Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit 4 Þrjú komma sex Ragnar Schram ræðir um fóstureyðingar og skoðar þær í Ijósi kristinnar siðfræði. Með fylgir svar kirkjuleiðtoga og stutt hugleiðing um fyrirgefninguna. UF’itt er ekki mitt og mitt er ekki þitt Ólafur Jóhannsson heldur áfram umfjöllun sinni um boðorðin. Nú er komið að því sjöunda. 16Megnið í grjót og grindverk, steypu ogstál Halldór Elias Guðmundsson tekur fyrir notkun fjármuna kirkjunnar, forgangsröðun þegar spurningin er hvort byggja eigi upp kirkjubyggingu eða kirkju- starf og tekur dæmi um ákvarð- anir sem hefði mátt hugsa betur. 20Biblían í ólgusjó Ragnar Gunnarsson bregst við ákalli um að Biblían sé látin hafa minna vægi í siðferðisumræðu kirkjunnar. 22Gmndvallarsannindi fagnaðarerindisins Haraldur Jóhannsson gerir grein fyrir nýlegri bók hins þekkta guðfræðikennara John Stott i Bretlandi. Þar fjallar hann um þau atriði sem hann telur skipta mestu máli i boðun og áherslu kirkjunnar. 25Barnabas Haraldur Jóhannsson skrifar hugleiðingu um eina af merkus- tu persónum Nýja testa- mentisins og hvað við getum lært af henni. (íafa Ragnar Gunnarsson fór á fund Eiríks Sigurbjörnssonar sjón- varpsstjóra Omega til að fræðast af honum um 12 ára starf og útsendingar stöðvar- innar áðurfyrr og nú. 36Trúarlegt ofbeldi Vigfús Ingvar Ingvarsson tekur fyrir andlegt ofbeldi í trúarlegu samhengi, hættur þess og hvernig greina má tilburði til misbeitingu valds í söfnuðum og á kirkjulegum vettvangi. Auk þess: Stuttar hugleiðingar um ýmsi efni, bóka- og tón- listartíðindi. hlýtur að beðið" Margt fer miður Vera má að ein- hverjum lesendum Bjarma finnist að þessu sinni að í greinum blaðsins sé sjónunum beint aðeins of mikið að því sem miður fer, hefur farið miður eða getur farið miður. Ekki var það ætlunin að hafa neitt slíkt sem þema blaðsins enda tilgangurinn með þeim greinum sem um ræðir að benda á rétta braut svo hún sé valin. Á hinn bóginn er því ekki að neita að heimurinn sem við lifum í ber mörg merki þess að ýmislegt hefur farið miður. Fréttir fjölmiðla eru áhugaverðastar, að því er virðist, ef þar er sagt frá því sem fór úrskeiðis, frá hörmungum og slysum, stríði og misbeitingu valds svo eitthvað sé nefnt. Við lifum í heimi óréttlætis og mannlegrar vonsku fyrir utan allt hitt sem mannlegur máttur ræður engu um. Vitnisburður Biblíunnar um synd manns- ins og mannkynsins er ekki fjarlæg kenning heldur raunveruleiki sem ber fyrir augu og eyru og kallar á baráttu í huga okkar og hjarta dag hvern. í baráttu fyrir réttlæti og kærleika þarf oft að benda á það sem ekki er i lagi. Við þurfum að gæta þeirra sem ekki geta gætt sín sjálf, styðja og styrkja hið veika. Á það benda greinar blaðsins um fóstur- eyðingar og ofbeldi i trúarlegu samhengi. Þó svo að erfitt sé að fjalla um mál sem þessi viljum við heldur ekki þegja, engum er greiði gerður með því. Nú fyrir nokkrum dögum birtist ný skýrsla um mannréttindabrot sem unnin hefur verið af bandaríska utanríkisráðu- neytinu. Skýrslan sú ber vott um margt sem miður fer dag eftir dag í mörgum ríkjum heims. Meðal þess sem er fótum troðið er trúfrelsi fólks. Sádi-Arabía komst nú í fyrsta sinn á lista yfir „átta lönd sem þar sem ástandið er mjög alvarlegt." Ný ríki á listanum eru Erítrea og Víetnam þar sem um er að ræða alvarleg, kerfisbundin og stöðug brot á trúfrelsi. Hin löndin fimm eru Búrma, Kína, íran, Norður-Kórea og Súdan. Að mati talsmanna mannréttindahreyfinga segir það mikið að ríki skuli vera á þess- um lista. Þrýstingur er á að fleiri lönd séu í þessum hópi eins og Pakistan og Túrkmenistan. Viða annars staðar er ástandið mjög slæmt í þessum efnum og illa gengur að vinna að umbótum á alþjóðavettvangi á þessu sviði. Minnst er á þrjú Evrópuríki í skýrslunni, þ.e. Belgíu, Frakkland og Þýskaland sem eru ásökuð um að nota löggjöf landsins og fram- kvæmd hennar til að stimpla trúarlega minnihlutahópa sem hættulega sértrúarhópa. Vandamál okkar sjálfra, íslensks veruleika og ástand mála úti í hinum stóra heimi geta á köflum fyllt okkur vonleysi og svartsýni. En sem betur fer eru tvær hliðar á þessum veruleika. Hið illa mun ekki sigra þegar upp er staðið. Okkar er að vinna að því að hið illa sigri ekki hér og nú, hvorki heima né heiman. Vopn okkar eru trú, von og kærleikur. Boðandi, biðjandi og þjónandi kirkja. Mættum við fá náð til að lifa i heiminum i nafni sigurvegarans Jesú Krists með þeim afleiðingum og þeirri ábyrgð sem því fylgir. Ragnar Gunnarsson Bjarmi 98. árg. 3. tbl. september 2004 Útgefandi: Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Ragnar Gunnarsson. Ritnefnd: Kjartan Jónsson og Haraldur Jóhannsson. Ritnefndarfulltrúar: Ragnar Scbram og Hanna Þórey Guðmundsdóttir. Prófarkalestur: Þorgils Hlynur Þorbergsson. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28,104 Reykjavík, sími 588 8899, fax 588 8840, vefslóðir www.bjarmi.is og sik.is. Árgjald: 3.200 kr. innanlands, 3.700 kr. til útlanda. Gjalddagi 1. apríl. Verð í lausasölu 800 kr. Ljósmyndin Life Issues, Kristján Einar Einarsson, Ragnar Gunnarsson, Halldór Elías Guðmundsson, Sigurður Ragnarsson o. fi. Forsíðumynd: Life Issues. Umbrot: Steinar Ragnarsson. Prentun: Prentmet. 3

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.