Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 27
laus lýsing á samskiptum þeirra félaga. Biblían hefur ekkert að fela. Hún segir söguna eins og hún er. Þessir tveir miklu leiðtogar gátu ekki starfað saman lengur. Hvernig stóð á því? Ég held að ástriður þeir- ra hafi ekki átt samleið lengur. Við erum vön því að höfðað sé til skyn- seminnar. En það er ýmislegt annað sem hefur áhrif á gerðir okkar, til dæmis tilfinningar okkar. Páll postuli var sístarfandi. Hann vildi ná sem lengst með fagnaðarerindið og það mátti ekkert hindra það. Hann hafði áhyggjur af því að Jóhannes Markús yrði til trafala. Þeir höfðu haft hann með sér er þeir fóru frá Antíokkíu á sínum tíma en hann hafði skilið við þá á leiðinni og farið aftur til Jerúsalem. Hvaða gagn var í slikum manni? Hann var bara byrði. En Barnabas sá annað. í Kólossubréfinu sést að Markús er frændi Barnabasar og það er hugs- anlegt að frændsemin hafi haft eitt- hvað að segja. Það sem skipti þó vafalaust mestu máli var að Barna- bas sá Markús sem mikilvægan einstakling með hæfileika og gjafir frá Guði sem þurftu að fá að njóta sín. Ástríður þeirra Páls og Barna- basar voru það sterkar að þeir gátu ekki haldið áfram saman. En tökum eftir því að þeir skilja eins og kristn- ir bræður og velja sér hvor sinn starfsvettvang. Barnabas fór til Kýpur en Páll fór til Sýrlands og Kilikíu. Þannig skiptu þeir með sér verkum. Við vitum að Markús átti eftir að standa sig betur en í fyrsta skipti. Hann er einn af guðspjallamönnun- um. Kannski hefði hann aldrei orðið það ef Barnabas hefði ekki haft þessa trú á honum. Að lokum er ein athugasemd um Barnabas. í Galatabréfinu skrifar Páll postuli um umskurn og Gyð- inga sem vildu ekki sitja til borðs með óumskornum mönnum og bætir við...jafnvel Barnabas lét dragast með af hræsni þeirra." (Gal. 2:13) Enginn erfullkominn, Barnabas var það ekki heldur. Hann gat verið of sveigjanlegur og sam- þykkt það sem var ekki rétt. Það er hættan hjá þeim sem þrá að hver og einn fái að njóta sín. Þeir sjá stundum gegnum fingur með það sem er andstætt vilja Guðs. Páll og Barnabas. Málverk eftir Johann Heib (1640-1709) Zeppelin Museum Friedrichafen. Barnabas sem fyrirmynd Ástríða Barnabasar var sú að einstaklingar gætu notað þær gjafir sem Guð hafði gefið þeim, ríki hans til eflingar. Hann hafði sjálfur þegið gjafir frá Guði, ein þeirra var sú að hann átti auðvelt með að ná til fólks i erfiðleikum, hann var kallaður huggunar sonur. Hvernig getur Barnabas verið okkur fyrirmynd? Jú, hann vartrúr þeirri ástríðu sem Guð lagði honum á hjarta. Við getum líka sagt að hann hafi verið trúr köllun sinni. Hann lét ekkert aftra sér, hvorki hættur né erfiðleika og hann var ekki upptekinn af eigin frama. Það skipti hann mestu máli að taka þátt í samfélaginu og sinna því sem Drottinn lagði honum á hjarta. Og nú getum við spurt okkur, hvert fyrir sig: Er eitthvað sem ég brenn fyrir? Hef ég einhverja ástríðu i Guðs ríki? Hvað er það sem Guð hefur lagt mér á hjarta? Eða hef ég ekkert hlutverk í samfélagi trúaðra? Hef ég ýtt því frá mér og látið það sitja á hakanum af því að það er svo margt annað sem mér hefur þótt meira aðkallandi? Þarf ég að staldra við og endurskipuleggja líf mitt? Þarf ég að forgangsraða öðruvísi? Barnabas minnir okkur lika á mikilvægi hvers og eins í samfélagi trúaðra. Við erum öll mikilvæg í Guðs ríki. Guð almáttugur hefur sjálfur valið þá leið að nota læri- sveina sína til að ná út með fag- naðarerindið. Og þungamiðjan i áætlun hans er samfélag trúaðra þar sem hver og einn hefur hlutverk og rækir það. Hversu mikilvægt er það ekki fyrir samfélagið að einhver hafi það hlutverk að hlúa að öðrum, bera umhyggju fyrir þeim og fylg- jast með að þeir vaxi eðlilega og geti notað hæfileika sína i samfélag- inu Guði til dýrðar og mönnum til blessunar? Guð gefi okkur slíkt fólk og Guð gefi okkur náð til að nota þær gjafir sem hann gefur okkur. Höfundur er læknir og sérfræðingur í taugalækningum harmar@simnet.is 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.