Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 55

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Blaðsíða 55
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 55 kolbrÚn Þ. pálsdóttir 2006a, 2006b). Sóknarfæri eru fólgin í því að líta á frístundaheimilið sem mikilvægan þátt í að brúa bilið milli skólastiganna. Umræða um samþættingu skóla og frístundastarfs meðal Reykvíkinga hefur snúist um að gera eigi börnum kleift að ljúka þátttöku í skipulögðum tómstundum á milli kl. 14 og 17 á daginn, m.a. í því skyni að draga úr ferðum foreldra með þau. Ef til vill væri nær að gefa gaum þeirri starfsemi sem fer fram innan frístundaheimila og skóladagvista og finna leiðir til að efla starfið með börnunum enn frekar. Frístunda- heimilið á ekki að vera stoppistöð barna sem þeytast af íþróttaæfingu yfir í tónlistar- skólann, heldur á það að vera barninu skjól og uppeldisstofnun sem hlúir að alhliða þroska þess og vellíðan. Tímabært er að bera stöðu frístundaheimila saman við stöðu leikskólans sem með lögum um leikskóla árið 1994 varð formlega fyrsta skólastigið í kjölfar almennrar viðurkenningar ráðamanna og almennings á uppeldis- og mennta- gildi leikskólans (Bergur Felixson, 2007; Jón Torfi Jónasson, 2006). Er nú kallað eftir sambærilegri viðurkenningu stjórnvalda og samfélags á mikilvægi frístundaheimila. Rannsókn á stöðu frístundaheimila leiðir í ljós að í höfuðborg landsins, Reykjavík, á starfsemin sér sögu sem einkennist af hröðum breytingum og sívaxandi aðsókn barna og foreldra að þjónustunni. Erfitt er að nálgast upplýsingar um rekstur skóladagvista og frístundaheimila á landsbyggðinni. Hvorki menntamálaráðuneyti né samtök sveitarfélaga halda sérstaklega utan um upplýsingar um rekstur skóladagvista, frí- stundaheimila eða tómstundaheimila. Hér hefur verið sýnt fram á að tímabært sé að taka þetta viðfangsefni fastari tökum, bæði hvað varðar alla skipan mála og söfnun upplýsinga. Hin fjölmörgu 6–9 ára grunnskólabörn sem taka þátt í starfi skóladag- vista, lengdrar viðveru og frístundaheimila hér á landi eiga það skilið. þakkir Fjölmargir aðstoðuðu mig á einn eða annan hátt við samningu þessarar greinar og kann ég þeim öllum bestu þakkir. Sérstaklega þakka ég Auði Birgisdóttur, Jóni Frey Þórarinssyni, Jóni Torfa Jónassyni, Matthildi Guðmundsdóttur, Róberti H. Haralds- syni og Steingerði Kristjánsdóttur. Ritstjórn og ritrýnum Uppeldis og menntunar færi ég einnig þakkir fyrir góða leiðsögn. hEimildaskrá Allerup, P., Kaspersen, L., Langager, S. og Robenhagen, O. (2003). SFO og fritidshjem for de seks til niårige börn. Kaupmannahöfn: Danmarks Pædagogiske Universititets Forlag. Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir og Kolbrún Þ. Pálsdóttir. (2006). Starfsmannahandbók frístundaheimila. Reykjavík: Íþrótta- og tómstundasvið. Árni Sigfússon. (1992). Heilsdagsskóli. Minnisblað til meirihluta Skólamálaráðs, ÍTR, SDB og stjórnar Vinnuskólans frá Árna Sigfússyni, dags. 30 júlí 1992. Borgarskjalasafn. Málaskrá: Skólaskrifstofa Reykjavíkur. Askja 443.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.