Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 33

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 33
H Hrönn Svansdóttir Tommy Walker Þegar geisladiskurinn „Gold“ meö Crystal Lewis kom út fyrir nokkrum árum, þá var eitt lag sem vakti strax athygli mína. Það var lagið „Lord, I Belive in You“. Ég spilaði lagið aftur og aftur, sterkur boðskapur textans og grípandi lag- línan náðu sannarlega til hjartans. Ég tók ekki sérstaklega eftir því hver væri höfundur lagsins enda þekkti ég ekki til hans á þeim tima en þegar Gospelkór Fíladelfíu fór i tónleikaferð til Los Angeles þá breyttist það. Við heimsóttum kirkju þar sem maður að nafni Tommy Walker er lofgjörðarleiðtogi og sagt var að hann væri leiðandi í lofgjörð- artónlist í Bandaríkjunum. Þegar ég hlustaði á lofgjörðardiska sem ég fékk þar, þá komst ég að því að Tommy Walker á fjölda góðra laga og texta sem hitta mann beint í hjartastað. Tónleikarnir voru teknir upp í Regent University í fyrrasumar og diskurinn kom út síðastliðinn vetur. í kirkjunni hjá Tommy er fólk af öllum kynstofnum og kemur víðs vegar að úr heiminum og það kem- ur líka fram í tónlistinni. Diskurinn inniheldur 12 lög, flest eru þau eftir Tommy. Lögð er áhersla á að hægt sé að nota þau í almennum söng í kirkjunni og að lögin séu grípandi og flestum líki þau, óháð þvi hvaða bakgrunn fólkið hefur. Titillagið „Make it Glorious" fjallar um það að þegar við lofum Guð þá skulum við gera það vel, hann á aðeins skilið það besta. Það lag sem hefur talað einna mest til mín er lagið „Thank you for Loving Me“ og innihald lagsins er um frelsisverk Jesú Krists og er lagið þakkargjörð til Jesú. „Make it Glorious" er gefinn út á geisladiski og einnig á mynd- diski (DVD) og söngbók. Geisladiskar Tommys Walker hafa verið vinsælir og sala þeirra fjármagnar lofgjörðarnámskeið og ráðstefnur sem hann og hljómsveit hans halda víðs vegar um heiminn og hver veit nema við getum boðið upp á eitt slíkt hér á íslandi. Höfundur er upplýsingafulltrúi og rekur auk þess netverslunina hljomar.is hljomar@hljomar.is Tommy Walker býr nú í Pasa- dena ásamt konu sinni Robin og fjórum börnum þeirra. Hann leiðir lofgjörð i kirkju sem heitir „Christian Assembly Church“ og hefur spilað með færustu tónlistarmönnunum í Los Angeles. Hann útskrifaðist árið 1982 úr „Christ for the Nations" með gráðu í hagnýtri guðfræði og árið 1987 útskrifaðist hann úr „Guitar Institute of Technology“ með prófgráðu í jazz og fusion. Hann hefur leitt lofgjörð, bæði á ráðstefnum hjá „The Promise Keep- ers“ (Mönnum með markmið) og „Harvest Crusade". Lagið hans „Mourning into Dancing" sem Ron Kenoly söng á geisladisknum „Lift Him Up“ hefur verið gefið út yfir 400 sinnum. Make it Glorious Nýjasti diskurinn frá Tommy Walker heitir „Make it Glorious". Diskurinn er samstarfsverkefni CBN sjónvarpsstöðvarinnar, Integrity Music og Tommy Walker. 33

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.