Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 12

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 12
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200912 Evrópubúa en til dæmis Finna eða Frakka og hlýtur að skipta máli fyrir sambærilega sjálfs-/samvitund Íslendinga. um þjóðir og þjóðErnisstEfnu Þeim mörgu sem glímt hafa við að skilgreina hugtökin þjóð og þjóðernisstefnu hefur gengið afleitlega að ná samkomulagi um hvað búi að baki hvoru tveggja. Nóg hefur þó verið skrifað og skrafað síðustu áratugi. Viðteknar hugmyndir um að fólk sem talar sama tungumál, býr að svipaðri menningararfleifð og byggir sameiginlegt landssvæði myndi eina þjóð eru til dæmis langt frá því að spanna allt sviðið. Nefna má að Sviss- lendingar og Bandaríkjamenn líta á sig sem heildstæðar þjóðir og hafa hvorir tveggja ríka þjóðerniskennd en eru þó innbyrðis af ólíkum líffræðilegum/etnískum uppruna; báðar þjóðir tala nokkur ólík tungumál og hafa margvísleg trúarbrögð. Árið 1882 hélt frjálslyndur franskur trúarbragðafræðingur og þjóðernissinni, Ernest Renan að nafni, því fram að þjóðir væru fyrst og fremst „sálir“ eða „andlegt ástand“ („A nation is a soul, a spiritual principle“). Það sem einkenndi þær væri samstaða sem byggðist á sameiginlegum minningum og fórnum í fortíðinni, löngun til að lifa saman og vilji til að varðveita menningararfinn um aldur og ævi. Renan hafnaði því hins vegar að land, tunga, kynþáttur, sameiginlegir hagsmunir (þeirra á meðal hernaðar- hagsmunir) eða trúarbrögð dygðu ein og sér eða saman til þess að skilgreina þjóðir og samkennd þeirra (Renan, 1996). Ræða hans féll í grýtta jörð en hún átti sér meðal annars pólitískar rætur í þeirri staðreynd að Frakkar höfðu beðið ítrekaða ósigra fyrir næstu nágrönnum sínum í austri og mátt sjá á bak héruðunum Alsace og Lorraine til Þýskalands. Kenningar Renans eru um margt óljósar (Einar Már Jónsson, 2003). Þær færðu samt nýja vídd inn í fremur þrönga þjóðernisumræðu nítjándu aldar þar sem meðal annars var á ferð ákveðin kynþáttahyggja sem rekja má til sameiningar Þýskalands og ríkjandi hugmynda þarlendra heimspekinga og stjórnmálamanna. Áhersla Renans á sameiginlegar minningar er ekki eins áþreifanleg og það að leggja sameiginlega tungu, trú og/eða landsvæði til grundvallar. Hjá honum er hin huglæga skynjun aðalatriðið. Í meðförum Guðmundar Hálfdanarsonar prófessors hefur þessi afstaða Renans verið kölluð „huglæg, pólitísk eða einstaklingsbundin-frjálslynd þjóðernisstefna“ (Guðmundur Hálfdanarson, 1996, bls. 11). Frá Renan til samtímans er löng leið og þjóðernisstefna hefur verið skilgreind með ýmsum hætti. Guðmundur Hálfdanarson greindi meginlínur umræðunnar ágætlega með grein í Skírni árið 1996 þar sem hann hélt því fram að undir lok tuttugustu aldar nyti „pólitísk eða frjálslynd þjóðernisstefna í anda Renans mestrar hylli í Vestur-Evrópu, a.m.k. meðal stjórnvalda“ (1996, bls. 14). Gagnstæða stefnu kallar Guðmundur menn- ingarlega þjóðernisstefnu og rekur hana einkum til þýskra heimspekinga og sagn- fræðinga, þeirra Johanns G. Herder, Johanns G. Fichte og Heinrichs von Treitschke. Þeir lögðu allir mikið upp úr þjóðtungu sem samnefnara þjóðar og í meðförum hinna tveggja síðarnefndu leiddi það til samanburðar þjóða í millum með það að markmiði að sýna fram á yfirburði eins (í þeirra tilviki Þýskalands) gagnvart öðrum. landið er eitt – samfélagið er breitt/breytt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.