumótinu í
Vestmannaeyjum í sumar. Efri röð frá
vinstri: Kristján A. Ingason þjáifari,
Björg Magnea Olafs, Tinna Þorsteins-
dóttir, Guðlaug Sara Guðmundsdóttir,
Elísabet Anna Kristjánsdóttir. Neðri röð
frá vinstri: Sólveig Björg Pálsdóttir,
Hrafnhildur Héðinsdóttir, Ragnheiður
Leifsdóttir, Rósa Hauksdóttir.
Mynd: Þ.Ó.
við ætlum að halda félaginu í hverfinu
og viljum að það blómstri er það á okkar
ábyrgð. Ég og þú erum félagið og það er
ekki hægt að ætlast endalaust til þess að
aðrir vinni verkin.“
Þorsteinn, hverjar eru stærstu stund-
irnar sem þú hefur upplifað með Val?
„Bamshjartað gladdist einna mest þegar
ég fór á völlinn árið 1966 og Valur varð
Islandsmeistari eftir tvo úrslitaleiki við
Keflavík. I seinni leiknum varði Siggi
Dags víti í lok leiksins og kom í veg fyr-
ir að Keflavík jafnaði. Evrópuleikurinn
við Benfica í september 1968 var stór
stund í sögu Vals þegar 18.243 keyptu
sig inn á völlinn í Laugardal. Fyrir mig
persónulega var það ánægjulegasti tím-
inn að verða Islandsmeistari í fyrsta
skipti í 4. flokki ’71. Við unnum ÍBV 4-2
í minnisstæðum úrslitaleik sem fór í
framlengingu og fór fram á gamla Mela-
vellinum. Þá var KSI ekki að veita gull-
og silfurverðlaunapeninga fyrir 1. og 2.
sæti, heldur fengum við gylltan pening
frá Val með fálkanum okkar. Síðan hefur
maður upplifað góðar stundir, t.d. ’76
þegar Valur vann tvöfalt og eins ’78, ’80,
’85 og ’87 þegar liðið varð Islandsmeist-
ari. Þrefaldur sigur í bikarkeppninni
1990-92 er einnig minnisstæður eða á
þeim tíma sem ég sat í stjóm knatt-
Pæjumótiö frábært!
Björg Magnea Ólafs æfir fótbolta í 4. flokki
og handbolta í 5. flokki. Hún segist vera mjög
ánægð í Val og hvergi annars staðar vilja
vera. „Mórallinn í Val er mjög góður og oft er
skemmtileg stemmning, sérsaklega þegar við
tökum þátt í mótum. Ég hef verið ánægð með
þjálfarana síðastliðin ár og mér finnst Heiðar
Bimir, sem þjálfar mig núna í fótboltanum,
vera með skemmtilegar æfingar.“
Björgu Magneu finnst einna eftirminnileg-
ast þegar 5. flokkur varð Reykjavíkurmeistari
sumarið 1999. „Þá komust við líka í úrslit á
Pæjumótinu í Vestmannaeyjum. Pæjumótið er
frábært og ég fór á það í fimmta skipti síðast-
liðið sumar.“
Uppáhaldslið Bjargar Magneu er Manch-
ester United en öll fjölskyldan er sama sinnis.
Hún heldur sig vitaskuld við rauða litinn.
„Það var mjög gaman þegar öll fjölskyldan fór á Old Trafford til að sjá United spila
árið 1997 og taka við meistarabikamum.“
Björg segir að markmið hennar og Rósu vinkonu hennar sé að komast í skóla í
Bandaríkjunum og spila og æfa fótbolta samhliða námi. En hún tekur samt fram að
það sé kannski of snemmt að ákveða eitthvað í þeim efnum núna!
Björg Magnea með einum litrík-
asta og sigursœlasta knattspyrnu-
stjóra sögunnap goðsögninni Alex
Ferguson, knattspyrnustjóra Man-
chester United. Mynd: Þ.Ó.
Fyrrum knattspyrnustjarnan Ian Rush
kom síðastliðið sumar til Islands og vann
við knattspyrnuskóla Þróttar. A myndinni
er Björg Magnea Ólafs með Ian Rush en
hún spilaði fyrir „Manchester United“
gegn „Liverpool" á lokadegi knatt-
spyrnuskólans. Mynd: Þ.Ó.
spymudeildar. Þetta var ánægjulegur
tími og það léttir lundina þegar vel geng-
ur á vellinum. Það var líka gleðilegt þeg-
ar Valur varð Islands- og bikarmeistari í
handbolta árið 1998 og fleiri stór augna-
blik tengd honum áttu sér stað árin þar á
undan. Það gleður mig alltaf þegar góðir
hlutir gerast í Val en stærstu stundir Vals
hljóta alltaf að vera þegar félagið landar
stórum titlum eins og íslandsmeistaratitl-
um.
Þegar vel gengur sést hversu margir
halda með félaginu. En þegar illa hefur
gengið láta of fáir sjá sig. Félagið nær
ekki alltaf til fjöldans en þrátt fyrir fjöl-
breytt framboð af afþreyingu eigum við
að geta náð betur til Valsmanna, sérstak-
lega ef við náum að bæta aðkomuna að
svæðinu. Fjölskyldur úr Valshverfinu
eiga að geta sent bömin sín 1-2 km
vegalengd að Hlíðarenda, áhyggjulaust."
Lára: „Það hlýtur líka að vera til mik-
illa bóta að virkja fleiri Valsmenn, fá þá
til að taka að sér ýmis smáverkefni.
Fleiri Valsmenn þurfa að leggja hönd á
plóginn. Kannski bíða fjölmargir eftir að
haft verði samband við þá en vitanlega
væri best ef þeir gæfu sig fram.“
34
Valsblaöið 2000