Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 8
Þær konur sem eyða fóstri með Downs-heilkenni til að verða ófrískar á nýjan leik líta á fóstur sem eitthvað sem maður getur skipt út fyrir nýtt að sögn Singer og það telur hann siðferðilega rangt. Litningagallar Fjöldi kvenna virðist staðráðinn i því að ef fóstrið sem þær gengju með greindist með alvarlega litn- ingagalla myndu þær láta eyða því. Vorið 2001 birtist ( Morgunblað- inu viðtal við foreldra drengs sem er með Downs heilkenni. Þeir gagn- rýna heilbrigðisyfirvöld fyrir að leita með skiþulögðum hætti að fóstrum með slíka galla. Móðirin fór ekki i legvatnsástungu og vissu foreldr- arnir þvi ekki um gallann fyrr en eftir fæðingu. Hún segir liklegt að af vanþekkingu hefði hún valið fóstur- eyðingu hefði hún vitað um gallann fyrr en segir jafnframt að í dag sé sú hugsun skelfileg. Á einni íslensku spjallsíðunni skrifar kona nokkur að það sé ekki á hennar valdi að velja hver fær að lifa og hver ekki. Staðreyndin sé sú að mörg börn verði aivarlega veik eftir fæðingu og þá takist foreldr- arnir á við vandann. Henni finnst ekki rétt að mæður sem uppgötva veikindi (galla) ófæddra barna sinna láti eyða þeim vegna veikindanna. Peter Singer siðfræðiprófessor við Princeton háskólann hefur látið mikið að sér kveða í umræðunni um fóstureyðingar. Hann telur að fóst- ureyðingar geti verið réttlætanlegar en telur þó eyðingu fósturs með Downs-heilkenni ekki réttlætanlega. Hann segir litningagallann ekki þess eðlis að líf viðkomandi sé ekki þess virði að því sé lifað. Þær konur sem eyða fóstri með Downs-heilkenni til að verða ófrískar á nýjan leik líta á fóstur sem eitthvað sem maður getur skipt út fyrir nýtt að sögn Singer og það telur hann siðferði- lega rangt. Þess má reyndar geta að Singer þessi telur réttlætanlegt að drepa nýfædd börn séu þau mjög alvar- lega bækluð. Bann við fóstureyðingum Þeir íslendingar sem vilja banna fóstureyðingar með öllu virðast vera mjög fáir. A.m.k. hafa þeir ekki hátt. Sú skoðun virðist t.a.m. vera mun algengari á áðurnefndum spjall- síðum að reynt verði að draga úr fóstureyðingum. Þeir eru þó fjölmargir um viða veröld sem eru á móti fóstureyð- ingum í hvaða mynd sem er. Slíkir hópar hafa gjarnan verið kallaðir öfgahópar (þó þeir sem vilja gefa fóstureyðingar frjálsar með öllu séu trauðla kallaðir öfgamenn) og lita sumir þeirra á lækna og aðra þá sem framkvæma eyðingarnar sem morðingja og hafa slíkir heilbrigðis- starfsmenn verið myrtir vegna starfa sinna í þágu læknavísind- anna. 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.