Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 21
öllum líkindum eiga þá Fræði Lúthers hin minni einnig að fjúka líka, þvi Biblían og játningarrit kirkjunnar virðast þvælast fyrir í leit að nýrri niðurstöðu. Enn er verið að reyna að bjarga kirkjunni með því að draga úr áhrifavaldi Biblíunnar. Sólveig Anna beinir sjónum sínum að kjarnanum, biblíuskiln- ingnum og kennivaldi Ritningar- innar. Þegar upp er staðið stendur baráttan um Biblíuna. Hún gerir sér grein fyrir því og um það eru kannski flestir sammála. Með því að ýta Biblíunni til hliðar og halla sér að siðferði sem byggir í ríkari mæli á skynsemi mannsins, virðist hún hafa trú á að maðurinn sé nægilega upplýstur til þess að taka siðferði- legar ákvarðanir. Að baki hlýtur að búa bjartsýni á mannlegt eðli sem á að vera þess umkomið að meta hvað gera ber, óháð „opinberun og bibliubókstaf." Reyndar er það einkenni flestra tíma að fólk telur sig loksins vera komið með næga þekkingu og víðsýni til þess að meta allt rétt. Á það ekki aðeins við á sviði trúar og siðferðis. Öll höfum við leyfi til þess að taka okkar ákvarðanir og byggja siðferðisgrunn okkar á því sem við teljum heillavænlegast innan marka þess sem samfélagið leyfir. Hins vegar mun siðfræðin, verði þetta ofan á, yfirgefa grundvöll kirkjunnar og verða lítið annað en siðfræði manngildisstefnunnar og húman- ismans. Að baki virðist búa ofurtrú á mannlega skynsemi og mannlegt eðli, sem er annað en Ritningin talar um og reynslan sýnir aftur og aftur. Víðtækari afleiðingar Þegar búið er að kasta Biblíunni og játningum kirkjunnar útbyrðis hvað siðfræðina varðar er einfalt að gera það líka þegar kemur að öðrum kenningum kirkjunnar, það er innihaldi trúarinnar. Þó svo að margir kennimenn hafi orðið blendnir í trúnni á fyrri hluta síðustu aldar, en rétttrúnaðurinn síðan sótt á, á án efa eftir að koma aftur til baráttu á þessu sviði líka. Ýmislegt ertil merkis um það í samtimanum. Framsetning Da Vinci lykilsins um þessi mál er á þeim nótum, eins og Karl Sigurbjörnsson biskup benti skýrt á í grein um þá bók í síðasta tölublaði Bjarma. Sama er að segja um bókina Marlu Magdalenu eftir Marianne Fredriksson sem út kom á íslensku fyrir síðustu jól. Reynt er að draga úr sannleiksgildi Bibliunnar þegar kemur að þvi hver Jesús var og er. Verið er að leita að einhverjum öðrum Jesú en honum sem kirkjan hefur játað í aldaraðir. Fólki er boðið upp á marga Jesúa í samtímanum. Á meðal andlega leitandi fólks á íslandi er að finna mismunandi myndir af Jesú. Sumt leitar til Jesú Biblíunnar. En mörg leita að hinum svokallaða sögulega Jesú sem á að vera annar en Kristur kirkjunnar. Jesús Kristur, krossfestur og upprisinn frelsari sem lifir í dag, er enn sem áður mörgum ásteytingarsteinn og hneykslunarhella. Jónasi var hent fyrir borð forðum daga til að fá frið. Því miður virðist vera lagt til að Biblíunni sé hent út núna. Að kaupa sér friðinn er oft freistandi. En Biblían er ekki vandinn, hún er kjölfestan sem við höldum í og skoðum lífið og tilver- una út frá. Kirkjan verður, ætli hún að vera upphafi sínu trú og varðveita grund- völl sinn, líf sitt og stefnu, að halda sig við Jesú Bibliunnar. Framtíð kirkjunnar er eins og áður háð því hvaða sess Biblían skipar á næstu árum og áratugum. Ef henda á út Biblíunni í dag þegar skoða á siðferðismálin er einfalt að henda henni út sömuleiðis þegar ræða á um innihald trúarinnar í kjölfarið. Vonandi verður svo ekki, því að „Guðs styrki grundvöllur stendur." Höfundur er skólaprestur og ritstjóri Bjarma.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.