Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 17
vert. Væntingar um þátttöku kirkjun- nar eru miklar á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Eins er gert ráð fyrir því að kirkjan standi í skilum með reikninga og oft lítill skilningur á því að kirkjan geti ekki staðið við skuld- bindingar. Breytingin 1985 Segja má að staða sóknar- nefnda hafi breyst gífurlega árið 1985, en þá voru sóknargjöld skil- greind sem ákveðið hlutfall af tekjustofni ríkisins. Með auknum stöðugleika og tryggingu fyrir því að sóknargjöld brynnu ekki upp í verðbólgu, má segja að starf sókn- anna hafi tekið stórstígum breyt- ingum. l\lú var sóknarnefndum kleift að rækja með sóma það hlutverk sem þeim var ætlaö og hægt að taka ákvarðanir um uppbyggingu til langs tíma. Sú hækkun sem fékkst samfara tekjutryggingunni gerði sóknum auðveldara að leggja fram fé í kirkjustarf. Segja má að afleiðingarnar hafi verið tvenns konar. Annars vegar var lagt í miklar fjárfestingar í hús- næði og búnaði til þess að tryggja viðeigandi aðstöðu fyrir guðsþjón- ustuhald og safnaðarstarf. Sem dæmi hafa verið keypt orgel í allar kirkjur Reykjavíkurprófastsdæma að undanskilinni Háteigskirkju eftir 1985. Krafan um stór og mikil hljóðfæri var og er hávær og má nefna að þrátt fyrir að í Grensás- kirkju hafi verið tekið í notkun nýtt orgel 1988, sá tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins ástæðu til að skrifa átta árum síðar: [Kirkjan þarf] þó nokkuð stærra hljóöfæri, þar sem verkin (í hljóðfærinu) njóta sín, hlýtur að vera draumur kirkjunnar og þess framúrskarandi organleikara sem situr orgelbekk kirkjunnar. Megi það verða næsta stórvirki sóknarinnar.... ... þar inn verður að koma stórt og glæsilegt orgel, enginn kot- ungshugsunarháttur má stöðva það. (Morgunblaöið, 15. des. 1996) Þá má geta þess að þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu Grafarvogs- kirkju, kynnti organisti kirkjunnar hugmyndir um kaup á nýju orgeli á Prestastefnu í apríl 2004, söfnun er þegar hafin. Prestakaliiö á Árnesi var lagt niöur um mitt ár 2002 og nú þjónar sóknarpresturinn á Hólmavík öllum 60 íbúum sóknarinnar. Kirkjurnar eru tvær á Árnesi, sú eldri byggö 1850 og sú síðari 1991. Ertitt er aö sjá hvers vegna sú síðari var byggö, en frá prédikunarstóli eldri kirkjunnar sem tekur alla íbúa sóknarinnar i sæti blasir nýja guðshúsið við. Ekki hefur enn reynst unnt að ganga frá umhverfi nýju kirkjunnar. Upp úr 1985 var einnig hafin bygging fjölda safnaðarheimila og nýrra kirkna til að auka möguleika í safnaðarstarfi. Víða var treyst á styrki úr kirkjugarðasjóðum. Slíkar styrkveitingar voru taldar óheimilar með aðgreiningu útfararþjónustu og kirkjugarðareksturs um 1995. Til að standa við byggingaráætlanir voru oft á tiðum tekin óhagkvæm lán með tilheyrandi vaxtakostnaði. Hafa þessar lántökur reynst mörgum söfnuðum mjög dýrar og erfiðar. Þegar gengið er á sóknarnefndar- fólk vegna mikilla skulda einstakra sókna er viðkvæðið oft að það sé ekki verkefni einnar kynslóðar að byggja kirkju. Óhætt er að taka undir það. Vandinn er hins vegar sá að þar sem skuldirnar eru hvað mestar, var hið gagnstæða einmitt gert, byggt var mjög hratt og mikil og dýr lán tekin til að greiða kostn- aðinn. í stað þess að byggja hægar og í skilgreindum áföngum, eins og raunin vart.d. í Seljakirkju og Hjallakirkju, en í þeim kirkjum hefur tekist að byggja upp húsnæði fyrir söfnuðinn án þess að það kæmi niður á daglegu safnaðarstarfi. Þar sem byggt var hratt hefur vaxta- kostnaður vegna lána sums staðar orðið það mikill að ekki er hægt að halda uppi eðlilegu safnaðarstarfi. Þá virðist sem rekstrarkostnaður bygginganna hafi í einhverjum til- fellum verið vanáætlaöur og þá má nefna að með aukinni samkeppni á veislusaiamarkaði og ákvæðum samkeppnislaga er sóknunum erfiðara um vik að leigja út húsnæði sitt en gert var ráð fyrir í áætlunum. Er svo komið að húsnæðis- kostnaður, s.s. fjárfestingar í ný- byggingum, afborganir lána, fast- eignagjöld, fasteignatryggingar, viðhald, þrif og kirkjuvarsla nema um 2/3 hlutum af sóknargjöldum í Reykjavíkurprófastsdæmi-vestra og í Mismunandi hlutskipti ^ Hlutskipti sóknarnefnda er misjafnt og stærðarhag- kvæmnin er ekki alltaf til staðar. Sem dæmi má nefna að heildartekjur Sæbólssóknar i ísafjarðarprófastsdæmi námu 20.376 krónum á árinu 2002 á sama tíma og tekjur Grafarvogskirkju i Reykjavík voru um 86 milljónir króna. Þessi mikli mismunur á tekjum er ekki alltaf þeim ríka í hag. Hagnaður Sæbólssóknar sem hlutfall af ársveltu var um 46% á þessum tíma nam tap Grafarvogssóknar 30% af ársveltu. 1/

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.