Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 7
eru álíka miklar og lífslíkur fóstur- vísa á íslandi. Hver og einn hefur sínar skoð- anir á fóstureyðingum. Skoðanirnar eru síðan rökstuddar með mis- veigamiklum rökum. í bók sinni Pælingar segir Páll Skúlason að ósamkomulag manna í þessum efnum stafi oftast af því að „þeir hafa ekki krufið vandann sem skyldi og hafa bundið sig við tilteknar vafasamar skoðanir sem þeir sjá ekki út fyrir, eru jafnvel í því hugará- standi að þeim sé ómögulegt að sjá og meta nokkur rök.“ Þessi orð háskólarektors hljóta að vera okkur öllum hvatning til að reyna að brjóta málið til mergjar og meta rök með og á móti fóstur- eyðingum. Það verður vonandi til þess að við öðlumst aukinn skilning á viðfangsefninu og þar með aukna hæfni til þess að taka upplýsta afstöðu til þessa vandamáls, eins og Páll kallar fóstureyðingar. Móðirin Fylgjendur fóstureyðinga setja konuna gjarnan í miðju umræðunn- ar og réttlæta eyðingu vegna hags- muna móðurinnar. Fóstrið er þá skilgreint sem hluti af likama konunnar og konan sögð hafa fullan umráðarétt yfir líkama sínum. Ekki er þó þar með sagt að fylgjendur fóstureyðinga geri ekkert úr rétti fóstursins. í áðurnefndum bæklingi Lands- pítalans segir að fóstur hafi rétt en „ekki endilega sama rétt og lifandi manneskja" og þar sem móðirin er opinberlega lifandi manneskja - ólíkt fóstrinu - vega hagsmunir og réttur hennar þyngra en litla lífsins sem hún ber undir belti og því má hún eyða því. Karlaveldið Oft heyrast þær raddir að karl- menn sem eru á móti fóstur- eyðingum eða vilja takmarka þær séu karlrembur og kvennakúgarar. Dæmi um slik viðhorf má finna á heimasiðu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs en þar stendur: „Þrenging eða jafnvel algert bann á réttinum til fóstureyðingar er eitt mikilvægasta vopn karlveldisins til þess að hafa fulla stjórn á konum og kynlífi þeirra." Þetta eru stór orð og þótt í þeim kunni að leynast sannleikskorn er hvergi minnst á það að víða eru konur framarlega í flokki þeirra sem færa þung rök fyrir því að þrengja beri réttinn til fóstureyðinga. Hér hefur einnig gleymst að þegar frumvarp núgildandi fóstur- eyðingarlaga var borið undir ís- lensku þjóðina í könnun árið 1974 voru fleiri karlar en konur fylgjandi því. Og í sams konar könnun tíu Fóstrið er þá skilgreint sem hluti af líkama konunnar og konan sögð hafa fullan umráðarétt yfir líkama sínum. árum síðar reyndust karlar á ný meðmæltari fóstureyðingum en konur. Árið 1990 var svo lagt frumvarp fyrir Alþingi þess efnis að líf í móð- urlífi yrði friðheilagt. Frumvarpið sem aldrei varð að lögum var flutt af konu. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.