Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 44

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 44
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200944 frístUndaheimil i fyrir 6–9 ára börn í reykvískU skólastarfi að sinna starfinu. Líkt og flestar skipulagsbreytingar var tilfærslan umdeild. Sumir skólastjórnendur tóku breytingunum vel, en aðrir vildu heldur bera sjálfir ábyrgð á allri uppeldisstarfsemi sem færi fram innan veggja skólans. Verkefnastjóri sem bar faglega ábyrgð á verkefninu og stefnumótun þess var ráð- inn til ÍTR árið 2002. Starfsemin átti sér enga sérstaka lagastoð og mótun hennar var í höndum starfsfólksins. Sú staða hefur ekki breyst. Við öll heimilin voru ráðnir umsjónarmenn í fullt starf og komu sumir þeirra úr hópi fyrri umsjónarmanna þó að flestir kysu að láta af störfum (Steingerður Kristjánsdóttir munnleg heimild, 14. október 2008). Í hverju hverfi var ráðinn deildarstjóri barnastarfs við frístundamið- stöð hverfisins til að hafa faglegt eftirlit með starfinu, stýra fundum umsjónarmanna og vera þeim innan handar við lausn bæði stærri og smærri mála. Deildarstjórar barnastarfs ásamt umsjónarmönnum frístundaheimila mótuðu í sameiningu megin- markmið starfsins og var fundað reglulega bæði innan og utan hvers hverfis. Einnig hefur sá hópur ásamt öðrum starfsmönnum farið í reglubundnar kynnisferðir til Norðurlanda þar sem safnað hefur verið í þekkingarsarpinn og leitast við að flytja inn góðar hugmyndir (Steingerður Kristjánsdóttir munnleg heimild, 14. október 2008). Þá hóf Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar (ÍTR) strax markvissa fræðslu fyrir starfsmenn, bæði stjórnendur og almenna starfsmenn. Frá upphafi var gert ráð fyrir að allir nýir starfsmenn sæktu grunnfræðslunámskeið um starf á frístundaheim- ili ásamt því að sitja skyndihjálparnámskeið. Á hverjum vetri býður ÍTR upp á ýmis námskeið í skapandi starfi með börnum, svo sem um barnalýðræði, myndlist, tónlist og leiki með börnum (Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar, 2007). Þá hefur ÍTR gefið út Starfsmannahandbók frístundaheimila (Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir og Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2006) og Foreldrahandbók frístundaheimila (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2007), en bæði ritin má nálgast á heimasíðu ÍTR, www.itr.is. Umsjónarmenn bera ábyrgð á daglegu starfi og skipuleggja hópastarf og valsvæði í samstarfi við aðra starfsmenn (Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir og Kolbrún Þ. Páls- dóttir, 2006). Þeir halda úti heimasíðu með upplýsingum um daglegt starf og leggja áherslu á gott samstarf við foreldra (Kolbrún Þ. Pálsdóttir, 2007). Áhugasamur og kraftmikill hópur ófaglærðra og faglærðra starfsmanna virðist bera starfsemina uppi þó að þeir mæti oft skilningsleysi, aðstaða sé sums staðar óviðunandi og vinnuálag oft mikið vegna manneklu. Ekki fengust hjá Reykjavíkurborg upplýsingar um bakgrunn starfsmanna, svo sem menntun, aldur eða kyn. Athugun á sögu frístundaheimila hefur leitt í ljós að visst rof hefur verið í fagþróun, m.a. vegna þess að ekki hafa skapast nægilega góð skilyrði fyrir menntun og uppvöxt fagstéttar sem beri ábyrgð á að þróa og móta starfið. Velta má fyrir sér hvort sá grund- völlur skapist nú, með tilkomu náms í tómstundafræðum sem hófst við Kennarahá- skóla Íslands árið 2001, en enn sem komið er hafa einungis 39 nemendur útskrifast frá KHÍ (nú Menntavísindasvið HÍ) með BA-gráðu í tómstundafræðum. Námið veitir ekki starfsréttindi og er enn í þróun. Innan grunnskólanna er lítil hefð fyrir starfi tóm- stundafræðinga. En nú hefur verið stofnað félag fagfólks í frítímaþjónustu sem leitast við að efla fagvitund og samheldni starfsfólks í þessari grein (Félag fagfólks í frítíma- þjónustu, e.d.). Hér er því að fæðast ný fagstétt í íslensku uppeldis- og skólakerfi, sem þarfnast stuðnings og athygli stjórnvalda til að ná þroska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.