Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 39

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 39
guðfræði, dýrðarguðfræð"151) og ýmsir sértrúarsöfnuðir (sekt, cult), bæði af kristnum og ekki kristnum toga, boða ótrúlegan árangur fyrir heilsu og velgengni. Þetta leggur oft á fólk ánauðarok. Allt á að ganga vel ef fólk trúir nóg og fylgir reglum hópsins. En það gengur ekki allt alltaf vel hjá trúuðu fólki enda höf- um við ekki fyrirheit um slíkt í Nýja testamentinu. Skilaboðin sem fólk fær eru þá að það standi sig ekki nógu vel og mikil spenna verður milli væntinga og veruleika sem oft brýtur fólk niður. Jafnvel aðeins það að gleðin dvínar, sem fólk upplifði fyrstu misserin í umhyggju og nánd safnaðarfólks, getur valdið sam- viskukvöl og sjálfsásökunum. Ofuráhersla á fyrirgefninguna verður ósjaldan kúgunartæki yfir- gangssamra leiðtoga. Fyrirgefningin er að sjálfsögðu mikilvæg í kristinni trú, fyrirgefning Guðs í Kristi og svo hvatningin til þess að lifa í Ijósi þessarar fyrirgefningar og rækta með sér fúsleika til að fyrirgefa öðrum. En fyrirgefningarkrafan verður að andstyggilegu lögmáli ef henni er beitt til að halda fólki ve- sælu og auðmjúku undir kúgunar- valdi leiðtoga. Þess skal og minnst að stundum eiga kristilegar dyggðir eins og auðmýkt og fyrirgefandi hugarfar þátt í að gefa útsmognum, kúgandi (siðblindum) leiðtogum færi á að koma sér i áhrifastöður."161 Skilningur og stuðningur Til að skilja hvernig eðlileg mörk valds leiðtoga og safnaðarfólks geta raskast svo mjög er 12 spora kerfið™171 gagnlegt, með innsýn í tilh- neigingar til að ráðskast með fólk eða láta ráðskast með sig og hvað varðar skömm og sektarkennd. Trúarlegt ofbeldi er svo afdrifa- ríkt m.a. vegna þess að það á sér almennt stað i skjóli mikils trausts. Það mætti í grófari tilfellum kallast andleg sifjaspell. Hörmulegir þættir í niðurbroti fólks vegna slíks ofbeldis eru ósjaldan skemmd trúartilfinn- ing, sködduð guðsmynd, vantraust á Guði, trúnni og trúarsamfélögum yfirleitt. Stundum hefur trúin um- hverfst í flóttaleið frá því að horfast í augu við veruleika eigin lífs í stað þess að veita styrk til að takast á við lífsvandann og gera lífið sann- ara og fyllra. Fólk sem lengi hefur orðið fyrir trúarlegu ofbeldi þarfnast stuðnings og umhyggju sem veitt er af gætni og það stutt til að byggja upp sjálfsmynd sína og sjálfstæði. Besti stuðningurinn sem ég þekki hér- lendis fæst í góðum sjálfshjálpar- hópum sem vinna samkvæmt 12 spora kerfinu en stundum þarf sér- fræðiaðstoð. Ástæða væri til að bjóða hérlendis aðgengilega ráðgjöf bæði fyrir aðstandendur fólks sem lendir í misnotandi söfnuðum og þá sem sagt hafa skilið við slíka söfn- uði eða finna að sér þrengt þar"[81 Fólk, sem álítið er standa Guði einkar nærri, öðlast traust sem gerir því kleift að ráðskast með fólk umfram aðra. Greinin er að verulegu leyti byggð á skrifum og kennslu hollenska guðfræð- ingsins Teo van der Weele um mis- beitingu valds og afleiðingar hennar (sjá t.d. greinar I Kirkjuritinu, 2. tbl. 1999 og 3. tbl. 2001) Auk þess er sitthvað sótt í annað efni, sbr. tilvitnanir, og kynni af fólki sem sætt hefur einhvers konar trú- arlegu ofbeldi. Ennfremur er stuðst við 12 spora vinnu (12 sporin - Andlegt feröalag). S/á einnig:The Subtle Power of Spiritual Abuse - Recogizing and Escaping Spiritual Manipulation and False Spiritual Authority Within the Church, e. David Johnson og Jeff Van- Vonderen, (Bethany House Publishers, Minneapolis 1991). Höfundur er sóknarprestur á Egilsstöðum i[1] Sjá:7/ie FatherHeart ofGod, e. Floyd McClung, (Kingsway Publications, Eastbourne, 1985) með áherslu á kærleika Guðs og sérstakan kafla um meðferð valds í kirkjulegu samhengi (The Use and Abuse of Authority). ii[2] Þýðing á oröinu „sekt“ sem notað er um Jaöarsöfnuði með sterkt leiðtogavald og skörp mörk og jafnan nokkru öðruvisi beitingu valds og áherslur varðandi trú og siði en formlega er birt. iii[3] Sjá dæmi um áhrifaleysi safnaðarstjórnar gagnvart sterkum leiðtoga, bls. 81-105, í bók dr. Péturs Péturssonar, Frán váckelse tillsamfund - Svensk pingstmission pá öarna i Nordatlanten, (Lund University Press, 1990). iv[4] S]á:77?e Westminster Dictionary o/ Christian Spirituality, bls. 300 (The Westminster Press, Philadelphia, 1983), ritstj. Gordon S. Wakefield. v[5] Det er ikke fra Gud alt som glimrer, (norsk útg. sænskrar bókar) e. Sven Reichmann (Rex Forlag 1990 - upphaflega Interskrift, Stokkhólmi). vi[6] Detlarlige maktmennesket, e. Edin Lovás (Luther Forlag, Oslo 1999. Eldri utg. heitir: Maktmennesket i menigheten). vii[7] Tólfsporin - Andlegt feröalag, (Vinir í bata á íslandi, Reykjavík 1999, einnig til i nýrri útgáfu). viii[8] Norska bókin, Troende til litt av hvert - Om retigies sekterisme og sjelesorg, e. Arne Tord Sveinall (Verbum, 2000) greinir frá heimasíðum erlendra stofnana sem fást við ráögjöf i þessu sambandi og er einnig með góö ráö til aðstandenda fólks sem lendir i sértrúarsöfnuöum og um umgengni og stuðning við fólk sem komiö er úr sllku samhengi. 39

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.