Valsblaðið - 01.05.2000, Page 41

Valsblaðið - 01.05.2000, Page 41
Ungir Valsarar FF Geðveikt 3. flokkur kvenna hafnaði í 3.-4. sæti á Gothia Cup í Svíþjóð þar sem 74 lið tóku þátt. Knattspyrnustelpuruar voru landi og þjóð til sóma. gott veður" 3.flokkur Vals sem fór á Gothia Cup sumarið 2000. Aftari röð frá vinstri: Elísahet Gunnarsdóttir þjálfari, Signý Heiða Guðnadóttir, Dóra María Lárusdóttir, Ragnhildur Erna Arnórsdóttir, Hjördís Harðardóttir, Jóhanna Lára Brynjólfsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Iris Björg Jóhannsdóttir og Osk Stefánsdóttir. Miðröð frá vinstri: Helga Bryndís Kristjánsdóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, Sigrún Edda Oddsdóttir, Lilja Svavarsdóttir, Lea Sif Valsdóttir, Auður Hanna Guðmundsdóttir og Guðrún María Þorbjörnsdóttir. Fremsta röðfrá vinstri: Rakel Adolphsdóttir, Helga Harðardóttir, Rúna Sif Rafnsdóttir, Valgerður Stella Kristjánsdóttir, Christa Hlín Lehmann, Halldóra Sigurlaug Olafs, Sandra Gísladóttir, Hildigunnur Jónasdóttir og Regína María Arnadóttir. Haustið 1999 var ákveðið að fara í keppnisferð á Gothia Cup 2000, en það er árlegt knattspymumót sem haldið er í Gautaborg í Svíþjóð. Mót þetta er oft nefnt óopinbert heimsmeistaramót ung- linga. Við söfnuðutn okkur fyrir ferðinni með því að halda þrjá kökubasara í Kringlunni, selja hágæða amerískar sal- ernisrúllur, selja auglýsingar á peysur og boli, hreinsipakka og margt fleira. Fjár- öflunin gekk mjög vel og allir lögðu sitt af mörkum. í lokin voru allir búnir að safna fyrir ferðinni og flestir kornnir með gjaldeyri að auki. Loks rann upp ferðadagurinn rnikli, 13. júlí og þá um morguninn mættum við í Valsheimilið og biðum eftir rútunni sem fór með okkur í Leifsstöð. Við lent- um á flugvellinum í Gautaborg. Rúta flutti okkur í skóla á Lindholmen þar sem við gistum. Þegar við höfðum komið okkur fyrir í skólanum fórum við allar í ferjunni Álvsnappen í „Fimmuna" sem er risastór verslunarmiðstöð þar sem alll mögulegt fæst. Þar þurftum við að fá okkur að borða og af einhverjum ástæðum fóru flestir á Burger King. Svo var verslað og verslað og... Daginn eftir var ferðinni heitið á æf- ingasvæði Heden þar sem tekin var hressi- leg æfing. Það má segja að það hafi ver- ið geðveikt gott veður því við vorum all- ar á toppunum á æfingunni og áhorfið hjá karlpeningnum var að sönnu mikið. Svo hófst keppnin sjálf. Hún byrjaði á riðlakeppni sem fór fram á Grimbo og Sláttadamm. Við unnum riðilinn og komumst í 32, 16 og 8 liða úrslit og unn- urn það allt - svo komumst við í undan- úrslit en koxuðum á þeim. En okkur gekk vel miðað við að það voru 74 lið að keppa í okkar aldursflokki, en við urðum í 3.- 4. sæti af svo mörgum liðum sem verður að teljast mjög góður árangur. Undanúrslitaleikurinn var við lið frá Dallas í Texas. Leikurinn fór 3-0. Það sem okkur fannst standa upp úr í ferðinni var vissulega opnunarhátíðin sem var á nýja Ullevi. Þar voru skemmti- atriði, flugeldasýning og margt skemmti- legt í gangi. Einnig fengum við að fara í Liseberg tívolíið þar sem eru margir spennandi rússíbanar og stemmningin var frábær. Signý, Guðrún og Ragnhildur Valsblaöið 2000 41

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.