Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 67

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 67
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 67 hafdís gUðJónsdóttir, Jóhanna karlsdóttir frásagnir kennara af árangursríkri kennslu er hægt að tryggja að þekking og reynsla berist á milli kennara, árganga og námsgreina (Guðjónsdóttir o.fl., 2007). Ef skólamenn- ing gerir ráð fyrir gagnrýnum samræðum meðal kennara um leiðir í þróunarstarfi aukast líkur á að hægt sé að hafa áhrif á viðhorf, stjórnun og skipulag skólastarfsins og framkvæmdin byggist síður á einföldum og yfirborðskenndum ákvörðunum (Lumby og Coleman, 2007; Ryan, 2006). Viðhorf gagnvart nemendum með námserfiðleika og áhersla á félagslega þáttinn er mikilvæg (Farrell, 1997; Hunt og Goetz, 1997). Niðurstöður Evrópumiðstöðvar um þróun í sérkennslu eru á svipuðum nótum, en þar kemur fram að viðhorf kennara til nemenda og mismunandi getu þeirra getur skipt sköpum um hvernig til tekst með menntun án aðgreiningar. Þó að jákvæð viðhorf ein og sér dugi ekki til vinnst ekkert með starfsmanni sem ekki er tilbúinn að opna bekkinn eða námshópinn sinn fyrir öllum nemendum (Meijer, 2003, 2005). Idol (2006) hefur bent á að kennarar eru oftast hlynntir hugmyndum um skóla án aðgreiningar en þegar kemur að nemendum með hegðunarerfiðleika, sem trufla kennslu, breytast viðhorf þeirra. Kennarar þurfa aðstoð við að rýna í kennslu sína, greina á milli nemenda og láta ekki nemendur sem trufla kennslu standa í vegi fyrir þróun skóla án aðgreiningar. Þeir þurfa stuðning við að leita úrræða eða leiða til að bregðast við nemendum sem eiga í erfiðleikum með hegðun (Idol, 2006). Samstarf við foreldra er ein af forsendum þess að skóli án aðgreiningar geti þró- ast með virkum hætti (Meijer, 2003). Þetta samstarf þarf að vera gagnvirkt. Þekking og skilningur á nærsamfélagi nemenda gefur kennurum tækifæri til að skipuleggja kennslu sem byggð er á upplýsingum og ábendingum frá fjölskyldum þeirra og vin- um (Kliewer, 2008). Hugmyndir um skóla og nám án aðgreiningar snúast um breytingar á menntakerfi og skólum þannig að hægt sé að þjóna öllum nemendum. Þess vegna er nám án að- greiningar ferli sem skólar og skólayfirvöld ganga í gegnum þegar skóli fyrir alla er þróaður. Breytingin á sér ekki stað í eitt skipti fyrir öll, hún er þróunarferli sem er í stöðugri endurskoðun og endurnýjun (Booth og Ainscow, 1998; Loreman, Deppeler og Harvey, 2005; O’Brian og O’Brian, 1996). aðfErð Til að kanna hvernig stefna skóla um menntun án aðgreiningar birtist í stefnuskjölum sveitarfélaga og skóla var ákveðið að afmarka rannsóknina við efni á heimasíðum sveitarfélaga og skóla. Fyrst voru athugaðar heimasíður fjögurra fjölmennustu sveitar- félaga landsins, þ.e. þriggja á höfuðborgarsvæðinu og eins á Norðurlandi. Aðeins þrjú þeirra birta skólastefnu sína á heimasíðu sinni. Næsta skref fólst í því að skoða stefnu og starfsáætlanir grunnskóla í þessum fjórum sveitarfélögum. Alls eru í þeim 73 grunnskólar og fundum við heimasíður 68 skóla. Við skoðuðum heimasíðurnar á vorönn 2008 til að afla upplýsinga um það sem kemur fram um stefnu þeirra um skóla án aðgreiningar og hvernig skólar framfylgja lögum, reglugerðum og stefnuskrám frá sveitarfélögum og menntamálayfirvöldum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.