Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 29
„Eg vil að þú byggir mér kristilega sjónvarpsstöð." Ég lyfti þá bara höndum og sagði við Drottin að ég væri tilbúinn að berjast fyrir þennan málstað, af því að hann væri að kalla mig til þess. Ég fylltist af trú og krafti og sá fyrir mér að þetta yrði hægt. Ég fylltist fullkominni vissu. Rétt á eftir vaknaði kona mín og ég sagði henni að Guð hefði talað til mín og kallað mig til að byrja með kristilega sjónvarpsstöð. Hún gaf mér bara holl ráð, og sagði „Eg vil að þú byggir mér kristilega sjón- varpsstöð." mér að ég þyrfti að vita hvað ég væri að gera, og ætti ekki að ana út í neitt ævintýri. Ég vissi að ég átti ekki að tala um þetta við marga til að byrja með. En ég fór að kanna tæknileg atriði, athuga með senda, tæki og því um likt. Þennan sama morgun talaði ég við ákveðinn starfsmann hjá Pósti og síma, ágætan mann, og fór að biðja hann um upplýsingar um sjónvarpstíðni og allt sem viðkæmi sjónvarps- rekstri. Mérfannst nú báran þung. Eg fann hvernig hann hugsaði: Að þetta væri hálfgerð bilun að févana einstaklingur hefði í huga að hefja sjónvarpsrekstur. Ég hlyti að vera bilaður. En ég sótti um sjónvarpsleyfi og fékk mjög fljótlega úthlutað leyfinu. Ég mætti á staðinn til að skrifa undir og ganga frá þvi. Tvö þeirra sem voru þá í Útvarpsréttarnefnd komu með vinsamlega ábendingu og spurðu mig hvort ég gerði mér grein fyrir þvi hvað ég væri að fara út i. Þau vísuðu til þess gífurlega kostnaðar sem Ríkisútsvarpið hefði af sjónvarpsrekstri sínum. Og einn sagði við mig: „Ég verð að viður- kenna að þú ert sá bjartsýnasti maður sem ég hef hitt á ævinni.“ Svo var skrifað undir, konan mín var með mér. Saman fórum við út í bíl- inn okkar, gamlan Citroén, lokuðum okkur þar inni, ég hélt á gullituðu blaðinu með leyfisveitingunni, las þetta yfir og byrjaði á að þakka Jesú fyrir leyfið og sagði við hann: „Ég á engan sjónvarpssendi, hef enga dagskrá og mig vantar alla peninga til að fara af stað." En ég vissi að hann myndi uppfylla allt sem til þyrfti. Þetta hefurþá veriö upphaf barátt- unnar? Já, svo sannarlega, nú hófst baráttan. Hún var nú aðallega á hnjánum, í bæn. Ég lokaði mig inni á litlu skrifstofuherbergi, var þar inni i tvo til þrjá tíma í senn, og reyndi að fá fullvissu um að ég væri að gera rétt og færi rétt að með þessi áform. Nú fékk ég þær féttir að Austfirska sjónvarpsstöðin á Egils- stöðum hefði yfir að ráða tveimur 10W sendum sem ekki væru í notkun. Ég gerði fyrirspurn um það hvort ég gæti tekið annan þeirra á leigu. Og þarna fékk ég lítinn sendi fyrir sanngjarnt leigugjald. En svo kom babb í bátinn, sendirinn var á annarri tíðni en þeirri sem við höfð- um fengið úthlutað. Það þurfti því að breyta sendinum. Þar kom aftur til kasta Radíóeftirlits Pósts og síma og þeir sögðu mér að jafnvel þó þeir gætu breytt sendinum væri ekki víst að Fjarskiptaeftirlitið samþykkti þetta. Og nú vildu þeir líka fá vinnuna við þetta greidda fyrirfram. Þeim fannst þetta allt saman óraunhæf bjartsýni af minni hálfu. Það tók mig mánuð að fá inn það fé sem til þurfti. Séra Guðmundur Örn Ragn- 29

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.