Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 35

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 35
Bæn Jaebesar væntanleg á íslensku k W. / í PR Thc h m :/}4bez •/ r*„ . 1 '•'ifB r U/ 'f K u W'lK C j; í N s O fv Nú í haust, nánar tiltekið í byrjun nóvember, mun bókaútgáfan Salt ehf gefa út bókina Bæn Jaebesar eftir Bruce Wilkinson. Bók þessi hefur á undanförnum árum selst í stóru upplagi víða um heim og var hún um tíma á metsölubókalista New York Times. Höfundur bókarinnar lýsir reynslu sinni af því að fara með bæn Jaebesar, sem oft hafi gleymst, því hún leynist í ættartölunum í fyrstu níu köflum 1. Króníkubókar i Gamla testamentinu. Bæn Jaebesar er bæn um blessun, að Drottinn auki við land hans, að hönd Drottins sé með honum og að öllu böli sé bægt frá honum svo hann þurfi ekki að líða kvalir. (1. Kron. 4.9). Wilkinson fer i hvern lið þessarar bænar og hvetur lesandann til að gera þessa bæn að sinni um leið og hann útskýrir hvað hver og ein bæn felur í sér. Bænin um að Guð blessi okkur virðist vera sjálfhverf og eigingjörn, en höfundur bendir á að Guð viiji blessa okkur og að líf okkar verði öðrum til blessunar. Bænin um aukið landsvæði er bæn um að auka áhrifasvæði sitt Guði til dýrðar. Bænin um að hönd Guðs sé með okkur í öllu okkar verki er mikilvæg fyrir okkur sjálf og fyrir Guð sem vill leiða okkurtil réttra verka. Einnig er mikilvægt að biðja um varðveislu Guðs, enda það sem gert er í bæn Drottins og víðar í Biblíunni. Bókin er vitnisburður um það hvernig llf höfundar hefur færst nær þvi að vera I takt við vilja Guðs við það að hann hefur beðið þessarar bænar. Hann hvetur lesandann til þess að gera slíkt hið sama, biðja þessarar bænar og vænta þess að Guð fái unnið meira í lífi hans og að þjónustan við Drottin verði árangursrikari. Höfundur bókarinnar er einkum þekktur fyrir frumkvöðlastarf sitt fyrir verkefnið Walk Through the Bible - eða Biblíugönguna. Það er von útgefenda að bókin verði hvatning til bænar og blessun mörg- um til handa. Biblíuskólinn við Holtaveg — námskeið á haustmisseri 2004 fllfa-námskeið I oa II eru hafin og er kennt á mánudagskvöldum kl. 19-22. Þekktu Biblíuna betur eru fræðslukvöld um rit Biblíunnar, síðasta fimmtudag hvers mánaðar kl. 20-22. Aðgangur er ókeypis: 30. september: 2. Korintubréf. Kristín Bjarnadóttir. 28. október: Jósúa-og Dómarabækurnar. sr. íris Kristjánsdóttir. 25. nóvember: Efesusbréfið: Skúli Svavarsson. 27. janúar: Opinberunarbókin: sr. Ragnar Gunnarsson. 24. febrúar: Prédikarinn: Kristín Sverrisdóttir. Námskeið um náðaraiafirnar verður haldið laugardagana 9. og 16. október kl. 10-15. Leiðbeinandi: sr. Kjartan Jónsson. Ætlunin er að halda tiármálanámskeið nú á haustmánuðum. Um er að ræða eitt kvöld þar sem farið verður í fjármál heimilanna o.fl. Kynning á Tólfsporanámskeiði verður þriðjudaginn 28. september kl. 17:30 í húsi KFUM og K á Holtavegi 28. Haldið áfram vikulega á sama tíma í vetur. Skráning og upplýsingar í síma 588 8899, á www.biblíuskoli.krist.is eða með tölvupósti á skrifstofa@krist.is. Náð til Irana á þeirra eigin tungumáli í september voru tvö ár síðan íranska kristilega útvarpsfélagiö (Iranian Christian Broadcasting - ICB) og kristilega sjónvarps- stöðin SAT-7 hófu sendingar til írans á farsi- máli. Formaður ICB sagði af því tilefni: „Við erum afar þakklát Guði fyrir þessi tímamót. Þegar við fórum af stað voru margir til að hlæja að hugmyndinni um kristilegar send- ingar um gervihnött til írans. Þeirtöldu þetta vera óframkvæmanlegt og of dýrt. En starfiö er nú tveimur árum síðar i vexti.“ Upphaflega var aðeins send út dagskrá einn klukkutíma á viku til írans, Afganistans og Tajikistans. Nú er send út fjölbreytt dag- skrá tvo tíma á dag. Henni er fylgt eftir með ráðgjöf þar sem stuðst er við síma, bréfapóst og tölvupóst. Gleðin er ekki síst yfir því að geta horft á kristilega dagskrá á tungumáli sem áhorfendur skilja. Kristið fólk kemur saman á heimilum þar sem móttökubúnaður er fyrir hendi og fylgist með og heldur þannig sínar samkomur. Lesendabréf og símtöl tjá mikið þakklæti fyrir framtakið og hversu mikill stuðningur sé í þessari dagskrá. M.a. hefur áhorfandi í nágrenni Kabúl í Afganistan haft samband. Áætlað er að farsimælandi kristið folk sé um 175 þúsund í og kringum íran. Mörg þeirra eru i brýnni þörf fyrir hvatningu og fræðslu sem ekki er unnt að mæta nema með sjónvarpsdagskrá um gervihnött. Dagskráin er fjölbreytt, tónlistarmyndbönd, barnadagskrá, unglingadagskrá, fræðsla fyrir fullorðna og fleira. Þættirnir eru framleiddir af farsimælandi fólki frá íran, Evrópu og Norður- Ameríku. Fjölmennt á Jesú- degi í Berlín Sunnuaginn 12. september var haldinn hátíðlegur sem Jesú-dagur af kristnu fólki úr ýmsum kirkjudeildum i Berlín í Þýskalandi. Sérstök Jesú-dagskrá var í borginni og fjöl- menn Jesú-ganga um miðbæinn sem um 50 þúsund manns tóku þátt í. Hátíðin var þátt- takendum til hvatningar og uppörvunar og til að skapa samhug og einingu um það sem mestu skiptir þvert á allar kirkjudeildir og aðra bása sem fólk er gjarnan dregið i. 35

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.