Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 36

Bjarmi - 01.09.2004, Blaðsíða 36
Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson Hættusvæði Allt ofbeldi er í raunínni misbeitlng valds (aflsmunar, stööu, áhrifa). Aðstæður sem sérstaklega skapa hættu á einhvers konar misnotkun fólks eru skarpur valdapýramídi - ófrávíkjanlegt valdakerfi sem endar í valds- manni á tindinum þar sem allir þræðirnir (Ijóst og leynt) koma saman. í höndum manns með tilhneigingu til að misnota vald getur slíkt kerfi orðið tæki til að ráðskast með líf fólks. Ennfremur styrkja skörp mörk hóps slíkt vald, þ.e. að einstaklingar, t.d. í fjölskyldu eða söfnuði, eigi lítil og yfirborðs- leg samskipti við fólk utan hópsins. Slíkan hóp (söfnuð) er erfitt að yfirgefa, þrátt fyrir andlegt otbeldi, þvl sá sem hefur tilheyrt hópnum lengi á varla nokkra vini utan hans og hans bíður þá ógnvænleg einangrun. Alvarleg misbeiting valds verður þar sem ekki er aðeins á ferðum misnotandi heldur einnig kringumstæður þar sem misbeiting valds er á einhvern hátt liðin. Mörkin á milli þess sem telst eðiilegt eða líðandi færast smám saman til vegna þess að því er stjórnað hvernig gildismatiö mótast hjá fólki innan hópsins. Slíkt vald reynir valdafíkið fólk að öðlast og þar sem ekki leyfist að bera saman bækur sínar við fólk utan hópsins skapast hætta á að vald sé mis- notað án þess að til uppreisnar komi eða fólk yfirgefi auðveldlega hópinn. í söfnuðum þar sem mikið er ráðskast með fólk er líklegt að með ýmsu móti sé reynt að girða fyrir að fólk íhugi þann möguleika aö yflrgefa söfnuðinn. Oft er reynt að sverta þá sem fyrir utan standa og aðra söfnuði og stuðla að lífsmynstri sem gerir félagsleg samskipti við fólk utan trúarsamfélagsins erfið (Sbr. Gal4.17). Hér má nefna áherslu Votta Jehóva á sitt eigið hátíðakerfi og aðgerðir sumra mísnotandi trúarhópa til að einangra fólk frá ættingjum sinum, t.d. með þvi að senda nýliða á fjar- lægar slóðir, Þá er oft talað illa um þá sem yfirgefa hjörðina og fólki ráðið frá þvi að hafa samskipti við þá, jafnvel er það harðbannað. Til er og að komið sé á flot sögum sem skýra brotthvarfið eingöngu út frá brestum hinna brotthlaupnu. Misbeiting valds lýtur í grundvallaratrið- um sömu lögmálum í hvaða mynd sem hún birtist. Öll erum við ófullkomin og lifum í heimi sem mengaður er af synd. Sumir hafa þó meiri tilhneigingu en aðrirtil að beita aðra einhvers konar ofbeldi, andlegu eða líkamlegu. Hér koma til uppeldisaðstæður og upplag fólks, einnig stundum geðræn vandamál og aðstæður í lífi viðkomandi. Aðstæður sem mótast í hópi fólks, t.d. fjölskyldu, vinnustað eða söfnuði, geta svo ýmist verndað fólk gegn ofbeldi eða skapað misnotanda skilyrði til að kúga fólk. Hér verður í stuttu máli fjallað um andlegt ofbeldi í trúarlegu samhengi (trúar- legt ofbeldi, spiritual abuse). Ekki verður þó hjá því komist að drepa á nokkur atriði sem varða misnotkun almennt, kúgun og niðurlægingu fólks.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.