Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 16
Megnið í grjót og grindverk, steypu og stál I -ý ■ ■■ ' ;'l_ $[■ ’ % M i mt: • s'VM í I | ['W'Á ■ ■"■■■•iplplLjjj „Ég óska engum þess að vera f þeirri stöðu sem við erum" sagði Jóhannes Geir Gíslason sóknar- nefndarformaður í Flatey í viðtali við DV fyrr á þessu ári. Sóknargjöld Flateyjarsóknar eru enda tæpar 60.000 krónur á ári, skuldir sóknar- innar um 3 milljónir og vextir námu um 450.000 krónum á árinu 2002. Við þetta bætist kostnaður vegna viðhalds kirkjunnar og helgihaids, en kirkjan er vinsæll ferðamannast- aður, m.a. vegna giæsilegrar altaris- töflu eftir Baltasar. Með réttu má því segja að gjaldþrot blasi við sóknar- nefndinni í Flatey, húseignin óselj- anleg og tekjur nægja engan veginn fyrir skuldum. Árið 2004 fékk Þjóðkirkjan rúma 3,2 milljarða króna á fjárlögum. Um helmingur þeirrar upphæðar fer í launakostnað vegna presta og starfsfólks Biskupsstofu, yfirstjórn kirkjunnar og sameiginleg verkefni á Biskupsstofu og viðar. Hinn helm- ingurinn rennurtil einstakra sókna kirkjunnar í formi sóknargjalda og styrkja, alls um 1,7 milljarðar á ári. Samkvæmt starfsreglum um sókn- arnefndir ber að nota þetta fé til kirkjulegs starfs, til að útvega við- unandi húsnæði og búnað til safn- aðarstarfs ásamt því að ráða starfsfólk í samráði við sóknarprest. Þetta eru háar fjárhæðir og víðast í sóknum er vel staðið að fjármáium. Þó skulda 34 af 283 sóknum meira en þrefaldar lög- bundnar árstekjur, en við það mark má telja víst að sóknir geti ekki lengur veitt þá þjónustu sem vænta má. Lögbundnar tekjurtíu þessara sókna dugðu ekki einu sinni fyrir vöxtum af lánum á árinu 2002. Starf þeirra sóknarnefnda, sem svo er ástatt um, er ekki öfunds- 16

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.