Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 11
Svar mitt eftir Billy Graham af www.sik.is Talar Biblían um fóstureyðingar? Spurning: Ég hef verið beðinn um að taka þátt í umræðum um fóstur- eyðingar í skólanum mínum. Segir Biblían nokkuð um það mál? Ég er andvígur fóstureyðingum nema þegar svo stendur á - og það er næsta sjaidgæft - að ella hljótist eitthvað verra af, t.d. ef líf móður er augljóslega í hættu. Ég er á móti fóstureyð- ingum vegna þess að ég trúi því að I Biblíunni séu grundvallar- reglur sem sýni að rangt sé I Guðs augum að granda fóstri. Þar er fyrst til að taka að Guð lítur svo á að mannslífið sé heilagt. Maðurinn er sköpun Guðs. Hann er ekki hér af hend- ingu eða af iíffræðilegri tilviljun. Ennfremur var maðurinn skapaður í mynd Guðs og það greinir hann frá allri annarri sköpun. Maðurinn er ekki aðeins eitt af dýrunum. Hann er ekki eingöngu líkamsvera. Honum hefur verið gefinn dásamlegur hæfileiki til að þekkja Guð og þjóna honum. Maðurinn hefur líka sál eða andlegt eöli sem er Guði kært og ómetanlega dýrmætt. Svo mikils virði er maður- inn Guði að hann var fús til að láta son sinn deyja á krossinum til að endurleysa hann. Lítur Guð svo á að ófædda barnið sé mannleg vera? Eða er fóstrið eitthvað minna en mannleg vera? Þarna er kjarni máls- ins. Vissulega hefur það í sér möguleikann til að verða maður og það eitt ætti að vera okkur næg ástæða til þess að hika við að tortíma þvi. En Biblían virðist líka gera ráð fyrir að fóstrið sé mannvera í augum Guðs. Guð sagði við Jeremía: „Áður en ég myndaði þig i móðurlífi útvaldi ég þig og áður en þú komst af móðurkviði helgaði ég þig“ (Jer. 1,5). María móðir Jesú heimsótti móður Jóhannesar skírara. Þá tók hinn ófæddi Jóhannes viðbragð í kviði móður sinnar. Biblian segir frá þessu til að sýna að Jóhannes hafi skynjað, þótt hann væri ófæddur, að Jesús hafi verið Messías. Önnur dæmi má nefna. Það er fleira sem veldur mér áhyggjum. Ástæðurnar sem stundum eru bornar fram þegar sóst er eftir skjótri fóstureyðingu eru margar harla vafasamar. Ýmsir telja þetta leið til þess að losna við erfiðleika og afleiðingar laus- ungar á kynferðissviðinu. Sumar konur láta eigingirni algjörlega ráða og bera enga virðingu fyrir barninu sem þær ganga með. Þá er það staðreynd að fjölmargar konur sem hafa gengist undir fóstureyðingu eru orðnar mjög tvístígandi í afstöðu sinni og þjást jafnvel af iðrun og sektarkennd. og eftirsjá eru manneskjunni eðli- legar við vissar kringumstæður en margir hafa bent á að það síðasta sem konur í þeim sporum þurfi á að halda sé gagnrýni. Hver og einn á rétt á því að hafa sínar skoðanir og ef virðing fyrir öllu lífi er höfð i heiðri er grunnur heilbrigðra skoð- anaskipta um fóstureyðingar lagður. Tíminn einn mun hins vegar leiða í Ijós hvort fleiri eða færri en 3,6 íslensk börn verði deydd í móðurkviði á hverjum virkum degi næstu árin. Höfundur er BA í ensku og fjölmiðla- fræði og starfar sem kennari við norska skólann í Addis Abeba, Eþiópíu. ragnars@eecmy.org 11

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.