Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 26
heilt ár (söfnuðinum og kenndu fjölda fólks. í Antíokkíu voru læri- sveinarnir fyrst kallaðir kristnir." Þessi kafli segir okkur margt um Barnabas. í fyrsta lagi naut hann mikils trausts hjá söfnuðinum í Jerúsalem. Það var eitthvað nýtt að gerast. Fagnaðarerindið um Jesú hafði fyrst og fremst verið flutt Gyð- ingum. Pétur hafði að vísu fengið vitrun i húsi Kornelíusar og menn höfðu áttað sig á því að Guð hafði einnig gefið heiðingjunum aftur- hvarf til lífs, en þetta var engu að síður ný staða og vafalaust ýmsar hættur. Kristin trú var eðlilegt fram- hald af gyðingdómi, en hvað með aðra menningu og annan trúar- bakgrunn? Flér þurfti reyndan kristinn mann sem var tilbúinn til róttækrar endurskoðunar. Og Barnabas var valinn. Honum var treyst - og það var í samræmi við ástríðu hans og hæfileika að fara þessa ferð. Sjálfsagt hefur söfnuð- urinn í Jerúsalem séð að Barnabas var rétti maðurinn, hér myndu náð- argjafir hans nýtast. í öðru lagi sjáum við að Barna- bas gladdist þegar hann sá hverju Guð hafði komið til vegar. Enn á ný kemur þessi eiginleiki fram, hjarta sem slær í takt við hjarta Guðs og gleðst yfir því að aðrir njóti gjafa hans. Myndin af Barnabasi skýrist og nú birtist þráin eftir að aðrir njóti sín innan þess ramma sem Guð setur. Þriðja atriðið í kaflanum skýrir þetta enn betur. Það var vakning í Antíokkíu og hún hélt áfram eftir að Barnabas kom. Þetta var nýr hópur kristinna manna, heiðingjar sem urðu kristnir, Barnabas var augljós leiðtogi og vaxtarmöguleikarnir um hinn heiðna heim virtust ótæmandi. Hafði Jesús ekki sagt þeim að gera allar þjóðir að lærisveinum, var það ekki einmitt að gerast? Og Barna- bas var leiðtoginn! Hvílík upphefð og hvílíkir möguleikar! En hvað gerði Barnabas? Enn kom hann á óvart. Hann fór til Tarsus og sótti Pál. Barnabas sá það sem trúlega enginn annar sá. Hann sá söfnuð sem þurfti á góðum fræðara að halda. Og hann sá fræðara sem vantaði söfnuð að fræða, fræðara sem gæti náð langt. Og hann tók áhættuna. Þetta er sennilega mesta áhættufjárfesting í sögu kirkjunnar. Og hvilík ávöxtun! Frá Antíokkíu breiddist kristindómurinn út um allan heim. í 13. kafla Postulasögunar er söfnuðinum í Antíokkíu lýst nánar. í versum 1-2 segir: „í söfnuðinum í Antíokkíu voru spámenn og kenn- arar. Þar voru þeir Barnabas, Símeon, nefndur Níger, Lúkíus frá Kýrene, Manaen, samfóstri Heró- desar fjórðungsstjóra, og Sál. Eitt sinn er þeir voru að þjóna Drottni og föstuðu sagði heilagur andi: „Skiljið frá mér til handa þá Barna- bas og Sál til þess verks sem ég hef kallað þá til.““ Við sjáum að þetta hefur verið misleitur hópur. Manaen ólst upp með Heródesi og hefur verið af tignum ættum, Símeon hefur vafalaust verið blökkumaður og hugsanlega tilheyrt þrælastétt. Kennarar halda fast við gömlu gildin en spámenn eru sífellt að koma með eitthvað nýtt. Hér hefur því verið ærinn grundvöllur fyrir togstreitu og sundurlyndi, en við sjáum að söfnuðurinn samein- aðist frammi fyrir Guði í lofgjörð og fékk náð til þess að verða fyrsti söfnuðurinn sem sendi kristniboða. Þegar við skoðum hápunkta i sögu frumkirkjunnar, þá sjáum við að Barnabas var oftar en ekki í hringiðu atburða. Það hefur tæpast verið tilviljun. Á þessum tíma var hann einn af leiðtogum kirkjunnar í Antíokkíu og það er ekki ósennilegt að ástríða hans og hæfileikar í mannlegum samskiptum hafi átt stóran þátt í að tengja söfnuðinn saman þannig að Guð gat notað hann eins og raun bar vitni. Gildi einstaklingsins Við lestur Postulasögunnar sjáum við að fyrst í stað er talað um Barnabas og Sál en svo er farið að tala um Pál og Barnabas. Þetta gefur vísbendingu um alveg sér- stakan - ef ekki einstakan - eigin- leika í fari Barnabasar. í samfylgd Barnabasar verður hinn endurfæddi fyrrum ofsækjandi Sál að postulan- um Páli. Páll verður æ meira áber- andi en Barnabas fellur í skuggann. Barnabas leyfir Páli að þroskast í samfélaginu við Guð, leyfir honum að vaxa og verða sér meiri. Hversu mikil hætta er það ekki fyrir leiðtoga að móta þá sem hann leiðir í sinni eigin mynd, gera þá eins konar eftirmynd af sér sjálfum. Þá verða líka vaxtarmöguleikarnir takmarkaðir og þeir geta aldrei orðið meiri en leiðtoginn. En þannig var Barnabas ekki. Hér er myndin af honum orðin skýr. Ástriða hans er að einstakling- urinn njóti sín og hann noti hæfi- leika sína og náðargjafir eins og Guð ætlast til. Hann fékk að gleðj- ast yfir þvi hjá Páli postula. Barnabas og Páll voru þó ekki samferðamenn alla tíð. Við lesum i um aðskilnað þeirra i 15. kafla Postulasögunnar, versum 37-40: „Barnabas vildi þá líka taka með Jóhannes, er kallaður var Markús. En Páli þótti eigi rétt að taka með þann mann, er skilið hafði við þá í Pamfýlíu og ekki gengið að verki með þeim. Varð þeim mjög sund- urorða, og skildi þar með þeim. Tók Barnabas Markús með sér og sigldi til Kýpur. En Páll kaus sér Sílas og fór af stað, og fólu bræðurnir hann náð Drottins." Þetta er hreinskilin og afdráttar- 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.