Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 4
Þunguð kona er svæfö á sjúkra- húsi. Hún getur ekki hugsað sér að verða móðir eins og sakir standa. í legi hennar hvílir 12 vikna2 gamalt fóstur sem er í raun „fullkomin Á íslandi fæðast á milli 4000 og 5000 börn á ári. Á sama tíma eru á milli 900 og 1000 fóstur fjarlægð úr lífi mæðra sinna. manneskja í allri gerð og útliti nema það að hún er smágerð".3 Sérstakt áhald er notað til að víkka út leg- háls móðurinnar. Mjótt sogrör er því næst notað til aö soga 9 sentí- metra langt fóstrið út úr móður- lífinu. Fóstureyðing hefur átt sér stað. Lögin Á íslandi fæðast á milli 4000 og 5000 börn á ári. Á sama tíma eru á milli 900 og 1000 fóstur fjarlægð úr lífi mæðra sinna. Fóstureyðingar eru leyfðar samkvæmt lögum frá 1975 en voru þó fyrst leyfðar með lögum á íslandi árið 1935. Núgildandi lög leyfa fóstureyðingar að ákveðnum skilyrðum uppfyllt- um. í fyrsta lagi þegar ætla má, að þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu of erfið vegna óviðráðanlegra félagslegra ástæðna. T.d. ef konan býr við bágar heimilisaðstæður, ef skammt er liðið frá síðasta barnsburði hennar eða ef konan er ung. Hug- takið „óviðráðanlegar félagslegar ástæður" er afar teygjanlegt og samkvæmt dómi Hæstaréttar (dómur nr. 134/1997) ber að túlka það rúmt og það er því fyrst og fremst í valdi konunnar sjálfrar að ákveða hvort félagslegar aðstæður hennar séu „óviðráðanlegar". í öðru lagi leyfa lögin fóstur- eyðingar af læknisfræðilegum ástæðum. T.d. þegar ætla má, að heilsu konu, líkamlegri eða and- legri, sé hætta búin af áframhald- andi meðgöngu og fæðingu. 4

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.