Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 18
 munu gera það a.m.k. næstu 10 árin. Kirkjan hefur verið gagnrýnd nokkuð fyrir þennan mikla hús- næðiskostnað og sér í lagi frá þeim sem segjast vilja sjá öflugra safn- aðarstarf. Þannig á Gunnar Þorsteinsson í Krossinum að hafa sagt að þegar meðlimir Krossins vilji lofa Guð, þá hefji þeir upp hendurnar og ákalli hann, en þegar þjóðkirkjumenn hyggist lofa Guð, þá hringi þeir á steypubíla. Þá lýsir Pétur Þorsteinsson prestur Óháða safnaðarins peningastjórn kirkjunn- ar þannig: „Megnið í grjót og grind- verk, steypu og stál". Á undanförnum árum hefur yfir- stjórn þjóðkirkjunnar leitað leiða til að koma í veg fyrir offjárfestingar, en þar sem hver sókn er fjárhags- lega sjálfstæð eining er yfirstjórn- inni erfitt um vik. I dag er svo komið að allar stærri fjárfestingar eru háðar heimild frá Kirkjuráði ef sóknin hyggst leita eftir fjárstuðn- ingi úr sameiginlegum sjóðum kirkjunnar. Vissulega geta einstakar sóknir virt þessa heimild að vettugi en á það hefur ekki reynt enn. Það var einnig í kringum 1985 sem einstaka sóknir fóru að greiða öllum sem lögðu fram vinnu í kirkjustarfinu, s.s. meðhjálpurum, aðstoðarfólki í barnastarfi og kór- fólki. Þessar launagreiðslur hafa reynst mörgum sóknum þung byrði og ekki sér enn fyrir endann á þessari þróun. Þannig hækkuðu launagreiðslur til kórfólks í þeim fimm söfnuðum Reykjavíkurprófastsdæmis vestra sem sundurliða kórkostnað sérstak- lega, um 85% umfram launavísitölu á 11 áratímabili frá 1991-2002. Eins reynist krafan um aukið barna- starf sóknanna á höfuðborgarsvæð- inu dýr. Ætla má að launakostnaður hvers safnaðar við vikulega fundi á veturna fyrir einn aldurshóp sé að jafnaði um hálf milljón króna á ári. Með launagreiðslunum hefur kirkjan náð á skömmum tima að byggja upp öflugt barna- og ungl- ingastarf i mörgum sóknum á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma hefur hins vegar dregið verulega úr sjálfboðaliðastarfi og er svo komið að safnaðarstarf kirkjunnar í ein- stökum sóknum er algjörlega háð launuðum starfsmönnum og eina sjálfboðaliðastarfið sem unnið er felst í setu í sóknarnefnd. Eins höfðu launagreiðslur kirkjunnar neikvæð áhrif á sjálfboðaliðastarf annarra félagasamtaka. Um tíma var nokkuð um það að sjálfboða- liðum I t.d. i KFUM og KFUK voru boðnar greiðslur ef þeir flyttu sig yfir í starf kirkjunnar. Því má segja að þessar greiðslur hafi að ein- hverju leyti verið tvíbent tæki í eflingu kirkjustarfs, ef litið er til langs tima. Aörar tekjur kirkjunnar Segja má að sóknargjöldin séu eini fasti tekjustofn sóknanna. Aðrar tekjur, s.s. greiðslur fyrir fermingar- fræðslu og hjónavígslur, eru skil- greindar sem laun presta og eru þar af leiðandi sóknunum óviðkomandi. Það sama gildir um tekjur prest- setra vegna hlunninda eins og dún- tekju eða laxveiðileyfa. Einhverjar sóknir leigja út safnaðarheimili fyrir veislur og námskeið en þær tekjur hafa lítið að segja um heildarrekst- ur. Þá er Ijóst að strangari sam- keppnisreglur og krafa um inn- heimtu virðisaukaskatts af slíkri leigu draga verulega úr hagnaði af henni. Einstakar fjársafnanir á bygging- artíma eða í kringum kaup á orgeli hafa vissulega létt undir fram- kvæmdum, en fastar gjafir eða samskot í guðsþjónustum hafa ekki tíðkast. Er íslenska þjóðkirkjan ein örfárra kristinna kirkja í heiminum öllum, sem ekki litur á samskot eða fórn sem eðlilegan þátt í helgihaldi safnaðarins. Þetta er þó hugsanlega að breytast og hafa Hallgrímskirkja og Grensáskirkja tekið upp samskot sem fastan lið í guðsþjónustuhaldi. Hvort sú breyting er varanleg á eftir að koma i Ijós. Óhætt er að fullyrða að samskot i guðsþjónustum skiia seint fjárm- unum sem hafa mikil áhrif á rekstur J 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.