Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 32

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 32
öðrum hvötum sem ekki er ástæða til að tíunda. Hvernig er starfiö kostaö? Útsendingarnar í gegnum gervi- hnöttinn til útlanda eru kostaðar mestmegnis af fólki í Evrópu. Við höfum ekki þurft að hafa eins mikið ákall og hvatningu þar, eins og við gerum hér heima, enda er grunn- kostnaður greiddur hérna af heima- mönnum. Við erum með vel á um 870 manns. En það eru ekki allt einstaklingar sem gefa reglulega, ætli það sé ekki um helmingurinn. Stundum berast okkur gjafir úr óvæntri átt. Fyrir rúmum tveimur árum kom hingað kona sem færði okkur rúma milljón. Hún vildi þakka það sem Omega hafði gert í lífi hennar. Þessi gjöf kom á réttum tíma, við vorum í mikilli þörf einmitt þá. Mestur stuðningur kemur sem annað þúsund stuðningsaðila í Evrópu. Þetta er alls konar fólk, I Skandinavíu suður til Frakklands, þar sem jafnvel eru bændur sem styrkja okkur. Ekki má gleyma Kvöldljós Ragnars Gunnarssonar, nafna þíns, er eflaust einn af vinsælustu þátt- unum. Parna geta íslendingar horft á aðra íslendinga tala um trú sína og líf. Grænlandi og sem dæmi þá styður okkur útlendingur sem býr á Fáskrúðsfirði, hann horfir á okkur í gegnum gervihnött. Það er alveg ótrúlegt. Hér heima er stuðningshópurinn sagt frá fólki hér innanlands eða um 80%. Við fáum af og tii stuðning frá erlendum aðilum, en það er ekkert reglulegt né neinir samningar i gangi um slíkt. Fólk sem styður okkur er þakklátt fyrir að fá að taka þátt í starfinu með framlögum sínum. Við þurfum að treysta Guði frá degi til dags, að hann sjái starf- inu fyrir fjármunum til rekstrarins. Sjóðir eru engir. í fjármálum höfum við ekkert að fela og yfirvöld geta komið hvenær sem er og sannfærst um það. Trúfastir stuðningsmenn sem þess óska geta líka fengið að koma og líta á bókhaldið. Við leitumst við að gæta fyllstu hagkvæmni svo fjár- munirnir nýtist sem best. Gengurþetta alltaf upp? Því er ekki að neita að þetta hefur stundum verið þungur róður. Við höfum samt fyrir náð Guðs stöðugt getað haldið áfram og fært út kvíarnar í 12 ár. Ég vil nota tækifærið til þess að þakka stuðningsfólki okkar. Stundum skil ég ekki hvernig þetta kemur allt, en það er Guðs verk. Margt fólk nýtur blessunar vegna dagskrárinnar og finnst sjálfsagt að greiða eitthvað fyrir hana og/eða styður okkur til að fleiri en það sjálft fái að njóta hennar. Hversu margt starfsfólk hefurþú hér? Við erum átta sem myndum kjarnann hér, tæknimenn, textafólk og allt meðtalið. Síðan eru sjálf- boðaliðar sem koma inn í styttri tíma eða fyrir minni verkefni. Veistu hvaöa dagskrá er vinsælust? Kvöldljós Ragnars Gunnars- sonar, nafna þíns, er eflaust einn af vinsælustu þáttunum. Þarna geta íslendingar horft á aðra íslendinga tala um trú slna og líf. Þá er mikið horft á þáttinn ísrael í dag. Svo eru ýmsir af erlendu þáttunum vinsælir, margt fólk horfir á Joyce Meyer. Aðrir eru aðdáendur Ron Phillips eða Robert Schuller og sumt fólk er mjög hrifið af Jimmy Swaggart. Þetta er eins og með annað sjón- vapsefni. Eitt höfðar til mfn og annað til þín. Við höfum verið að endursýna Kvöldljós í sumar en Ragnar kemur aftur eftir frí nú í september og heldur áfram með nýja þætti. Ég þakka Eiriki fyrir spjalliö. Hér er hug- sjónamaöur á ferö, sem án efa hefur oft teflt djarft og margir hrist höfuöiö í undrun yfir Eiriki á Omega. Þvi veröur þó ekki neitaö að sjónvarpsstööin Omega er kraftaverk. Kraftaverk sem Eirikur segir aö sé ávöxtur bæna. Viö biöjum starfsfólkinu og sjónvarpsstöö- inni Guös blessunar. ViBmælandi Eiríks er m.a. ritstjóri Bjarma. ragnar@sik.is 32

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.