Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 20

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 20
P'Jj Ragnar Gunnarsson Biblían í ólgusjó Er kominn tími til að kasta henni fyrir borð? Þeir voru komnir út á sjó, blessaðir sjómennirnir, þegar allt varð vitlaust. En með sínum ráðum komust þeir að þvi hver vandinn var. Jónas sjálfur vissi það ósköp vel. Ekki var um aðra leið að ræða en varpa honum útbyrðis. Þá myndi lygna. Eðlilega voru menn tregirtil, en svo endaði það með því að Jónas fór í sjóinn og friðurinn færðist yfir. Vera má að þessi frásaga sé ekki heppileg til að draga fram i umræðum um stöðu Biblíunnar okkar á meðal. Biblían biður ekki um að henni sé hent útbyrðis. Engu að siður eru raddir um að þar sé lausn að finna á þeim vandamálum sem kirkjan glímir við á okkar timum á sviði siðfræði og sálgæslu. Biblían í stormi Svo virðist sem það blási um kirkjuna og þá er ein hugsanleg lausn sú að varpa Biblíunni fyrir borð þar sem hún standi okkur fyrir þrifum, ekki síst í siðferðis- málum og einkum og sér í lagi um þá kröfu að samkynhneigðir fái hjónavígslu ríkis og kirkju. Umræðan gengur hjá sumum svo langt að þau vilja að rikið þvingi trú- félög landsins til að taka upp hjóna- vígslu samkynhneigðra. Trúfélögin, þar með talin þjóðkirkjan, byggja á ákveðnum grundvelli og hafa rétt til að hafa slíkan grundvöll þó ekki séu allir honum sammála. Enginn ætti að geta neytt kirkjuna til neins sem samræmist ekki grundvelli hennar. Öll umfjöllun Biblíunnar er um hjónaband karls og konu og þannig er líka 2000 ára hefð kirkjunnar. Ekki er ástæða til að taka tregðu til breytinga hvað þetta varðar sem fordæmingu á samkynhneigðum. í aldaraðir, í rauninni frá fyrstu áratugum kristninnar, hefur staðið barátta um Biblíuna. Ekki síst á það við um hvaða rit Nýja testamentis- ins eigi þar heima. Nóg hefur verið um talsmenn þess að önnur rit eigi þar jafnmikið, jafnvel enn frekar, heima. Þetta eru rit sem komu fram á sjónarsviðið á 2. öld og voruð mótuð af heimspekistefnu sem kennd er við gnóstík. Baráttan um Bibliuna komst i hámæli fyrir rúmri öld er Biblían var skoðuð með vægðarlausum augum vísindahyggjunnar og látin lúta sömu lögum og reglum og hvert annað mannlegt rit. Gjarnan gleymdist það að Biblían var ekki skrifuð sem náttúrufræði eða sagn- fræði í nútímamerkingu þeirra orða. Þar við bættist að allt sem ekki var unnt að prófa og sannreyna með aðferðum vísinda, t.d. með endur- teknum tilraunum, var gjarnan látið fjúka. Þar með eru talin lykilatriði eins og guðdómur Jesú, upprisa hans, kraftaverk og fleira. Með þessu töldu sumir sig vera að bjarga kirkjunni á tímum efahyggju og vísinda. Boðskapur og grund- völlur trúarinnar var aðlagaður kröfu samtímans. Erfitt er að sjá merki þess að þetta hafi eflt kirkjuna sem lifandi samfélag. Krafa samtímans Baráttan um Biblíuna heldur áfram. í nýútkomnu hefti Kirkju- ritsins birtist svipað viðhorf í grein Sólveigar Önnu Bóasdóttur guðfræðings. Þar gerir hún grein fyrir tveim meginstraumum kristin- na manna á sviði siðfræðinnar í aldanna rás. Annars vegar er það skynsemdarsiðfræði sem vísar til náttúrulögmálsins og höfundur telur áberandi í rómversk-kaþólskri siðfræði. Hins vegar er það opin- berunarsiðfræði þar sem áherslan er á heilaga ritningu sem sé „hinn uprunalegi og réttmæti vintisburður um guðlega opinberun, sé sjálft Guðs orð,“ svo notuð séu orð guð- fræðingsins Karls Barth. Er hann tekinn sem dæmi um þessa afstöðu sem hefur verið ráðandi á meðal margra evangelískra manna og mótmælenda. Sólveig Anna tekur einnig dæmi úr ritum Lúthers sem tala á þessum nótum. Sjálf lítur hún svo á að þessi hugsun kalli á óvirkni manneskjunnar gagnvart Guði og að stutt sé frá þessari hug- sun að manneskjan sé i raun ein- skis virði. Ef sú hugsun ertileinkuð Lúther hefur eitthvað gleymst af bókunum hans og gleymst að skoða þá grundvallarhugsun sem býr að baki hjá honum með aðgreiningu lögmáls og fagnaðar- erindis. Rit hans Um góöu verkin er t.d. mjög langt frá því að hvetja til óvirkni. Sólveig Anna telur vanrækslu við aðrar heimildir en Biblíuna að miklu leyti ástæðu þess að málefni sam- kynhneigðra skuli ekki komin lengra. Hún telur þessa áherslu halda málefninu samkynhneigð i gíslingu í kirkjulegu samhengi. Hún leggur til að við yfirgefum „boð- orðakenninguna", þar sem maður- inn er að hennar mati eins og tómt rör sem bíður eftir orðum Guðs að ofan, en láti vera að hugsa sjálfur. Hún vill leggja áherslu á túlkunina í ríkari mæli og leggja til hliðar „hina guðlegu, biblíulegu opinberun sem kennivald og grundvöll siðfræð- innar.“ Ástæða sé til að nýta sér skynsemi okkar mannanna í ríkari mæli án þess að feta veg rómversk- kaþólskra. Trúlega er hugsunin sú að „hinsegin túlkun" á textum Biblíunnar sé skynsamlegri en hin hefðbunda. Ekki verður annað séð en að krafa um hjónaband samkyn- hneigðra og kirkjulega vígslu hennar sé svo mikilvæg og marki svo mikla neyð að Biblian eigi að víkja. Að

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.