Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Page 84
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/200984
„Þetta er spennandi... og gefUr mikla mögUleika“
legra umræðna og vekur nemendur til betri vitundar um möguleika á sviði nýsköp-
unar.
Myndlist og upplýsingatækni
Tölvur þykja henta vel í myndlist, hvort sem er til notkunar fyrir listamenn, í atvinnu-
greinum sem tengjast listum eða við kennslu í skólum. Í íslenskri rannsókn á áherslum
tólf myndlistarkennara í grunnskólum kom fram að tölvur væru mjög áhugaverður
miðill í myndlistarkennslu og það talið nauðsynlegt, í takt við nýja tíma, að leggja
áherslu á að nýta þær sem verkfæri í myndlistarkennslunni. Samkvæmt niðurstöðum
Jóhönnu Ingimarsdóttur eru fáar náms greinar sem gætu haft jafn mikinn hag af notkun
tækninnar og myndlistarkennslan (Jóhanna Þórunn Ingimarsdóttir, 2000). Höfundur
annarrar rannsóknar telur notkun tölvu- og upplýsingatækni henta sérlega vel til list-
sköpunar, til upplýsingaleitar um myndlist og til að skoða listaverk í sögulegu, félags-
legu og menningarlegu samhengi. Tæknin geti á þann hátt stuðlað að víðtæku tölvu-
og tæknilæsi nemenda, en það samræmist algerlega markmiðum myndlistarkennslu í
grunnskólum (Ásthildur Björg Jónsdóttir, 2003).
Með tölvu- og upplýsingatækni hafa aðstæður breyst og nú er auðveldara að nálg-
ast margs konar upplýsingar um listaverk, listamenn, listastefnur og hvaðeina sem
tengist listasögukennslu en áður var (Wang, 2002). Þetta geta verið upplýsingar í
formi texta, mynda, myndskeiða af sögulegum atburðum, og öðru sem ekki er hægt
að nálgast á prentuðu máli í bókum. Slík framsetning er talin auka umfang upplýsing-
anna, þannig að nemendur lesi ekki aðeins textann heldur geti á vissan hátt upplifað
atburðina (Walling, 2001).
Erlendis eru menn heldur ekki í vafa um mikilvægi og möguleika tölvu- og upp-
lýsingatækninnar í myndlist, hvort sem um er að ræða skapandi vinnu, upplýsinga-
öflun í tengslum við söguleg atriði eða fagurfræðilegar umræður og listgagn rýni. Frá
fagurfræðilegu sjónarhorni þykja framsetningarform upplýsinga tækninnar og miðlar
hennar byggðir á listrænum grunni myndlista (Gouzouasis, 2006).
Líklegt má telja að miðillinn sem er notaður hafi áhrif á úrvinnslu möguleika mynd-
sköpunar hverju sinni (Rogers, 1997), en engin tækni hefur áhrif á hugmyndirnar sjálfar
þó að útfærslan markist af þeirri tækni sem unnið er með. Þetta hafa þeir séð sem
unnið hafa sama myndefni í margs konar efnivið og tækni. Ekki er talið líklegt að nýja
tæknin muni ýta eldri aðferðum til hliðar því að listamenn munu alltaf halda áfram að
mála og teikna (Wang, 2002).
Í niðurstöðum rannsóknar á notkun upplýsingatækni í listasögu kennslu kom fram
að gagnvirk margmiðlun gæfi möguleika á námsumhverfi sem ekki er í boði á öðrum
vettvangi (Taylor og Carpenter, 2005). Mikilvægur þáttur í því tilliti er að sleppt sé
línulegri umfjöllun um efnið og nemendur geti ráðið hvað þeir skoða og hvenær. Það
textaform sem vefræn framsetning byggist á er talið líkja mjög eftir námsferli heilans,
ekki ósvipað því þegar við reikum fram og til baka í umræðum (Popovich, 2006).
Gagnvirk margmiðlun hefur víða verið rannsökuð og er talin vera mjög virkt form
til náms. Þetta framsetningarform námsefnis hefur verið tengt vitsmunasálfræði þar
sem unnið er út frá kenningum um það hvernig nemendur nálgast og tileinka sér