Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 20

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Qupperneq 20
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200920 landið er eitt – samfélagið er breitt/breytt félög, stjórnmálaflokka o.s.frv. Með því að þessar stofnanir eiga sterk ítök meðal almennings skapast grundvöllur til skoðanaskipta og lýðræðislegra ákvarðana (í þeim samfélögum sem það á við) án þess að raskað sé meginskipan viðkomandi samfélags. Íslenskt þjóðfélag og íslensk samvitund er gott dæmi um þessa vitund sem kalla má réttarvitund á íslensku (legitimizing identity). Í öðru lagi sprettur samvitund upp á meðal þeirra sem finna sig minni máttar eða • útundan á grundvelli sögulegra, landfræðilegra eða líffræðilegra forsendna. Þetta getur til dæmis átt við suma trúarhópa eða íbúa tiltekinna svæða. Við slíkar aðstæð- ur skapast viðnámsvitund (resistance identity) viðkomandi hópa sem leitast við að skýra og skerpa sérkenni sín í þeim tilgangi að efla samstöðu sína og samkennd. Í þriðja lagi er það sem nefna má • viðfangsvitund (project identity). Hún verður til þegar kenningum er beitt til að endurskilgreina stöðu þjóðfélagshópa með það að markmiði að breyta samfélagsgerðinni. Dæmi Castells um þetta er það þegar fem- ínisminn hættir að láta sér nægja að berjast fyrir réttindum kvenna, heldur beitir sér gegn feðraveldinu í heild sinni og hefðbundnu fjölskyldumynstri (Castells, 1997). Castells heldur því fram að viðnámsvitundin sé kröftugust vitundanna þriggja í sam- félögum nútímans, ekki síst vegna miðstýringar á mörgum sviðum og tilhneigingar til hnattvæðingar. Þar hefur hann bæði í huga alþjóðaviðskipti og samvinnu á sviði stjórnmála, en einnig og ekki síður hvernig tölvusamskipti hafa galopnað landamæri milli þeirra sem vilja og geta nýtt sér slíkt. Þegar rúmið er orðið of vítt vex þörfin fyrir eitthvað nærtækara og skiljanlegra, ella missum við fótanna. Svæðisvitund styrkist því á breytingatímum, hún er svar við hinu fjarlæga og breytilega og hún snýst oft um að verja og vernda sameiginlega sögu, náttúru eða mannvirki. Svæðið og svæðissam- félagið verða að uppsprettu og farvegi nýrrar samvitundar sem dafnar í heimahögum og styrkir íbúana í veröld sem breytist hratt og oft ófyrirsjáanlega. Það er auðvelt að taka undir skoðanir Manuels Castells þótt erfiðara sé að færa fram beinan rökstuðning. Það má samt ímynda sér sveitarfélag eða landfræðilega afmarkaða byggð. Íbúarnir hafa allir sín sérkenni og sérstaka sjálfsvitund. Þeir eiga sér fjölskyldur og heimili sem öll hafa sína siði, venjur og hefðir. Hver fjölskylda er hluti af ætt eða ættum og hefur þar með ákveðna ættarvitund. Þá er rúm fyrir inn- byrðis samjöfnuð/meting á milli einstaklinga, heimila og sveitarhluta. Saman hafa íbúar sveitarfélagsins nokkur verkefni, svo sem rekstur skóla og fjallskil. Einnig er sameiginlegt félagslíf á borð við kirkjulegt starf, kórstarf og þorrablót. Vel má ímynda sér að í sveitinni séu ungmennafélag, kvenfélag og ef til vill fleiri félög. Af öllu þessu verður til sveitar- eða byggðarvitund sem á ytra byrðinu markast af formlegum skil- um á milli sveitarfélaga og/eða náttúrulegum aðstæðum einum saman. Það að vera Svarfdælingur eða Súðvíkingur verður ákveðinnar merkingar, svo dæmi séu nefnd. Í öllum megindráttum verða mynstur þessarar gerðar víða til og á milli byggða verður stundum samjöfnuður þótt sameiginleg verkefni og hefðir tengi þær líka saman. Sumt er formlegt, til dæmis samstarf um menntamál og samgöngumál. Annað er huglægt og hvílir alfarið á menningarlegum forsendum. Dæmi um slíkt er Sæluvikan, árleg héraðsskemmtun Skagfirðinga. Af verður samvitund sem tengir íbúa heilla byggð- arlaga saman, samvitund sem eðlilegast er að kalla héraðsvitund.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.