Valsblaðið - 01.05.2000, Page 53

Valsblaðið - 01.05.2000, Page 53
Framtíðin Grímur Sœmundsen og Geir Sveinsson eru sammála um að Valur eigi að reka íþróttaskóla fyrir yngstu iðkendurna, án greinaskipt- ingar, allt árið um kring og að sérhœfing eigi ekki að hefjast fyrr en í3.flokki. sjálfur var ekki byrjaður í íþróttum 9 ára. Þá var ég bara úti á túni í fótbolta. Hvort á ég að letja drenginn eða hvetja hann?“ Geir, ertu þá þeirrar skoðunar að Val- ur eigi að starfrækja almennan íþróttaskóla fyrir börn upp að vissum aldri og sérhæfíngin komi ekki til fyrr en síðar? Geir: „Nákvæmlega. Þá erum við öll í Val að vinna að því að búa til íþrótta- menn. Það liggur í hlutarins eðli að þetta er öflugt forvamastarf og við eigum að selja foreldrum þá hugmynd. Börnin koma í vemdað umhverfi að Hlíðarenda þar sem þau lúta aga, læra vönduð vinnubrögð, leggja sig fram og þurfa að fara eftir settum reglum. Foreldrar vilja ala bömin sín upp með þeim hætti. íþróttaskóli Vals yrði í raun bara fram- hald af skólanum.“ Grímur: „Þetta er í fullu samræmi við það sem ég hef verið að leggja áherslu á síðustu misseri. Við eigum að leggja deildirnar í Val niður og skipta starfinu upp í afreksstarf annars vegar og bama- og unglingastarf hins vegar. Þegar barnið kemur í félagið eru hæfir leiðbeinendur til staðar, barnið hefur hugsanlega áhuga á einni grein, en er kynnt fyrir fleirum. Síðar ntunu leiðbeinendurnir sjá hvaða grein hentar viðkomandi miðað við lík- amlega eðliskosti og áhuga og öll böm verða með ferilskrá. Með þessum hætti geta þau kynnst mörgum íþróttagreinum, fengið góðan líkamlegan og andlegan grunn og valið síðar hvar þeir vilja spreyta sig í framtíðinni. Með svona kerfi er ekki bara markvissari og upp- byggilegri þjónusta við bömin heldur er líka búið að skilja á milli þeirra and- stæðu póla sem afreksstarf og barnastarf er. Bama- og unglingastarf er starf fjöld- ans, þar sem markmiðið er að fá sem flesta til að æfa og njóta sín en í afreks- starfinu eru færri góðir sem njóta sín, eðli málsins samkvæmt. Þessi skipting myndi leiða til þess að hægt væri að gera allan fjárhag og rekstur gegnsærri. Þetta myndi líka leiða til þess að það væri að- eins spuming um tíma hvenær borgin kæmi að kostun unglingastarfsins með beinum hætti.“ Reynir Vignir: „Ég held að flestir for- eldrar vilji hafa þennan háttinn á en þó vilja sumir foreldrar hvetja til endalausr- ar keppni af því þeim þykir svo gaman að sjá bamið sitt vera í sigurliði og vinna, jafnvel þótt það sé kornungt. Þama stangast á vilji og hagsmunir því íþróttahreyfingin hefur verið að hvetja til þess að félögin byrji ekki þessa greina- skiptingu fyrr en 10-12 ára. Við þurfum að vita hvar við ætlum að draga mörkin. Það er grundvallaratriði. Líklega væri skynsamlegast að gera það í 3. flokki. Við reyndum þetta þegar við réðum til okkar íþróttafulltrúa fyrir nokkrum árum, sem ég tel að hafi verið framfara- spor, en við fengum ekki frið með starfið nema í 2 ár. Þar var kominn vísir að því að íþróttafulltrúi væri að samhæfa það að æfingar skömðust ekki hjá sömu iðk- endum ef þeir væru í fleiri en einni grein. Þetta íþróttafulltúastarf lagðist af þegar menn vildu ráða yfirþjálfara í deildunum en um leið og það átti sér stað minnkaði samvinnan. Það má heldur ekki gleyma því að fyr- ir 4—5 árum var unnin stefnumörkun fyr- ir Val í handbolta sem endaði uppi í hillu. Og hún er líka til fyrir körfubolta. Ef menn setja þetta í forgang er nú þegar búið að vinna talsverða forvinnu. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að um- rædd skipting gæti átt sér stað á afmælis- árinu. Það er alveg ljóst að við þurfum Valsblaðið 2000 53

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.