Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 14
Sr. Ólafur Jóhannsson Þitt er ekki mitt og mitt er ekki þitt! 7. boðorðið Þú skalt ekki stela! Auðvitað vitum við öll að okkur ber að virða eignarréttinn, láta ósnert það sem tilheyrir öðrum. Ekkert getur réttlætt frávik frá því - nema hugsanlega tilvik þar sem um líf og dauða er að tefla og ekki næst i eiganda þess hlutar sem gæti bjargað mannslífi; t. d. ef um er að ræða bát í fjöruborði sem gæti bjargað drukknandi manneskju úti á vatninu. Fyrir því verður að vera afar brýn ástæða að fara ekki bókstaflega eftir 7. boðorðinu og slikar ástæður eru sjaldnasttil. Bann og hvatning Marteinn Lúther segir um þetta boðorð: „Vér eigum að óttast og elska Guð svo að vér eigi tökum peninga eða fjármuni náunga vors, né drögum oss það með sviknum kauþeyri eða svikaverslun, heldur hjálpum honum að geyma eigna sinna og efla atvinnu sína.“ Boðorðið felur ekki einungis í sér bann við því sem rangt er held- ur einnig hvatningu til þess sem rétt er. í þessu efni - eins og flestu öðru - gildir að setja sig í spor annarra, horfa ekki eingöngu á mál út frá þröngu sjónarhorni eigin stundarhagsmuna heldur kappkosta að hafa réttlæti og sannleika að leiðarljósi. Munum gullnu regluna: „Allt, sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra" (Matt. 7:12). Eignarrétturinn er varinn Boðorðið ver eignarréttinn. Hvað er þá eign? Eign er það sem við höfum búið til, keypt, erft eða okkur hefur verið gefið. Það eigum við með öllum rétti og öðrum leyfist ekki að taka það til handar- gagns án vitundar og vilja okkar. Það þykir okkur sjálfsagt - ekkert okkar vill láta svipta sig eigum. Það er jafnsjálfsagt að við látum eigur annarra vera og að okkar eigin séu látnar í friði af öðrum! Sjöunda boðorðið nær ekki ein- ungis yfir beinan stuld heldur allar leiðir til að sölsa undir sig eigur annarra, einnig þá algengu aðferð að skila ekki því sem fengið er að láni hjá náunganum og „gleyma“ því með tímanum hvaðan og hvernig það er fengið. Réttur fátækra og ríkra Þjófnaður er að komast með rangindum yfir það sem annarra er eða skemma það. í Fyrri Konungabók, 21. kapítula er sagt frá því þegar Akab konungur beitti brögðum til að sölsa undir sig víngarð Nabóts. Akab varð að gjalda þeirrar syndar. Hann átti ekk- ert með að misnota stöðu sína til að komast yfir eign annars manns. Þessi saga staðfestir þá biblíu- legu hugsun að sérhver frjáls og sjálfstæð manneskja má eiga. Eignarréttur einstaklingsins er virtur og gildur, hvort sem ríkt fólk eða fátækt á í hlut. í dæmisögu Jesú um verkamen- nina í víngarðinum i Matt. 20:1-16 (sjá v. 15) birtist sá skilningur að eigandinn hafi ótakmarkað vald til að fara með eigur sínar svo framar- lega sem hann hefur ekki neitt af öðrum. Hann þarf vissulega fyrst að uppfylla skyldur sinar og umfram það má hann gefa á báðar hendur ef honum sýnist. Vinnusiðferði Stundum heyrist um vinnuveit- endur sem borga lægri laun en ber eða reyna að komast hjá því að greiða tilskilin launatengd gjöld. Auðvitað er slíkt framferði brot á 7. boðorðinu. Að sama skapi er það þjófnaður að stela frá vinnuveitanda með því að svíkjast um í vinnunni, nota starfsaðstöðu eða viðskiptasam- bönd í eigin þágu eða gera annað sem stríðir gegn hagsmunum vinnuveitandans og veldur honum auknum kostnaði.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.