Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 40

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Side 40
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200940 frístUndaheimil i fyrir 6–9 ára börn í reykvískU skólastarfi í nokkrum skólum fyrir börn á skólaaldri sem áttu við ýmsa erfiðleika að stríða, en með tilkomu skóladagvistanna var þeim síðar lokað. Í lok níunda áratugarins var enn ekki búið að uppfylla helminginn af þeirri vistunarþörf sem mæld hafði verið árið 1970 – meirihluta fjölskyldna stóð ekki þjónusta skóladagheimila til boða. Tvær kann- anir á stöðu ungra grunnskólabarna veturinn 1991–1992 leiddu í ljós að stór hluti sex, átta og níu ára skólabarna var einn og eftirlitslaus heima, eða á ábyrgð eldri systkina (Hrönn Pálmadóttir og Jóhanna Rútsdóttir, 1992; Matthildur Guðmundsdóttir, 1994). Þessar niðurstöður ýttu við ráðamönnum og almenningi og urðu til þess að heilsdags- skólinn leit dagsins ljós. Lítið sem ekkert samráð var haft við fóstrur vegna þessara breytinga og er ljóst að andstaða var töluverð meðal þeirra enda töldu margar þeirra mikilvægt að halda starfsemi skóladagheimilanna áfram (Brynja Tomer, 1994; Dagrún Ársælsdóttir, 1994; Valborg S. Böðvarsdóttir, 1994). Aðrir bentu á að a) skóladagheim- ilin væru óhagkvæm í rekstri og kæmu alls ekki til móts við þann fjölda barna sem þyrfti á dagvistun að halda og b) að þjónusta við grunnskólabörn ætti heima inn- an skólans (Sigríður Sigurðardóttir, 1994). Starfsemi skóladagheimilanna leið smám saman undir lok með tilkomu heilsdagsskólans í Reykjavík; rekstri síðustu fjögurra skóladagheimilanna var hætt haustið 1997, en í húsakynnum flestra þeirra tók við starfsemi leikskóla. Fagleg þekking fóstra virðist því alls ekki hafa fylgt starfseminni inn á nýtt svið, þ.e. grunnskólann. Lengd viðvera og skóladagvist 1993–2003. Heilsdagsskólinn Annað tímabil í þróun frístundaheimilanna byrjaði með stofnun heilsdagsskólans sem síðar þróaðist í skóladagvistir eða svokallaða lengda viðveru. Á níunda áratug 20. aldar voru allflestir skólar tvísetnir og skóladagur yngstu skólabarna einungis 2−3 tímar á dag. Mikil umræða varð meðal skólafólks og almennings um þörfina á því að einsetja skóla með það að markmiði að skapa samfelldan skóladag fyrir nemendur, ekki síst yngstu börnin (Jón Torfi Jónasson, 1989). Litið var á einsetningu skóla og lengingu skóladags sem nauðsynleg skref til þess að koma til móts við breyttar þarfir foreldra í nútímasamfélagi og var markmiðið m.a. að koma í veg fyrir „los og rótleysi“ í lífi barna (Jón Torfi Jónasson, 1989). Grunnskólinn tók gagngerum breytingum á síð- ustu árum 20. aldar, skóladagur barna lengdist til muna með tilheyrandi breytingum á innra starfi skólanna sem fóru um leið að axla meiri ábyrgð á uppeldi og umönnun yngstu barnanna. Árni Sigfússon, þáverandi formaður skólamálaráðs Reykjavíkurborgar, átti drjúg- an þátt í því að Heilsdagsskólinn varð að veruleika. Hann taldi æskilegt að „auk lög- skipaðrar kennslu verði í skólanum boðin fræðsla, aðstoð við heimanám og holl tóm- stundaiðkun“ (Árni Sigfússon, 1992). Hafa ber í huga að nokkur reynsla var komin á rekstur bæði athvarfa og skóladagheimila innan skólanna og vann hópur skólastjóra að málinu í samvinnu við Árna. Gerð var tilraun á vegum Skólamálaráðs Reykjavík- ur um rekstur Heilsdagsskóla í fimm skólum veturinn 1992–1993. Þjónustan fólst í því að boðið var upp á vistun fyrir 6–9 ára börn bæði að morgni og einnig eftir að skóla lauk til 17:15 á „eins konar skóladagheimili“ (Fræðsluráð Reykjavíkur, 1997). Markmiðin voru þrenns konar: a) að bjóða foreldrum val um samfellda þjónustu frá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.