Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 10
í Utah í Bandaríkjunum kvað alríkis- dómstóllinn upp í janúar sl. að dráp á ófæddu barni á hvaða þroskastigi sem er, gæti leitt til morðákæru og dóms en dauði fósturs vegna fóstureyðingar var þó undanskilinn. í þeim löndum sem banna fóst- ureyðingar eru þær framkvæmdar ólöglega við misjafnan aðbúnað. Hvort ólöglegar fóstureyðingar á íslandi yrðu yfir 900 á ári ef þær yrðu bannaðar með lögum er ekki hægt að fullyrða neitt um enda ekkert sem bendir til þess að slíkt bann verði innleitt á næstunni. Þó má telja líklegt að ef svo færi myndi einhver hópur kvenna fara í ólög- legar fóstureyðingar. Þögnin Það má teljast með óiíkindum hve lítil opinber umræða fer fram á íslandi um fóstureyðingar í Ijósi þess að um 1000 líf skuli vera tekin árlega. Það er engu líkara en að samfélagið (þ.m.t. fjölmiðlar) veigri sér við að ræða þetta erfiða og viðkvæma mál. Sýkingar, óæskilegar blæðingar, sköddun vefja, ófrjósemi, vanlíðan, aukin hætta á brjóstakrabbameini og fleiri neikvæðar afleiðingar fóst- ureyðinga eru litið ræddar þrátt fyrir að kannanir sýni að hátt hlutfall kvenna þurfi að glíma við þær5. Tvískinnungur Ýmislegt í tengslum við fóstur- eyðingar er einkennilegt og ber vott um tvískinnung. Þeir sem reynt hafa árangurslaust að eignast börn hafa með biturri rödd bent á hve dýrt er að fara í glasafrjóvgun á meðan fóstureyðingar eru framkvæmdar mæðrum að kostnaðarlausu. Þannig er fólki í erfiðum aðstæðum gert erfitt fyrir að stuðla að nýju lífi en auðvelt að eyða lífi. í Utah í Bandaríkjunum kvað alríkisdómstóllinn upp í janúar sl. að dráp á ófæddu barni á hvaða þroskastigi sem er, gæti leitt til morðákæru og dóms en dauði fósturs vegna fóstureyðingar var þó undanskilinn. Fordómar? Sá sem er á móti fóstureyðing- um eða vill fækka þeim á það á hættu að vera stimplaður fordóma- fullur i garð kvenna sem látið hafa eyða ófæddum börnum sínum. I slíkum tilvikum virðist ekki skipta máli hvort sá með slíkar skoðanir hafi kynnt sér málið til hlítar og myndað sér síðan upplýsta afstöðu á þeim grunni. Hinu er ekki að neita að margar konur sem farið hafa í fóstureyð- ingu hafa beint og óbeint fengið fordæmingarorð í eyra frá andstæð- ingum fóstureyðinga. Sektarkennd 5 www.thinkaboutitonline.com - Vetur Focus on the Famity samtakanna um fóstureyöingar. 10

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.