Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 25
Haraldur Jóhannsson Barnabas Allir þurfa á fyrirmyndum að halda. Börn þurfa fullorðið fólk sem fyrirmyndir á þroskaleið sinni. Ungt fólk getur lært ýmislegt af hinum eidri. Og þó að við eldumst þá þurf- um við sífellt á öðrum að halda, til að minna okkur á það sem við vit- um og hjálpa okkur að skilja veröld- ina betur. Þess vegna skiptir öllu máli hvaða fyrirmyndir við fáum, hverjir eru hetjur í okkar augum. Barn sem elst upp við ofbeldi og lítiisvirðingu lærir að beita ofbeldi og sýna lítiisvirðingu. Barn sem elst upp við hlýju og öryggi er líklegt til að eignast sjálfstraust og hafa eitt- hvað að gefa samferðafólki sínu á lífsleiðinni. Kristið fólk þarf kristnar hetjur. Til að læra að lifa með Guði og samkvæmt vilja hans hér i heimi, þurfum við að eiga okkur fyrir- myndir - hetjur sem við viljum líkj- ast og sem móta okkur. Kirkjusagan geymir frásagnir af mörgum hetjum sem við getum lært mikið af. Bestu hetjumyndirnar eru þó í Bibliunni, bæði Gamla og Nýja testamentinu. Höfundur Hebreabréfsins nefnir trú- arhetjurnar úr Gamla testamentinu - Nóa, Abraham, Móse og fleiri - og segir síðan: „Fyrst vér erum um- kringdir slíkum fjölda votta, léttum þá af oss allri byrði og viðloðandi synd og þreytum þolgóðir skeið það, sem vér eigum framundan." (Hebr. 12:1) Við erum með öðrum orðum eins og keppendur á iþrótta- velli og trúarhetjurnar eru eins og áhorfendur sem hvetja okkur til dáða. Hver var Barnabas? Barnabas kemur við sögu um miðbik Postulasögunnar. Hann er ekki aðalpersóna en samt skín það í gegn að hann hafi gegnt mikilvægu hlutverki, jafnvel haft afgerandi áhrif á kirkjusöguna. Sumir hafa hallast að því að hann sé höfundur Hebreabréfsins. Hvort sem það er rétt eða ekki, þá er víst að hann var ekki upptekinn af því að halda eigin nafni á lofti en hafði miklar hug- sjónir um Guðs ríki, rétt eins og höfundur bréfsins. Fyrst er sagt frá honum í 4. kafla Postulasögunnar, en þar segir í versum 36-37: „Jósef levíti, frá Kýpur, sem postularnir kölluðu Barnabas, það þýðir huggunar sonur, átti sáðland og seldi, kom með verðið og lagði fyrir fætur postulanna." Nafnið sem hann fékk gefur strax ákveðna mynd af mann- inum. Huggunar sonur er ekki ama- leg nafnbót. Og það frá sjálfum postulunum, ieiðtogum safnaðarins i Jerúsalem. Hann hefur greinilega haft eitthvað við sig, einhverja sérstaka mildi, sérstakan áhuga á náunganum, hann hefur haft hæfi- leika til að uppörva og láta fólki liða vel við erfiðar aðstæður. Við sjáum lika að hann seldi sáðland sitt og gaf andvirðið til frumkirkjunnar. Rétt á eftir er sagt frá þvi að Ananías og Saffira seldu land en héldu eftir hluta af andvirðinu fyrir sjálf sig. Hjarta þeirra var skipt en hjarta Barnabasar var óskipt. Hann fylgdi Drottni heils hugar. Þessi fyrsta mynd sem er dregin upp af Barnabasi segir okkur því að þar hafi farið einlægur lærisveinn Jesú Krists, sem Guð hafði blessað með sérstakri gjöf sem var til uppörvun- ar fyrir þá sem voru með honum. Næst fréttum við af Barnabasi eftir afturhvarf Páls postula. Páll kom til Jerúsalem og reyndi að samlaga sig lærisveinunum, en þeir voru hræddir við hann og trúðu honum ekki. Þá segir i 9. kafla Postulasögunnar, versi 27: „En Barnabas tók hann að sér, fór með hann til postulanna og skýrði þeim frá, hvernig hann hefði séð Drottin á veginum, hvað hann hefði sagt við hann og hversu einarðlega hann hefði talað í Jesú nafni í Ðama- skus.“ Hér bætast við nokkrir drætt- ir í myndina af Barnabas. Það sem einkenndi hann kom ekki eingöngu fram þegar allir voru sammála og þegar engin hætta var á ferðum. Nei, þetta var meira en áhugi eða skoðun, það var innri hvöt, jafnvel ástríða. Það var þess virði að setja sig i hættu, hætta á að Sál væri svikari. Það var líka þess virði að ganga í berhögg við skoðanir flestra annarra í söfnuðinum. Hann sá ein- staklinginn og hann virtist sjá hjá mönnum eiginleika sem aðrir komu ekki auga á. Við getum spurt okkur hvað hefði orðið um Pál postula og hvað hefði orðið um kirkjuna ef Barnabas hefði ekki haft þennan eiginleika og þessa ástríðu sem gerði það að verkum að postularnir viðurkenndu Pál. Guð einn veit svarið við þeirri spurningu. Það má vera að hann hefði haft önnur ráð, en við sjáum greinilega að Barna- bas gegndi lykilhlutverki í kirkjunni í þessu tilviki. Ástríðan í 11. kafla Postulasögunnar fréttum við enn af Barnabasi. Þar er þvi fyrst lýst hvernig kristnir menn dreifðust vegna ofsókna. Þeir héldu áfram að segja frá trú sinni en töl- uðu eingöngu við Gyðinga í fyrstu. Þetta breyttist er þeir komu til Antí- okkíu. Þá fóru þeir að segja Grikkj- um frá Jesú og mikill fjöldi tók trú. Þetta fréttist til Jerúsalem og söfn- uðurinn þar vildi kanna málið. Og hvern skyldu þeir hafa sent? Jú, engan annan en Barnabas. Það segir svo skemmtilega í versum 23- 26: „Þegar hann kom og sá verk Guðs náðar, gladdist hann, og hann áminnti alla um að halda sér fast við Drottin af öllu hjarta. Því hann var góður maður, fullur af heilögum anda og trú. Og mikill fjöldi manna gafst Drottni. Þá fór hann til Tarsus að leita Sál ugpi. Þegar hann hafði fundið hann, fór hann með hann til Antiokkíu. Þeir voru síðan saman

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.