Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Síða 107

Uppeldi og menntun - 01.01.2009, Síða 107
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 18(1)/2009 107 g U n n a r e . f i n n bo gaso n Bæði þessi ákvæði undirstrika rétt nemenda til að hafa áhrif á þá þætti sem þá • varðar sérstaklega. Rannsóknir sýna að þrátt fyrir þetta telja nemendur sig hafa lítil áhrif á starf skólans en um leið er ljós vilji þeirra til að hafa meira um hlutina að segja. Til að viðhalda lýðræðinu í skólanum og þróa það er mikilvægt að nemendur • taki þátt í hinni formlegu ákvörðunartöku eins og í t.d. í skólaráði. En þátttaka í hinu formlega ákvörðunarferli er ekki nægjanleg. Nemendur þurfa að geta haft áhrif á daglegt starf og á eigið nám ef þeir eiga að geta borið ábyrgð á því. Ef nemendur eiga að hafa áhrif á skólastarfið í heild, og þar með á inntak kennsl-• unnar, er augljóst að hið uppeldis- og kennslufræðilega starf þarf að taka breyt- ingum. Ýmis rök styðja aukin áhrif nemenda á ákvarðanir um skólastarf. Í fyrsta lagi telst það til mannréttinda að geta haft áhrif á sína daglegu vinnu. Þetta á við um hina fullorðnu í atvinnulífinu og þetta á einnig við um börn og unglinga í skólanum. Í öðru lagi snýst þetta um lýðræðislegt uppeldi, lýðræðið vinnst ekki í eitt skipti fyrir öll. Það er stöð- ugt verkefni og á hverjum tíma þarf að vinna að því og þróa það. Ef börn og unglingar venjast því að vera tekin alvarlega af hinum fullorðnu, taka þátt í ákvörðunum og bera ábyrgð á skólastarfinu, munu þau gera kröfu til þess að fá að vera þátttakendur þegar þau yfirgefa skólann og verða reiðubúnari að bera ábyrgð. Þau verða einnig komin með reynslu af samvinnu og ákvörðunartöku. Í þriðja lagi er það spurningin um að hafa áhrif á eigið nám. Menntarannsóknir síðustu tuttugu ára hafa sýnt fram á það, á sannfærandi hátt, að einstaklingurinn verður að hafa áhuga og vera virkur þátt- takandi í því sem hann nemur til að þekkingin öðlist merkingu og búi áfram í huga hans (Säljö, R. 2000). Það styður einnig þetta sjónarmið að nemendur vita best sjálfir hvernig þeir starfa í skólanum og hvaða aðferðir henta þeim best og hafa sjálfstæðar skoðanir á því hvaða námsefni þau telja gagnist þeim best. Að læra með öðrum Maðurinn lærir í samskiptum við aðra, með því að fást við mynd annarra af veru- leikanum mótast eigin mynd. Franski rithöfundurinn Marie Cardinal (1982, bls. 12) hefur orðað þessa sýn á samræður á eftirfarandi hátt: „Þegar ég tala við þig þá er ég ekki búin að hugsa til enda og tala síðan. Ég hugsa um leið og við tölum saman. Það sem þú segir og það sem ég segi er hráefni í hugsunarferli sem á sér stað okkar á milli.“ Nemandinn í skólanum tileinkar sér þekkingu í samræðum við samnemendur og kennara sinn. Þau ræða saman, verða meðvituð um að það sé hægt að sjá hlutina á ólíkan hátt, hægt sé að hafa ólíkan skilning á veruleikanum og ólíka reynslu. Á þenn- an hátt er hægt að byggja upp fjölbreytta og ríka þekkingu sem allir eiga hlutdeild í. Þessi sýn á samræður er mikilvægur jarðvegur fyrir lýðræðislega hugsun og vinnu- brögð. Heimurinn verður ekki ríkari af því að allir verði eins og hafi líkan skilning. Það auðgar tilveruna ef allir eru þátttakendur, með ólíka reynslu og nota ólíkar leiðir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.