Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 9
Viðhorf kristinna trúfélaga og samtaka Kristin kirkja hefur löngum verið andsnúin fóstureyðingum í meginatriðum. Þó má greina áherslumun milli kirkjudeilda. Bjarmi óskaði eftir viðhorfi nokkurra kristinna trúfélaga og samtaka til fóst- ureyðinga. Svörin voru misítarleg og verður það helsta nefnt hér. Hjá Sjöunda dags aðventistum varð Eric Guðmundsson prestur fyrir svörum. Hann sagði mismunandi viðhorf til fóstureyðinga vera á meðal aðventista en reynt sé að taka tillit til heilagleika mannlífsins og persónufrelsis kvenna þegar afstaða er tekin. Fóstureyðing sem getnaðarvörn, eða af hentugleikaástæðum er fordæmd af hálfu kirkjunnar. En það er viðhorf kirkjunnar að þegar heilsu eða lífi þungaðrar konu er alvarlega ógnað, alvarlegur, sann- anlegur fæðingargalli er greindur (fóstrinu eða þungunin er til orðin vegna nauðgunar eða sifjaspella hefur konan sjálf rétt til að skera úr um áframhald eða stöðvun þungunarinnar. Skal hún þá hafa fengið nauðsynlega aðstoð i formi áreiðanlegra læknisfræðilegra upplýs- inga, biblíulegra meginreglna og leiðsagnar Heilags anda. Vegurinn hefur ekki tekið opinbera afstöðu til fóstureyðinga og því segist Högni Valsson forstöðumaður þyggja svör sín á eigin viðhorfum. Hann segir Guð gefa okkur líf og við höfum engan rétt á að farga þvi hvort sem það er fóstureyðing eða aðrar aðgerðir sem eyða lífi. Hann segir að maður verði til við samruna sæðis og eggs og eftir það höfum við engan rétt til að stöðva það ferli. Viðhorf sín segist Högni byggja á orði Guðs og bætir við að oft taki mennirnir ákvarðanir út frá eigin hagsmunum en hugsi minna um hagi annarra. Hann tekur þó fram að kirkjan eigi ekki að hafna þeim sem hafi aðrar skoðanir heldur taka á móti þeim í kærleika og sýna þeim Jesú. Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri KFUIVI og KFUK segir viðhorf félaganna til fóstureyðinga byggja á Biblíunni og vera þau sömu og lúthersku kirkjunnar. Þau koma fram í ritinu „Hvað skal boða“ sem félögin stóðu að árið 1991. Félögin líta á lífið sem gjöf Guðs. Maðurinn er í þeirri sérstöðu að Guð hefur skapað hann i sinni mynd. Það felur m.a. i sér að mannlegt líf er heilagt frá getnaði til grafar. Fóstureyðingar eru því óverjandi nema sem neyðarúrræði þegar líf stendur gegn lífi. Kjartan var, eins og aðrir talsmenn trúfélaga og samtaka, Sþurður hvort trúfélag/samtök hans hefðu látið í sér heyra um fóst- ureyðingar i samfélaginu. Hann segist ekki vita til þess að KFUM og KFUK hafi tjáð sig um fóstureyðingar á opinberum vettvangi en það gerði hins vegar félagsfólk úr þeirra röðum þegar Alþingi fjallaði um málið fyrir mörgum árum. Gunnar Þorsteinsson i Krossinum segir alla leiðtoga kirkjunnar vera einhuga í afstöðu sinni til fóstureyðinga. Þeir segja að fóstur- eyðing sé aðeins réttlætanleg þegar líf móður er í veði og byggja þá afstöðu sína á Ritningunni. Gunnar segist oftsinnis í ræðu og riti hafa bent á þá hneisu sem fóstureyðingar eru. Þá sat hann i stjórn samtakanna Lífsvonar sem börðust gegn fóstureyðingum. Anne Marie Reinholdtsen yfirforingi hjá Hjálpræðishernum segir að þar á bæ líti menn svo á að lífið sé órjúfanlegt frá því augnabliki sem frjóvgun eigi sér stað og því séu þeir á móti fóstureyðingum sem neyðarúrræði eða getnaðarvörn. Þó líta þeir svo á að fóstureyðing geti verið réttmæt í undan- tekningartilvikum. T.d. þegar meðgangan stofnar lifi móðurinnar í hættu eða getur valdið henni ólæknandi skaða; þegar Ijóst þykir að barnið muni deyja eftir fæðingu; og eftir nauðgun eða sifjaspell. Vörður Traustason hjá Hvítasunnukirkjunni sagði að kirkjan væri á móti fóstureyðingum og að það væri ósiðlegt og rangt að sviþta ófætt barn lífi. Hann segir þá skoðun byggða á orðum Ritningarinnar og bendir á ættleiðingu sem leið til að bjarga lífi barna sem ekki eru velkomin. Þá segir hann að vísindin hafi aldrei getað bent á ákveðinn tíma- punkt þar sem hið eiginlega líf barnsins hefjist og því sé eðlilegt að miða við getnað. íslenska Kristskirkjan hefur ekki gefið út neinar opinberar yfir- lýsingar um fóstureyðingar og því styðst Friðrik Schram safnaðar- prestur við eigin sannfæringu i svari sínu. Hann segir óverjandi að eyða fóstri nema í algjörum neyðar- og undantekningartilfellum; annars vegar þegar velja þarf á milli lífs móður og barns og hins vegar þegar þungun er tilkomin vegna nauðgunar. í síðarnefnda til- fellinu væri þó betra ef móðirin gæti hugsað sér að koma barninu i fóstur. Hann segir skoðun sína byggða á Biblíunni sem banni okkur að eyða lifandi manneskju sem sköpuð er í Guðs mynd, hvort sem hún er ófædd eða fullorðinn einstaklingur. Ofangreindir aðilar nefndu eftirfarandi biblíuvers máli sínu til stuðnings: Sálm 139:16; Jer 1:5; Lúk 1:41-42. Og einnig... 1M 1:27; 1:30; 2:7; 2M 21:22; Job 31:15; 33.4; Sálm 116:15; 139:13-16; Jh 1:3,4; Post 17:25,28; 1 Kor 7:23; 1 Pt 1:18,19; 1Jh 2:2. Bjarmi leitaði einnig til Þjóðkirkjunnar, Kefasar og Rómversk- kaþólsku kirkjunnar en engin svör bárust frá þeim við fyrirspurn- um. 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.