Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 24
Kristinn maður er ekki eins og jólatré sem skraut er hengt á, heldur lifandi tré sem ber ávöxt samkvæmt eðli sínu. lýst á annan hátt en að deyja með Kristi og risa upp með honum til nýs lífs með sjálfsstjórn og sjálfs- fórn. Kristin kirkja er í sendiför - og hún hefur boðskap að flytja, orð krossins. Margir hneykslast vegna þess að boðskapurinn felur í sér að maðurinn hefur ekkert fram að færa frammi fyrir Guði. Þess vegna er það stöðug freisting fyrir kirkjuna að slá af boðskapnum og gæla við áheyrendur þar til þeir mala af ánægju. Þá hefur kirkjan hins vegar brugðist. Hún á ekki að hrósa sér af neinu öðru en krossi Krists. Starf heilags anda Þriðja grundvallaratriðið telur Stott vera starf heilags anda. Grundvallaratriðin byggjast þannig á trú á þríeinan Guð. Undanfarna öld hefur verið ágreiningur meðal evan- gelískra manna um starf heilags anda. Þó er fleira sem sameinar en sundrar. Evangeliskir menn trúa því að heilagur andi sé Guð, ein per- sóna þrenningarinnar, og honum beri lofgjörð. Þeir trúa þvi að hann hafi verið að verki við sköpun heim- sins, hann hafi starfað á tímum Gamla testamentisins og starf kirkjunnar sé óhugsandi án hans. Stott nefnir sex atriði sem heilagur andi kemur til vegar. í fyrsta lagi er endurfæðing. Afturhvarf er víðara hugtak sem felur meðal annars í sér að maður iðrast og snýr sér til Guðs. Endurfæðing er hins vegar verk heilags anda, sem maðurinn þarf ekki að vera með- vitaður um. Ekki er þó hægt að setja sama- semmerki milli endur- fæðingar og skírnar. í öðru lagi er trúarfullvissa. Grundvöllur hennar er það sem gerðist á krossinum, en andinn minnir okkur á. „Sjálfur andinn vitn- ar með vorum anda, að vér erum Guðs börn“, segir Páll postuli í Rómverjabréfinu. I þriðja lagi er helgun. í Gamla testamentinu hét Drottinn því að hann myndi gefa fólki sínu anda sinn og leggja þeim lögmál sitt í brjóst. Páll postuli talar um ávöxt andans í Galatabréfinu, það er hvernig heilagur andi lætur okkur líkjast Kristi í hugsun og hegðun. Kristinn maður er ekki eins og jóla- tré sem skraut er hengt á, heldur lifandi tré sem ber ávöxt samkvæmt eðli sínu. í fjórða lagi er kristið samfélag. Hér greinir evangelíska menn á um ýmislegt, en þó er greinilegt að kirkjan gegnir veigamiklu hlutverki í áætlun Guðs. í Filippíbréfinu er hún kölluð samfélag andans. Það að tilheyra kirkju er þó engin trygging fyrir sáluhjálp og aðgerðir til að hreinsa kirkjuna eru ekki líklegar til árangurs, samanber orð Jesú um hveitið og hafrana. í fimmta lagi er útbreiðsla fagn- aðarerindisins. Kirkja eða söfnuður sem skeytir engu um boðun fagn- aðarerindisins hleypir heilögum anda ekki að og eftir situr innantóm trúhneigð. í sjötta lagi er hin kristna von. Við lifum á milli fyrri og seinni komu Jesú Krists. Heilagur andi er eins konar pantur eða trygging og gjafir hans eru frumgróði eða for- réttur. Kristnir menn stynja með sjálfum sér vegna þess að þeir eru hluti af fallinni sköpun, en hafa jafn- framt frumgróða andans. Þeir biða endurkomu Jesú óþreyjufullir en jafnframt þolinmóðir. Þessi staða hefur verið kölluð „nú þegar en ekki ennþá“ og það er mikilvægt að halda jafnvægi, verða hvorki of upp- tekin af dýrðinni né þjáningunni og fyllast hvorki óþolinmæði né hætta að reikna með að Jesús komi aftur. Einingin í lok bókarinnar kemur Stott aftur að þeirri tilhneigingu evan- gelískra manna að skipta sér í hópa þannig að eining kirkjunnar er í uppnámi. Berjist saman með einni sál fyrir trúnni á fagnaðarerindið, skrifar Páll postuli Filippímönnum. Einingin er mikilvæg, en hún felst hvorki í því að samþykkja hvað sem er til að varðveita eininguna, né að vera sammála um hvert smáatriði. Hún felst í því að menn standa saman um aðalatriðin, standa saman í baráttunni fyrir trúnni á fagnaðarerindið. Þegar tveir kristnir menn, sem báðir lúta kennivaldi Biblíunnar og þrá jafnheitt að skilja boðskap hennar rétt, komast að mismunandi niðurstöðu, ættu þeir að gefa hvor öðrum frelsi til að fyigja sannfær- ingu sinni, að mati Stott. Hann vísar í fornt spakmæli sem hefur fylgt kirkjunni um aldir i lítils háttar breyttri útgáfu og gæti útlagst á íslensku: „Eining um aðalatriðin, frelsi í aukaatriðum, kærleikur f öllum atriðum." Höfundur er læknir og sérfræöingur í taugalækningum. harmar@simnet.is 24

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.