Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 19
sóknanna, enda er sú hefð þar sem samskot eru tekin að á þann veg að samskotunum er varið til fyrirfram skilgreindra verkefna en ekki daglegs reksturs. Hlutverk þjóðkirkjunnar Staða þjóðkirkjunnar er erfið. Hún hefur fjölmörgum skyldum að gegna. Kirkjan er í eina röndina menningarstofnun, hlutverk kirkj- unnar sem umgjarðar um hátíðleg- ustu atburði lífsins er óumdeilt, hún er mikilvægur hlekkur í samfélaginu í dreifðari byggðum, henni er ætlað að taka þátt í uppeldi barna og unglinga og hefur auk þess skyld- um að gegna sem líkami Krists á jörðu. Þegar kemur að þvi að taka ákvarðanir um fjármál kirkjunnar, geta þessi mismunandi hlutverk virst ósamrýmanleg. Sóknarnefndarfólki er mikill vandi á höndum, peningarnir eru takmarkaðir en verkefnin ekki. Væntingar brúðhjóna um glæsilega barna og foreldra i Staðahverfinu um öflugt kirkjulegt barnastarf. Víðast hvar er vel staðið að málum. Aukið aðhald yfirstjórnar kirkjunnar og sérfræðiráðgjöf frá Biskupsstofu eru skref í þá átt að draga úr mistökum sóknarnefndar- fólks. Öflugt fræðslustarf, m.a. í Leikmannaskóla þjóðkirkjunnar gerir sóknarnefndir betur í stakk búnar til að velja þau verkefni sem máli skipta fyrir söfnuðinn. Aðstæður sóknarnefndarformannsins í Flatey á Breiðafirði eru sorglegar en ný vinnubrögð þjóðkirkjunnar og aukin fræðsla sóknarnefndarfólks draga úr hættunni á að slíkar aðstæður myndist í Elías Guðmundsson er djákni og starfar sem fram- kvæmdastjóri Grensáskirkju. Skoðanir sem kunna að koma fram í grein þessari eru Halldórs sjálfs en lýsa ekki viðhorfum og hugmyndum vinnu- veitanda hans. ' \ Nýtt húsnæði í þéttbýli Fjöldi glæsilegra kirkna og safnaðarheimila hefur risið á síðustu 20 árum um allt land. Þar má nefna Glerárkirkju, Grafarvogskirkju, Grensáskirkju, Kirkju- og menning- armiðstöðina á Eskifirði, kirkjuna að Árnesi á Ströndum, kirkjurnar á Blönduósi, Tálknafirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Djúpavík og Þórshöfn. Eins hafa glæsileg safnaðarheimili risið við Akureyrarkirkju, Ingjaldshólskirkju, Laugarneskirkju, Neskirkju og Háteigskirkju. Yfirumsjón með öllum þessum byggingum var í hönd- um sóknarnefnda sem vann að verkefninu í frítíma sínum. Afleiðing þess var að oft virðast arkitektar haft mjög frjáls- ar hendur um listsköpun og í einhverjum tilvikum á kost- nað hagkvæmra lausna. Eins virðast á stundum hafa verið teknar ákvarðanir sem ekki voru í samræmi við raun- verulegar þarfir safnaðanna. Kirkjusamstæðan Ef iitið er til þjóðkirkjunnar sem fyrirtækjasamsteypu er kirkjan eitt af 60 stærstu fyrirtækjum landsins og hefur staða hennar á þeim lista ekkert breyst frá árinu 1997. Fyrirtæki með svipaða ársveltu eru t.d. ÍSTAK, Nýherji, íslandspóstur og Hampiðjan. Ef litið er til opinberra stofn- ana veltir kirkjan aðeins minna en Háskóli íslands, en er stærri en t.d. Leikskólar Reykjavíkur svo dæmi sé tekið. Þegar hins vegar litið er til launagreiðslna færist kirkjan upp á listanum, en kirkjan er einn af 20 stærstu launa- greiðendum landsins. Óraunhæfar áætlanir í viðtali við Frjálsa verslun 1997 taldi Bjarni Grímsson sóknarnefndarformaður Grafarvogskirkju að heildarkost- naður við byggingu kirkjunnar yrði um 350 milljónir króna. Búið væri að greiða 250 milljónir þá þegar og eftir væru framkvæmdir fyrir um 100 milljónir króna. Eins taldi hann að um söfnuðurinn yrði skuldlaus um 2012. Heildarskuldir safnaðarins þegar viðtalið fór fram voru um 160 milljónir. Nú, sjö árum síðar, er Ijóst að ekkert stóðst í þessum áætlunum. Skuldirnar eru í dag um 500 milljónir króna, ekkert virðist hafa verið greitt niður af lánunum og framkvæmt hefur verið fyrir a.m.k. 200 milljónir króna á þessum 7 árum. Staða Grafarvogskirkju er enda mjög alvarleg og Ijóst að ef leysa á vanda safnaðarins blasir við að skera þurfi niður allt safnaðarstarf um þriðjung eða sem nemur rétt um 10 milljónum á ári til allt að 20 ára. Skuldir einstakra sókna í lok árs 2002 námu heildarskuldir sóknanna alls 2,3 milljörðum króna. Þar af skulduðu þeir fjórar skuldsettustu tæpan 1 milljarð króna. Grafarvogssókn 498 milljónir kr. Grensássókn 236 milljónir kr. Dómkirkjan 120 milljónir kr. Garðasókn 116 milljónir kr. V_______________________________ J 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.