Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 22
Haraldur Jóhannsson Grundvallarsannindi fagnaöarerindisins Enski presturinn John Stott er mörgum að góðu kunnur hér á landi. Hann hefur skrifað margar bækur, meðal þeirra er Sannleik- urinn um Krist og Kristindómur í jafnvægi sem komu út á íslensku fyrir tæpum þremur áratugum. Fyrir nokkrum árum sendi hann frá sér bókina Evangelical Truth - a Personal Plea for Unity, þá kominn fast að áttræðu. Hann segir í formála að bókin sé hugs- uð sem arfleifð og jafnframt hvatning til komandi kynslóðar. í bókinni dregur hann fram megin- atriði evangelisks kristindóms og hvetur til einingar evangelískra manna. Misskilningur leiðréttur Áður en Stott snýr sér að meg- ineinkennum evangelísks kristin- dóms, fjallar hann um þrjú atriði sem eiga ekki við um hann. I fyrsta lagi er evangelískur kristindómur ekki nýr af nálinni. Þvert á móti á hann rætur sínar á dögum postulan- na. Siðbótarmennirnir lögðu áherslu á að þeir væru ekki með nýja kenn- ingu, heldur væru þeir með postul- legan boðskap. Enska biskupakirkj- an hefur skipst í þrjár fylkingar, kaþólska, frjálslynda og evangel- íska. Síðastnefndi hópurinn heldur fast við postullega kenningu og grundvallarsannindi fagnaðarerind- isins. í öðru lagi er evangelískur krist- indómur ekki frávik frá kristnum rétttrúnaði. Þó að orðið „evan- gelískur" hafi ekki verið notað mikið fyrr en á 18. öld er það þó þekkt fyrir daga siðbótarinnar. (Því má skjóta að innan sviga að íslenska þjóðkirkjan er evangelísk-lútersk sem undirstrikar að menn hafa talið rétttrúnað og evangeliskar áherslur eiga samleið.) í þriðja lagi er evangelískur krist- indómur ekki það sama og „funda- mentalismi". Á árunum 1909-1915 var gefin út í Bandaríkjunum ritröð með 12 kiljum sem nefndist The Fundamentals (Grundvallaratriðin). Ritin fjölluðu um grundvallaratriði kristinnar trúar og var dreift ókeypis í milljónum eintaka. í byrjun var ekki mikill merkingarmunur á því að vera „evangelískur" og „fundamental- isti“. Um miðja síðustu öld fór það að breytast og nú hafa „fundamen- talistar" ýmsar áherslur sem ekki samrýmast evangelískum kristin- dómi. Stott bendir á að alltaf sé varasamt að alhæfa en nefnir þó nokkur atriði sem aðskilja. Fundamentalistar hafa tilhneigingu til að vantreysta vísindum og fræði- mennsku, líta á mennska höfunda Biblíunnar sem viljalaus verkfæri í höndum Guðs og lesa Biblíuna eins og hún sé skrifuð beint inn í þeirra aðstæður, ekki þurfi að taka tillit til mismunandi menningar. Sömuleiðis hafa þeir viljað einangra sig, bæði frá öðrum hlutum kirkjunnar og heiminum, jafnvel aðhyllst kynþátta- aðskilnað. Þeir hafa lagt meiri áherslu á að boða fagnaðarerindið f orði en verki og hafa ítarlegar kenn- ingar um hina síðustu tíma. Opinberun Guðs En hvað er þá að vera evang- elískur? Hver eru megineinkenni evangelísks kristindóms? Að mörgu leyti eru evangelískir menn sundur- leitur hópur með mismunandi áherslur. Hvað sameinar? Stott telur að grundvallaratriði fagnaðarerindis- ins séu þrjú. í fyrsta lagi er opinberun Guðs. Sköpunin getur ekki rannsakað skaparann, allt sem við getum vitað um Guð er það sem hann hefur opinberað okkur. Opinberunin er annars vegar almenn. Sköpunarverkið og samviskan gefa <S> ákveðnar upplýsingar um Guð og sú opinberun er gefin öllum mönnum. Hins vegar er sértæk opinberun. Guð hefur opinberað sig í syni sínum, Jesú Kristi, og í Biblíunni. Sú opinberun er raunar samtvinnuð því að við þekkjum Jesú Krist vegna þess sem Biblían segir okkur um hann. Það að trúa á guðlega opin- berum felur ekki í sér að Guð hafi opinberað sig í eitt skipti fyrir öll. Þvert á móti hefur Guð opinberað vilja sinn og áætlun smám saman, „oftsinnis og með mörgu móti“ eins og segir í upphafi Hebreabréfsins. Þannig segir Gamla testamentið að friðþæging fáist aðeins með því að úthella blóði, en Nýja testamentið bætir við að nú þurfi ekki lengur að fórna dýrum vegna þess að fórn Krists nægir. Evangelískir menn trúa því að Biblían sé orð Guðs, en jafnframt að menn hafi skrifað hana. Páll postuli segir í síðara bréfi sínu til Tímóteusar: „Sérhver ritning er innblásin af Guði“. í Biblíunni er sagt að Guð hafi talað „fyrir munn spámannanna" (Hebr.1:1) og jafn- framt „töluðu menn orð frá Guði“ 22

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.