Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 23

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 23
(2.Pét. 1:21). Hér erekki um að ræða annaðhvort eða heldur hvort tveggja. Jesús Kristur er sannur maður og sannur Guð. Biblían er manna orð og orð Guðs. Þess vegna verðum við að nálgast Biblíuna með tvenns konar hætti. Annars vegar eins og hverja aðra bók sem við rannsökum og rit- skýrum, hins vegar sem einstaka bók sem rannsakar okkur og við beygjum okkur undir. Ástæða þess að evangelískir menn rannsaka Biblíuna er einmitt sú að þá skilja þeir betur hver vilji Guðs er. Biblían er opinberun Guðs (reve- lation), hún er innblásin af Guði (inspiration) og í þriðja lagi hefur hún kennivald (authority). Nú á dögum hafa orð sem visa til valds fengið neikvæðan hljóm. Hugmyndir vestrænna nútímamanna um frelsi fela í sér ímugust á hvers konar yfirvaldi og kennivaldi. Það að vera kristinn felur hins vegar í sér að játa að Jesús Kristur er Drottinn. En hvernig leiðir hann kirkju sína nú á dögum? Hvar eiga kristnir menn að leita leiðsagnar hans? Hér hafa ýmis svör verið gefin; hefð kirkjunn- ar, skynsemin, samviskan, sérstök reynsla og ritningin. Allt er þetta mikilvægt en hvað gerist ef þessir vegvísar benda í mismunandi áttir? Einn þeirra hlýtur að ráða hvernig hinir eru túlkaðir. Kennivald Biblíunnar er lykilatriði í evangelískum kristindómi. Jesús Kristur undirstrikaði kennivald (authority) Gamla testamentisins með því að vitna í það og beygja sig undir það. Hann útvaldi sömu- leiðis postula og gerði þá hæfa til að skrifa Nýja testamentið. Þannig hefur hann gefið Bibliunni sérstakan sess. Sá sem beygir kné fyrir Jesú Kristi og játar hann sem Drottin, hlýtur að játast undir kennivald Biblíunnar um leið. Kross Krists Annað grundvallaratriði fagn- aðarerindisins er kross Jesú Krists. Páll postuli segir undir lok Galata- bréfsins: „En það sé fjarri mér að hrósa mér af öðru en krossi Drottins vors Jesú Krists." Það sem við hrósum okkur af er það sem okkur er efst í huga, það sem líf okkar snýst um. Það er ekki tilviljun að krossinn er tákn kristindómsins. „Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum", segir Páll postuli í Rómverjabréfinu. Það er kjarni fagnaðarerindisins. Það verður auðvitað aldrei skilið frá þvi að Guð varð maður í Jesú Kristi og Jesús reis frá dauðum eftir krossfestinguna. Án einstæðrar fæðingar og einstæðrar upprisu væri dauði Jesú harla lítils virði. En krossdauðinn gegnir lykilhiutverki. Fæðingin var nauðsynlegur undir- búningur og upprisan staðfesti mikilvægi hans. En hverju kemur krossinn til vegar? Fyrst og fremst sættir hann okkur við Guð. Syndin hefur spillt manninum þannig að hann er sjálfselskur og lætur stjórnast af eigin vilja. Hvernig getur syndari staðið frammi fyrir heilögum og réttlátum Guði? Eingöngu krossinn getur svarað því. Enn fær Páll postuli orðið: „Kristur keypti oss undan bölvun lögmálsins með því að verða bölvun fyrir oss, því að ritað er: „Bölvaður er hver sá, sem á tré hangir."“ (Gal. 3:13) - Kristur tók á sig refsinguna sem við áttum skilið að fá, þannig að við getum lifað með Guði. Hér er ekki um að ræða að Guð faðir hafi verið sinnulaus um mennina og Jesús einn kær- leiksríkur. „Því að það var Guð, sem i Kristi sætti heiminn við sig" (II. Kor. 5:19). Það sem gerðist á krossinum hefur margar hliðar og því er hægt að lýsa með ýmsu móti. Það sem alltaf hefur skipt evangelíska menn mestu máli er réttlæting af trú. Orðið réttlæting kemur úr lagamáli. Þegar Guð réttlætir syndara þá er um að ræða dómsorð sem segir að syndirnar séu ekki eingöngu fyrir- gefnar, heldur hafi viðkomandi stöðu réttláts manns frammi fyrir Guði. Uppspretta réttlætingarinnar er náð Guðs, grundvöllurinn er fórnardauði Jesú, hún tekurtil þeirra sem eru í Kristi, hún verður fyrir tilverknað trúarinnar og leiðir til góðra verka. Evangelískir menn gera greinarmun á réttlætingu (justi- fication) og helgun (sanctification). Réttlætingin kemur í eitt skipti fyrir öll og er strax fullkomin. Helgunin er hins vegar verk heilags anda í þeim sem hefur verið réttlættur, hún verður smám saman og fullkomn- ast ekki hér á jörð. En krossinn sættir okkur ekki bara við Guð. Hann mótar líka líf okkar i daglegri eftirfylgd við Jesú. Hann vísar okkur leið helgunarinnar. Þegar Páll postuli hefur hrósað sér af krossi Krists undir lok Galata- Paö sem gerðist á krossinum hefur margar hliðar og því er hægt að lýsa með ýmsu móti. Það sem alltaf hefur skipt evangelíska menn mestu máli er réttlæting af trú. bréfsins, bætir hann við: „Sakir hans er ég krossfestur heiminum og heimurinn mér.“ Köllun kristins manns er sú að taka upp kross sinn og fylgja Jesú. Krossinn ertákn um að afneita sjálfum sér. Það að verða og vera kristinn felur í sér svo rót- tæka breytingu að því verður ekki 23

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.