Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 6
Enginn getur neitað því að með fóstur- eyðingu er lífi eytt en vegna skilgrein- ingaratriðis vísindanna á hugtakinu manneskja er fóstureyðing kölluð eyðing en ekki aftaka, dráp eða morð. um fóstureyðingar og kalla þær morð og jafnvel skipulögð fjölda- morð. Enginn getur neitað því að með fóstureyðingu er lífi eytt en vegna skilgreiningaratriðis vísind- anna á hugtakinu manneskja er fóstureyðing kölluö eyðing en ekki aftaka, dráp eða morð. Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki segir á Vísindavef Háskóla íslands að fóstur sé vissu- lega mannvera en ekki sé sjálfsagt að siðferðisstaða þeirrar mannveru sé sú sama og manneskju. Síðan segir hann að ef ætlunin er að finna þann „tímapunkt" þegar mannvera öðlast siðferðisstöðu, þá sé nær- tækast að miða við getnað. Fagfólk í heilbrigðisgeiranum talar um fóstur ef meðgangan nær Fjöldi fóstureyðinga Taflan sýnir fjölda fósturcyðinga á Islandi 1993-2002 Tölur frá Hagstofu íslands 25 co 'T in (O co O) o 04 CT) O) CT) o> O) O) CT) o o o CT) CT) O) O) O) O) O) o o o r- T— T~ T- T- T— T- 04 04 04 illutfuli fóstureyðinga af heildarfjölda |)tingaiia Taflan sýnir hlutfall (%) fósturcyðinga af hcildarfjölda þungana á íslandi 1993-2002 Hcildarfjöldi þungana cr samanlögð tfðni fæðinga og fóstureyðinga. Eins og sjá má endar um fimmta hvcr þungun mcð fósturcyðingu. Tölur frá Hagstofu íslands ekki 22 vikum eða ef barnið er létt- ara en 500 grömm. En hér er ein- faldlega um skilgreiningar- og ágreiningsatriði að ræða og m.a. af þeirri ástæðu geta menn ekki orðið sammála um réttmæti fóstureyð- inga. Og þótt mjög margir séu and- vígir fóstureyðingum af trúarlegum ástæðum eru þeir einnig mjög margir sem eru andvígir þeim af siðferðilegum ástæðum. Siðfræðin Er fóstur manneskja? Hvenær hefst líf einstaklingsins? Er fóstur- eyðing manndráp? Hvers vegna er leyfilegt að eyða fóstri á fyrstu tólf vikunum en ekki á síðustu tólf vik- unum - hvar liggja mörkin og hvers vegna? Hvort eru hagsmunir móður eða barns ríkari? Þetta eru aðeins nokkrar af ótal áleitnum spurning- um sem siðfræðin spyr um fóstur- eyðingar. í bæklingi um fóstureyðingar sem Landspítalinn gaf út árið 2003 kemur fram að þriðjungur fósturvisa deyr á fyrstu vikum meðgöngunnar og því megi líta á fóstureyðingu sem „frekara val konunnar á þessu fyrsta skeiði meðgöngunnar, t.d. vegna eigin sjúkdóms, galla fósturs eða jafnvel bágra aðstæðna, sem að hennar mati gera henni ókleift að sjá hinu verðandi barni fyrir sóma- samlegri umönnun og uppeldi." Ef það eru bágar lífslíkur fóstur- vísa sem réttlæta fóstureyðingar má spyrja hvort réttlætanlegt sé að eyða lífi ungbarna f þeim löndum þar sem félagslegar aðstæður eru hörmulegar og Iffslíkur ungbarna 6

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.