Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Síða 18
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200918
til við samleik þar í milli. Í þriðja lagi er hin póstmóderníska skilgreining sem leggur
áherslu á breytileikann, það að sjálfsvitundin taki sífellt mið af aðstæðum. Samkvæmt
þeim skilningi á einstaklingurinn völ á mörgum og margbreytilegum sjálfsmyndum
sem hann kýs sjálfur að vinna með út frá menningu og sögu umhverfis síns (Hall,
1990, 1992). Sú skilgreining virðist fremur losaraleg en felur í sér athyglisverða túlk-
unarmöguleika. Lítum á textabrot þar sem Hall ræðir vandann við að skilgreina hvað
það sé að vera karabískur, það er ættaður frá löndum í karabíska hafinu:
Nálgast má „menningarlega samvitund“ út frá tveimur sjónarhornum hið minnsta.
Samkvæmt fyrra sjónarhorninu er „menningarleg samvitund“ skilgreind sem heild-
stæð, sameiginleg menning; eins konar sameiginlegt „eitt og satt sjálf“ sem finna má
innan um fjölmörg önnur „sjálf“ sem rista grynnra og eru síður sjálfsprottin en er deilt
af fólki sem á sér sameiginlega sögu og uppruna. … Til er annað sjónarhorn á menn-
ingarlega samvitund og er það skylt hinu fyrra þó það sé um margt frábrugðið því. Þá
er gengið út frá því að enda þótt okkur svipi að ýmsu leyti til annarra megi jafnframt á
afgerandi sviðum finna djúpstæðan og mikilvægan mun á okkur og öðrum og að þessi
munur sé grunnur þess sem „við erum í raun“ eða öllu heldur – þar sem sagan hefur
skorist í leikinn – þess sem „við erum orðin að.“ … Í þessum síðari skilningi snýst menn-
ingarleg samvitund ekki síður um að „verða“ en að „vera“ og hún tilheyrir framtíðinni
síst minna en fortíðinni. Hún er ekki fyrirbæri sem þegar er til handan staðar, stundar,
menningar og sögunnar. Þvert á móti spretta menningarlegar samvitundir einhvers
staðar upp og eiga sér sögu. En, rétt eins og allt annað sem er sögulegs eðlis, eru þær
háðar stöðugum breytingum. Þannig eru þær ekki að eilífu njörvaðar niður í einhvers
konar frummynd fortíðar heldur eru þær einatt leiksoppar sögunnar, menningar og
valds. Að sama skapi eru þær ekki bundnar eingöngu við „endurheimt“ fortíðar sem
bíður uppgötvunar og mun, ef hún uppgötvast, festa sjálfsskilning okkar varanlega í
sessi. Nær er að segja að menningarlegar samvitundir feli í sér eins konar merkingu á
því hvernig frásagnir fortíðar staðsetja okkur með mismunandi hætti og því hvernig við
staðsetjum okkur sjálf í þessum frásögnum (Hall, 1990, bls. 223–225).6
landið er eitt – samfélagið er breitt/breytt
6 Á frummálinu: „There are at least two different ways of thinking about ‘cultural identity’. The first
position defines ‘cultural identity’ in terms of one, shared culture, a sort of collective ‘one true self’,
hiding inside the many other, more superficial or artificially imposed ‘selves’, which people with a
shared history and ancestry hold in common. … There is, however, a second, related but different
view of cultural identity. This second position recognises that, as well as the many points of simila-
rity, there are also critical points of deep and significant difference which constitute ‘what we really
are’; or rather – since history has intervened – ‘what we have become’. … Cultural identity, in this
second sense, is a matter of ‘becoming’ as well as of ‘being’. It belongs to the future as much as to
the past. It is not something which already exists, transcending place, time, history and culture.
Cultural identities come from somewhere, have histories. But, like everything which is historical,
they undergo constant transformation. Far from being eternally fixed in some essentialised past,
they are subject to the continuous ‘play’ of history, culture and power. Far from being grounded
in a mere ‘recovery’ of the past, which is waiting to be found, and which, when found, will secure
our sense of ourselves into eternity, identities are the names we give to the different ways we are
positioned by, and position ourselves within, the narratives of the past.“