Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 15
stillt upp sem andstæðum. Áherslan er á að vinna fyrir því sem við þörfnumst - og til að geta miðlað til annarra - i stað þess að lifa á kostnað annarra með ólögmætum hætti. Mörgum þykir sjálfsagt að „taka út veikindadagana", „skreppa frá“ í einkaerindum eða nota vinnustaðinn til að hringja og Ijósrita ómælt í eig- in þágu. Allt slíkt getur fallið undir það að taka eigur annarra ófrjálsri hendi, hvort sem um er að ræða einkaaðila eða opinberar stofnanir. Viöskiptasiðferði Sumum finnst ekkert athugavert við að hagræða sannleikanum þannig að gagnaðilinn beri skarðan hlut frá borði í viðskiþtum. Það er vissulega þjófnaður en ekki snilli þegar fólk er látið borga meira en sannvirði vöru eða þjónustu! í samtið okkar er stuldur hug- verka mikið vandamál. Fyrir nokkru náði fólk varla andanum af hneyksl- un yfir meintum ritstuldi tiltekins aðila en ólögleg afritun tónlistar, kvikmynda, tölvuleikja og forrita er daglegt brauð en jafnalvarlegt brot á 7. boðorðinu. ...keisaranum það sem keis- arans er....“ (Matt. 22:21) Landslög gilda, hvað sem okkur getur fundist um efni einstakra laga og lagagreina. Okkur ber að virða þau, óháð því hvernig þau koma við okkur hverju sinni. Það er t. d. alveg á hreinu að ekkert réttlætir undanskot frá skatti. Skattsvik tíðkast sjálfsagt að ein- hverju marki en þau verða ekkert betri fyrir vikið. Við ættum að kappkosta að hafa hreina samvisku, einnig í því er lýtur að lögbundnu framlagi til að reka þjóðfélagið og stofnanir þess en til þess renna skatttekjurnar. Það er augljóslega margt að varast þegar kemur að 7. boðorðinu og fleiri okkar brotleg gagnvart því en virðist við fyrstu sýn. Þess vegna sagði Lúther kald- hæðnislega að ef hengja ætti i gálga alla sem eru þjófar án þess að vera kallaðir það, yrði heimurinn fljótiega mannlaus og skortur bæði á böðl- um og gálgum! Rétt og sönn iðrun Fólk, sem staðið er að búðar- hnupli, þarf að skila þýfinu eða greiða það. Þannig er eðlilegt að við bætum fyrir það sem við höfum tekið ófrjálsri hendi eða haft af öðrum með ólögmætum hætti, hvort sem um er að ræða einstak- linga, fyrirtæki eða þjóðarbúið. Sænski vakningaprédikarinn Rosenius kallaði það hræsni að tala um að iðrast þjófnaðar en ætla samt að halda hinu stolna. Eins og aðrar syndir á að játa þjófnað fyrir augliti Guðs en afleið- ingar af breyttu hugarfari ættu að vera sýnilegar fólki. Sakkeus kynntist Jesú og sýndi þakklæti sitt með því að borga til baka það sem hann hafði haft af öðrum með rangindum (Lúk. 19). Honum fannst óhugsandi að halda áfram að lifa með allt i óreiðu á þessu sviði lífsins eftir að hafa mætt Jesú. „...og Guöi það sem Guðs er....“ (Matt. 22:21) Við eigum vissulega þau gæði sem Guð hefur falið okkur en erum um leið ráðsmenn þeirra, ábyrg gagnvart höfundi lifsins. Án þess að Guð hefði gefið okkur eiginleika, hæfileika og tæki- ifæri ættum við ekki neitt og værum ekki neitt. Þá gætum við ekki búið neitt til og hefðum ekki getað keypt neitt. Ekkert hefðum við erft eða fengið að gjöf nema vegna þess að öðrum voru gefnir eiginleikar, hæfi- leikar og tækifæri til að búa til verð- mæti. Allar eigur eiga upphaf sitt hjá Guði og öll erum við í raun ráðs- menn yfir eigum Guðs. Það þýðir að við getum ekki gert hvað sem er við það sem okkur hlotnast heldur berum við einmitt ábyrgð á ráðstöf- un þess alls. Við erum einnig ráðsmenn yfir sjálfu sköpunarverkinu og megum ekki umgangast það nema af virð- ingu og skilningi. Rányrkja, mengun og óþætanleg náttúruspjöll fyrir stundlegan ávinning - allt er það misnotkun á gjöfum Guðs og þjófn- aður gagnvart framtiðinni og komandi kynslóðum. Við, sem erum kristin, eigum ekki að láta eigingjarna hugsun ráða för í neinum efnum heldur kapp- kosta að sýna trúmennsku í ráðs- mennsku okkar. Við eigum fyrst og fremst að lifa Guði þóknanlega og þjóna náung- anum með þeim eignum, hæfileik- um, gáfum og kröftum sem við höfum yfir að ráða. Höfundur er sóknarprestur viö Grensáskirkju i Reykjavík. sroljoh@bakkar.is 15

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.