Valsblaðið - 01.05.2000, Qupperneq 61
Minning
t
Magnús Helgason
fæddun 24. nóvember 1916 - dáinn 5. október 2000
Með þessum orðum viljum við minnast góðs Valsmanns, Magn-
úsar Helgasonar, stjómarformanns Hörpu hf., sem lést þann 5.
október s.L. Magnús hefur alla tíð verið dyggur stuðningsmaður
Vals, sat í stjóm á tímabili og átti ennfremur sæti í fulltrúaráði
félagsins.
Magnús fylgdist vel með gengi félagsins og sótti leiki þegar
hann hafði tækifæri til. Á árunum í kringum 1970 var gengi fé-
lagsins á knattspymusviðinu frekar dapurt, þannig að Magnúsi
og fleirum fannst ástæða til að leita allra leiða til að bæta úr því.
Magnús, sem átti í viðskiptum við Rússland og sat í viðskipta-
nefnd Islands, hafði þá forgöngu um að rætt var við íþróttaráð-
herra Sovétríkjanna, sem var þá staddur hér vegna heimsmeist-
araeinvígis Fischers og Spasskys í skák, um það hvort Rússar
gætu ekki útvegað Val góðan þjálfara.
í kjölfar þess var Youri Illitchev ráðinn þjálfari, sem segja má
að hafi lagt grunninn að velgengni félagsins á knattspymumót-
um næstu ára. Af þessu dæmi má sjá hver hugur Magnúsar var
til Vals. Það þótti ekki tiltökumál að færa í tal við íþróttaráð-
herra stórþjóðarinnar hvort hann gæti ekki liðsinnt knattspymu-
félaginu Val á Islandi.
Það er því með virðingu, sem við kveðjum þennan aldna félaga
okkar um leið og við sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur.
Fulltrúaráð Vals
t
Páll Guðnason
fæddur 22. júní 1920
Þann 20. febrúar sl. lést í Reykjavík Páll Guðnason, fyrrverandi
formaður Knattspymufélagsins Vals, og missti félagið þar einn
af sínum tryggu og traustu félagsmönnum. Páll, sem aðeins
vantaði fjóra mánuði í 80 ára afmælið, gekk til liðs við félagið
þegar hann var 10 ára gamall, árið 1930 og hóf að æfa knatt-
spymu. Hann var vel liðtækur á því sviði og var í liði 3. flokks
Vals sem fékk það skemmtilega verkefni að vígja knattspymu-
völl félagsins að Haukalandi árið 1936.
Páli þótti ekki nóg að vera sjálfur keppandi heldur sneri hann
sér einnig fljótlega að þjálfun og félagsmálum og varð þekktur
fyrir starf sitt sem unglingaleiðtogi Vals. Það starf var í senn
umfangsmikið og mikilvægt, því taka þurfti vel á móti ungum
félagsmönnum og styðja þá fyrstu sporin innan Vals.
Eins og gjaman verður þegar menn gefa kost á sér til félags-
starfa urðu störfin mörg. Páll tók fyrst sæti í aðalstjóm Vals sem
unglingaleiðtogi og síðar varaformaður á ámnum 1951-1954.
Síðan tók við starf fyrir íþróttahreyfinguna í Reykjavík þegar
hann var á næstu árum fulltrúi félagsins í stjóm Knattpymuráðs
Reykjavíkur og gegndi þar meðal annars formennsku í tvö ár.
En tryggð Páls við Val og félagsstarfið þar var mikil og hann
var kallaður aftur til stjómarstarfa og var gjaldkeri aðalstjómar
árin 1960 og 1961. Formaður Vals varð hann síðan árið 1963 og
gengdi því starfi í fjögur ár eða til ársins 1966. Þegar hann lét af
formennsku í Val hafði hann gegnt stjómarstörfum fyrir íþrótta-
hreyfinguna í 16 ár samfellt.
dáinn 20. febriíar 2000
Eins og tíðkast með forvígismenn Vals tók Páll sæti í fulltrúa-
ráði félagsins og starfaði þar sem fulltrúi og um tíma sem
stjómarmaður til dauðdags. Áhugi hans á félaginu og framgangi
þess var alltaf til staðar og hann sótti kappleiki að Hlíðarenda
þegar hann gat. Þrátt fyrir veikindin hin síðari ár fylgdist hann
stöðugt með starfi félagsins og bar hag þess fyrir brjósti.
Hann gerði sér vel grein fyrir því að í starfi íþróttafélags
skiptast á skin og skúrir en trú hans á félagið var ætíð til staðar.
Því var það mjög gleðilegt að daginn áður en hann lést unnu
handknattleikskonur Vals sigur í bikarkeppninni í handknattleik
og undirstrikuðu enn og aftur að félagið er sigursælt og á glæsi-
legu íþróttafólki á að skipa, sem oftar en ekki keppir um sigur-
laun í sinni grein.
Þátttaka í starfi Vals og sigurgleði voru þau laun sem Páll
fékk einkum fyrir sitt framlag fyrir félagið. Hann bar silfur- og
gullmerki Vals og orðu félagsins úr gulli var hann sæmdur þegar
Valur hélt upp á 70 ára afmæli sitt árið 1981.
Öll þau ár sem Páll starfaði fyrir Val naut hann stuðnings eig-
inkonu sinnar Paulu Andreu Jónsdóttur og bama þeirra, enda
tekur enginn þátt í félagsstarfi með þeim hætti sem hann gerði
án mikils stuðnings fjölskyldunnar.
Fyrir hönd Knattspymufélagsins Vals færi ég Paulu, bömum
þeirra og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur.
Reynir Vignir, formaður
Valsblaðið 2000
61